Fylgist með þessum í vetur: Fáir leikmenn í heiminum sem eru betri að færa framherjum matinn sinn 19. ágúst 2022 14:01 Leggið nafnið á minnið. Marco Canoniero/Getty Images Serie A, ítalska úrvalsdeildin í fótbolta, er farin á fleygiferð. Hér að neðan má finna þrjá leikmenn sem hlaðvarpið Punktur og basta telur að allt áhugafólk um ítalskan fótbolta ætti að fylgjast sérstaklega vel með í vetur. Filip Kostic (Juventus - 29 ára - Serbi) Filip Kostic er mættur til Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Leikmaður sem mun stíga upp í fjarveru Di Maria. Það að það eru fáir leikmenn í heiminum sem eru betri að færa framherjum matinn sinn en Filip Kostic en hann var einmitt helsta ástæðan af hverju Frankfurt vann Evrópudeildina í vor. Það er í raun ótrúlegt að hann sé ekki búinn að fara frá Frankfurt fyrr því hann hefur átt heiðurinn í að selja Sebastian Haller, Andre Silva og Luka Jovic, allt leikmenn sem fengu fráhvörf og þurftu að læra upp á nýtt að reima á sig markaskóna eftir að hafa yfirgefið vin sinn Kostic fyrir stærri félög. Nú loksins er tími Kostic kominn og hann hefur einn helsta hrægamm Evrópufótboltans til að fæða. Ég get nánast bókað það að þetta verði ein skemmtilegasta samvinnan í Seríu A á þessu tímabili. Masterstroke hjá Juventus, verði þeim að góðu! Nicolas Gonzalez (Fiorentina - 24 ára - Argentínumaður) Nicolas Gonzalez mun að öllum líkindum raða inn mörkum á komandi mánuðum.EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Á pappír er kannski fátt sem stingur augað en inn á vellinum er hann líklega einn skemmtilegasti spilari deildarinnar. Horfðu á einn leik með Fiorentina og þú munt sjá það. Nico getur spilað bæði á vinstri og hægri kanti í 4-3-3 en honum gæti ekki verið meira sama hvar honum er komið fyrir. Hann hafði verið besti leikmaður Stuttgart tímabilið áður en hann var keyptur og við komuna til Flórens small hann eins og flís við rass í leikkerfi ítalans með þjóðernisástar nafnið Vincenzo Italiano. Hann er þessi týpa af leikmanni sem á tvo til þrjá heimsklassa augnablik í hverjum leik, er alltaf að og ávallt hættulegur en hann þarf að bæta fleiri mörkum við sinn leik til þess að blöðin fari að rita nafn hans og orða hann við stærstu lið Evrópu. Pierre Kalulu (AC Milan - 22 ára - Frakki) Pierre Kalulu ætti að vera í stóru hlutverki hjá AC Milan í vetur.EPA-EFE/ROBERTO BREGANI Varnarmaður sem er alls ekki hár í loftinu en lætur það sig ekki fá. Var klárlega ein óvæntasta saga síðasta tímabils. Kalulu kom inn í vörn AC Milan á tímapunkti í fyrra þegar liðið var í mikilli miðvarðakrísu og án leiðtogans Simon Kjær. Þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður liðsins og ekki með neina reynslu spilaði Kalulu eins og hann ætti 100 leiki á bakinu með þeim rauðu og svörtu og var þeirra besti varnarmaður þeirra undir lok tímabilsins þar sem liðið fékk bara á sig 9 mörk í 19 leikjum og landaði dollunni. Punktur og basta er íslenskt hlaðvarp sem fjallar eingöngu um ítalska boltann. Þætti hlaðvarpsins má nálgast á tal.is/punktur-basta. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tvær íslenskar frumraunir í opnunarumferð þar sem Maradona Kákasusfjallanna stal senunni Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis. 19. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Filip Kostic (Juventus - 29 ára - Serbi) Filip Kostic er mættur til Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Leikmaður sem mun stíga upp í fjarveru Di Maria. Það að það eru fáir leikmenn í heiminum sem eru betri að færa framherjum matinn sinn en Filip Kostic en hann var einmitt helsta ástæðan af hverju Frankfurt vann Evrópudeildina í vor. Það er í raun ótrúlegt að hann sé ekki búinn að fara frá Frankfurt fyrr því hann hefur átt heiðurinn í að selja Sebastian Haller, Andre Silva og Luka Jovic, allt leikmenn sem fengu fráhvörf og þurftu að læra upp á nýtt að reima á sig markaskóna eftir að hafa yfirgefið vin sinn Kostic fyrir stærri félög. Nú loksins er tími Kostic kominn og hann hefur einn helsta hrægamm Evrópufótboltans til að fæða. Ég get nánast bókað það að þetta verði ein skemmtilegasta samvinnan í Seríu A á þessu tímabili. Masterstroke hjá Juventus, verði þeim að góðu! Nicolas Gonzalez (Fiorentina - 24 ára - Argentínumaður) Nicolas Gonzalez mun að öllum líkindum raða inn mörkum á komandi mánuðum.EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Á pappír er kannski fátt sem stingur augað en inn á vellinum er hann líklega einn skemmtilegasti spilari deildarinnar. Horfðu á einn leik með Fiorentina og þú munt sjá það. Nico getur spilað bæði á vinstri og hægri kanti í 4-3-3 en honum gæti ekki verið meira sama hvar honum er komið fyrir. Hann hafði verið besti leikmaður Stuttgart tímabilið áður en hann var keyptur og við komuna til Flórens small hann eins og flís við rass í leikkerfi ítalans með þjóðernisástar nafnið Vincenzo Italiano. Hann er þessi týpa af leikmanni sem á tvo til þrjá heimsklassa augnablik í hverjum leik, er alltaf að og ávallt hættulegur en hann þarf að bæta fleiri mörkum við sinn leik til þess að blöðin fari að rita nafn hans og orða hann við stærstu lið Evrópu. Pierre Kalulu (AC Milan - 22 ára - Frakki) Pierre Kalulu ætti að vera í stóru hlutverki hjá AC Milan í vetur.EPA-EFE/ROBERTO BREGANI Varnarmaður sem er alls ekki hár í loftinu en lætur það sig ekki fá. Var klárlega ein óvæntasta saga síðasta tímabils. Kalulu kom inn í vörn AC Milan á tímapunkti í fyrra þegar liðið var í mikilli miðvarðakrísu og án leiðtogans Simon Kjær. Þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður liðsins og ekki með neina reynslu spilaði Kalulu eins og hann ætti 100 leiki á bakinu með þeim rauðu og svörtu og var þeirra besti varnarmaður þeirra undir lok tímabilsins þar sem liðið fékk bara á sig 9 mörk í 19 leikjum og landaði dollunni. Punktur og basta er íslenskt hlaðvarp sem fjallar eingöngu um ítalska boltann. Þætti hlaðvarpsins má nálgast á tal.is/punktur-basta. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tvær íslenskar frumraunir í opnunarumferð þar sem Maradona Kákasusfjallanna stal senunni Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis. 19. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Tvær íslenskar frumraunir í opnunarumferð þar sem Maradona Kákasusfjallanna stal senunni Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis. 19. ágúst 2022 09:01