Mánuður síðan farbann Gylfa Þórs rann út: Lögregla svarar ekki fyrirspurnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson á landsleik Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta sem fram fór í Rotherham í Englandi eftir að farbanni hans lauk. Vísir/Vilhelm Í dag er sléttur mánuður síðan farbann knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar rann út í Bretlandi. Hann hafði verið í farbanni í Englandi síðan hann var handtekinn þann 16. júlí 2021 vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungmenni. Síðasta sumar handtók lögreglan í Manchester leikmann ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Fjölmiðlar í Englandi hafa ekki mátt nefna leikmanninn á nafn en skömmu síðar gátu íslenskir fjölmiðlar staðfest að um væri að ræða Gylfa Þór, hann hefur ávallt neitað sök. Hann var látinn laus gegn tryggingu en var látinn sæta farbanni sem þýddi að hann gat ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Gylfi Þór var leikmaður Everton á þeim tíma er hann var handtekinn. Hann var þó settur til hliðar af félaginu og lék ekkert með því á síðustu leiktíð. Samningur hans rann út þann 1. júlí síðastliðinn og þó fjölmiðlar ytra hafi orðað hann við lið í tyrknesku úrvalsdeildinni þá virtist sá orðrómur úr lausu lofti gripinn. Alls var farbann Gylfa Þórs framlengt fimm sinnum, um nokkra mánuði í senn. Þann þann 16. júlí síðastliðinn rann það út og var ljóst að það yrði ekki framlengt. Lögreglan í Manchester er hins vegar þögul sem gröfin hvað varðar framhaldið. Síðast þegar hún svaraði fyrirspurnum Vísis, þann 18. júlí, gaf lögreglan út að hún myndi ekki tjá sig um málið fyrr en Gylfi Þór yrði ákærður eða laus allra mála. Sem stendur er ekki vitað hvað Gylfi Þór heldur sig, hvort lögreglan ætli yfir höfuð að kæra eða hver staða mála almennt er. Eftir að hafa ekki sést opinberlega í rúmt ár þá skaut Gylfi Þór upp kollinum eftir að farbannið rann út gildi. Hann mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi. Fyrri leikurinn fór fram í Manchester en sá síðari í Rotherham, ekki langt frá Manchester-borg. Var hann þar til að styðja við bakið á frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Engar fréttir borist síðan 9. júní Þann 9. júní fjallaði Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, um mál Gylfa Þórs án þess þó að nefna hann á nafn, þar sem fjölmiðlar í Bretlandi mega það ekki. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Þar var stiklað á stóru í málinu, nefnt að fartölva leikmannsins hefði verið tekin af lögreglu og minnst á sögusagnir þess efnis að límt hefði verið fyrir þakglugga á húsinu þar sem Gylfi Þór áað hafa dvalist undanfarna mánuði. Síðan fréttin birtist þann 9. júní hefur ekki verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Gylfi Þór Sigurðsson er 32 ára gamall. Hann á að baki atvinnumannaferil í Englandi og Þýskalandi ásamt því að hafa spilað 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Síðasta sumar handtók lögreglan í Manchester leikmann ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Fjölmiðlar í Englandi hafa ekki mátt nefna leikmanninn á nafn en skömmu síðar gátu íslenskir fjölmiðlar staðfest að um væri að ræða Gylfa Þór, hann hefur ávallt neitað sök. Hann var látinn laus gegn tryggingu en var látinn sæta farbanni sem þýddi að hann gat ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Gylfi Þór var leikmaður Everton á þeim tíma er hann var handtekinn. Hann var þó settur til hliðar af félaginu og lék ekkert með því á síðustu leiktíð. Samningur hans rann út þann 1. júlí síðastliðinn og þó fjölmiðlar ytra hafi orðað hann við lið í tyrknesku úrvalsdeildinni þá virtist sá orðrómur úr lausu lofti gripinn. Alls var farbann Gylfa Þórs framlengt fimm sinnum, um nokkra mánuði í senn. Þann þann 16. júlí síðastliðinn rann það út og var ljóst að það yrði ekki framlengt. Lögreglan í Manchester er hins vegar þögul sem gröfin hvað varðar framhaldið. Síðast þegar hún svaraði fyrirspurnum Vísis, þann 18. júlí, gaf lögreglan út að hún myndi ekki tjá sig um málið fyrr en Gylfi Þór yrði ákærður eða laus allra mála. Sem stendur er ekki vitað hvað Gylfi Þór heldur sig, hvort lögreglan ætli yfir höfuð að kæra eða hver staða mála almennt er. Eftir að hafa ekki sést opinberlega í rúmt ár þá skaut Gylfi Þór upp kollinum eftir að farbannið rann út gildi. Hann mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi. Fyrri leikurinn fór fram í Manchester en sá síðari í Rotherham, ekki langt frá Manchester-borg. Var hann þar til að styðja við bakið á frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Engar fréttir borist síðan 9. júní Þann 9. júní fjallaði Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, um mál Gylfa Þórs án þess þó að nefna hann á nafn, þar sem fjölmiðlar í Bretlandi mega það ekki. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Þar var stiklað á stóru í málinu, nefnt að fartölva leikmannsins hefði verið tekin af lögreglu og minnst á sögusagnir þess efnis að límt hefði verið fyrir þakglugga á húsinu þar sem Gylfi Þór áað hafa dvalist undanfarna mánuði. Síðan fréttin birtist þann 9. júní hefur ekki verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Gylfi Þór Sigurðsson er 32 ára gamall. Hann á að baki atvinnumannaferil í Englandi og Þýskalandi ásamt því að hafa spilað 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira