Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Tryggvi Páll Tryggvason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 15. ágúst 2022 21:31 Séð yfir gönguleið A að gosinu. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. Mikil umferð er við gosstöðvarnar þessa dagana. Ákveðið hefur verið að landverðir standi framvegis vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Björgunarsveitir hafa verið með um fimmtíu manns að störfum á vöktum á degi hverjum við eldgosið. Í kvöldfréttum Stöðvar var Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna, spurður hvort að hann teldi landverðina geta gert herslumuninn við gæsluna á svæðinu. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Það mun klárlega hjálpa en ég held að það þurfi eitthvað meira að koma til en tveir til þrír landverðir. Miðað við þann mannskap sem við erum með hérna í gæslu og til að bregðast við. Það er búið að vera þónokkuð um óhöpp þannig að þarf eitthvað meira til,“ sagði Steinar Þór í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hefur grínast með það að mögulega þurfi að kalla ráðherra ríkisstjórnarinnar til gæslu á svæðinu. „Það fer alveg eftir því hvernig þeir eru skóaðir þetta er þannig leið,“ sagði Steinar Þór í léttum dúr aðspurður um hvort að not væri fyrir ráðherra í gæslunni. Séð yfir bílastæðin við Suðurstrandarveg.Vísir/Egill Ef marka má orð Steinar Þórs telur hann ljóst að það þurfi meira en tvo til þrjá landverði á svæðið. „Það þarf eitthvað aðeins meira viðbragð á svæðið. Það þarf landverði klárlega til að upplýsa og stýra umferðinni inn á fjalli. Þetta er löng leið, það eru tæpir sjö kílómetrar tæpir inn á gossvæðið. Fyrir landvörð að labba þetta fram og til baka allan daginn, ég biði mig ekki fram í það.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40 Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24 Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Sjá meira
Mikil umferð er við gosstöðvarnar þessa dagana. Ákveðið hefur verið að landverðir standi framvegis vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Björgunarsveitir hafa verið með um fimmtíu manns að störfum á vöktum á degi hverjum við eldgosið. Í kvöldfréttum Stöðvar var Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna, spurður hvort að hann teldi landverðina geta gert herslumuninn við gæsluna á svæðinu. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Það mun klárlega hjálpa en ég held að það þurfi eitthvað meira að koma til en tveir til þrír landverðir. Miðað við þann mannskap sem við erum með hérna í gæslu og til að bregðast við. Það er búið að vera þónokkuð um óhöpp þannig að þarf eitthvað meira til,“ sagði Steinar Þór í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hefur grínast með það að mögulega þurfi að kalla ráðherra ríkisstjórnarinnar til gæslu á svæðinu. „Það fer alveg eftir því hvernig þeir eru skóaðir þetta er þannig leið,“ sagði Steinar Þór í léttum dúr aðspurður um hvort að not væri fyrir ráðherra í gæslunni. Séð yfir bílastæðin við Suðurstrandarveg.Vísir/Egill Ef marka má orð Steinar Þórs telur hann ljóst að það þurfi meira en tvo til þrjá landverði á svæðið. „Það þarf eitthvað aðeins meira viðbragð á svæðið. Það þarf landverði klárlega til að upplýsa og stýra umferðinni inn á fjalli. Þetta er löng leið, það eru tæpir sjö kílómetrar tæpir inn á gossvæðið. Fyrir landvörð að labba þetta fram og til baka allan daginn, ég biði mig ekki fram í það.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40 Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24 Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Sjá meira
Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40
Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24
Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40