Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2022 23:30 Síðasta myndin, tekin um tíu til fimmtán sekúndum áður en flugvélin skall í hlíðinni. Mynd/US MARINE CORPS Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Fjórir bandarískir hermenn létust í slysinu sem varð þegar flugvélin, af gerðinni V-22 Osprey, hrapaði. Osprey-vélarnar eru nokkuð sérstakar, þær eru búnar tveimur hreyflum og geta þær tekið á loft og lent eins og þyrlur, en þegar í loftið er komið er hægt að snúa hreyflunum og flýgur vélin þá eins og flugvél. Samskonar vél og hrapaði í Noregi í mars.EPA/MARK R. CRISTINO Hermenninir um borð tóku þátt í NATO-æfingunni Cold Response sem haldin var í mars í Noregi. Norska ríkisútvarpið NRK hefur birt skot úr myndskeiði sem tekið var með GoPro myndavél á meðan fluginu stóð. Í frétt NRK kemur fram að ekki hafi verið til staðar leyfi til að nota slíka myndavél, óheimilt sé að koma með einkamyndavélar um borð í herflugvélar bandaríska hersins. Engu að síður er ljóst að myndskeiðið gaf rannsakendum gleggri mynd af því sem gerðist í fluginu örlagaríka. Síðasta myndin tekin örfáum sekúndum fyrir slysið Rannsakendur telja að mistök flugmannsins hafi orðið til þess að vélin hrapaði. Myndskeiðið þykir varpa ljósi á síðustu augnablikin áður en flugvélin hrapaði en síðasta myndin var tekin tíu til fimmtán sekúndum áður en slysið varð. Til að mynda telja rannsakendur að myndbandið sýni að veðuraðstæður hafi ekki verið slæmar, líkt og áður hafði mögulega verið talið. Veðuraðstæður við björgunaðgerðir voru mjög slæmar, en útlit er fyrir að veðrið hafi breyst snögglega eftir að vélin hrapaði. Stilla úr myndskeiðinu sem tekin er þegar ein mínúta var í slysið. Myndin sýnir að veðuraðstæður voru ágætar. Rauða örin bendir á staðinn þar sem slysið varð, í um sex kílómetra fjarlægð.Mynd/US MARINE CORPS Ástæða slyssins sé fyrst og fremst röð flugaðgerða sem flugmaðurinn hafi framkvæmt í lágflugi yfir Gråtådalen þar sem slysið átti sér stað. Sérfræðingur sem NRK fékk til að lesa yfir skýrslu rannsakenda segir að ljóst sé að flugmaðurinn hafi fengið það verkefni að fylgja ánni sem liggur um dalinn. Flugmaðurinn talinn hafa tekið of krappar beygjur í þröngum dal Svo virðist sem að flugmaðurinn hafi flogið of nálægt fjallshlíð, í um tíu metra fjarlægð, og því þurft að taka mjög krappa beygju, krappari beygju en flugvélin væri hönnuð til að ráða við, til að komast hjá því að skella á hlíðinni. Vegna þessarar beygju hafi flugmaðurinn þurft að taka aðra enn krappari beygju til að leiðrétta stefnuna eftir fyrri beygjuna. Ekki hafi hins vegar reynst nógu mikið rými í hinum tiltölulega þrönga dal fyrir þessar kröppu stefnubreytingar. Flugvélin hafi verið á uppleið er hún skall á hlíðinni en flugmanninum hafi ekki tekist að hækka flugið nógu mikið. Sem fyrr segir létu fjórir bandarískir hermenn lífið í slysinu. Noregur Hernaður NATO Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58 Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Fjórir bandarískir hermenn létust í slysinu sem varð þegar flugvélin, af gerðinni V-22 Osprey, hrapaði. Osprey-vélarnar eru nokkuð sérstakar, þær eru búnar tveimur hreyflum og geta þær tekið á loft og lent eins og þyrlur, en þegar í loftið er komið er hægt að snúa hreyflunum og flýgur vélin þá eins og flugvél. Samskonar vél og hrapaði í Noregi í mars.EPA/MARK R. CRISTINO Hermenninir um borð tóku þátt í NATO-æfingunni Cold Response sem haldin var í mars í Noregi. Norska ríkisútvarpið NRK hefur birt skot úr myndskeiði sem tekið var með GoPro myndavél á meðan fluginu stóð. Í frétt NRK kemur fram að ekki hafi verið til staðar leyfi til að nota slíka myndavél, óheimilt sé að koma með einkamyndavélar um borð í herflugvélar bandaríska hersins. Engu að síður er ljóst að myndskeiðið gaf rannsakendum gleggri mynd af því sem gerðist í fluginu örlagaríka. Síðasta myndin tekin örfáum sekúndum fyrir slysið Rannsakendur telja að mistök flugmannsins hafi orðið til þess að vélin hrapaði. Myndskeiðið þykir varpa ljósi á síðustu augnablikin áður en flugvélin hrapaði en síðasta myndin var tekin tíu til fimmtán sekúndum áður en slysið varð. Til að mynda telja rannsakendur að myndbandið sýni að veðuraðstæður hafi ekki verið slæmar, líkt og áður hafði mögulega verið talið. Veðuraðstæður við björgunaðgerðir voru mjög slæmar, en útlit er fyrir að veðrið hafi breyst snögglega eftir að vélin hrapaði. Stilla úr myndskeiðinu sem tekin er þegar ein mínúta var í slysið. Myndin sýnir að veðuraðstæður voru ágætar. Rauða örin bendir á staðinn þar sem slysið varð, í um sex kílómetra fjarlægð.Mynd/US MARINE CORPS Ástæða slyssins sé fyrst og fremst röð flugaðgerða sem flugmaðurinn hafi framkvæmt í lágflugi yfir Gråtådalen þar sem slysið átti sér stað. Sérfræðingur sem NRK fékk til að lesa yfir skýrslu rannsakenda segir að ljóst sé að flugmaðurinn hafi fengið það verkefni að fylgja ánni sem liggur um dalinn. Flugmaðurinn talinn hafa tekið of krappar beygjur í þröngum dal Svo virðist sem að flugmaðurinn hafi flogið of nálægt fjallshlíð, í um tíu metra fjarlægð, og því þurft að taka mjög krappa beygju, krappari beygju en flugvélin væri hönnuð til að ráða við, til að komast hjá því að skella á hlíðinni. Vegna þessarar beygju hafi flugmaðurinn þurft að taka aðra enn krappari beygju til að leiðrétta stefnuna eftir fyrri beygjuna. Ekki hafi hins vegar reynst nógu mikið rými í hinum tiltölulega þrönga dal fyrir þessar kröppu stefnubreytingar. Flugvélin hafi verið á uppleið er hún skall á hlíðinni en flugmanninum hafi ekki tekist að hækka flugið nógu mikið. Sem fyrr segir létu fjórir bandarískir hermenn lífið í slysinu.
Noregur Hernaður NATO Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58 Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37