Verkkvíði ríkisstjórnar í loftslagsmálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:30 Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Forysturíki í orði en ekki á borði Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland á að verða fyrsta ríkið sem er óháð jarðefnaeldsneyti og á að ná kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum ekki seinna en árið 2040. Það er stefnt að því að fyrir árið 2030 dragist losun gróðurhúsalofttegunda saman um 55% frá því sem var árið 2005. Í heil fimm ár hefur forsætisráðherra talað um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Fréttir af ræðum hennar á erlendri grundu vekja athygli. Engu að síður hefur vantað allar aðgerðir til að ná fram þeim markmiðum sem eiga að gera Ísland að þessu forysturíki. Nýr umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt að til þess að þessi markmið náist þurfi að herða róðurinn verulega. Enn sem komið er liggja fyrir orð en ekki efndir. Loftslagsráð hefur bent á að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 séu óljós og ófullnægjandi. Ráðið telur nauðsynlegt að stjórnvöld skýri og útfæri markmiðin nánar. Í grænni skýrslu umhverfisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki fylgt eftir markmiðum sínum um orkuskipti með skýrum ákvörðunum um orkuöflun. Ungir umhverfissinnar hafa gefið ríkisstjórninni falleinkunn í loftslagsmálum. Ekkert af þessu rímar við orð Katrínar Jakobsdóttur um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Og raddirnar heyrast víðar. Háleit markmið en svo ekkert Ríkisstjórnin hefur hvatt aðra til dáða og biðlað til almennings sem og atvinnulífsins um að gera sitt. Auðvitað þarf allt samfélagið að leggja sitt af mörkum en stjórnvöld verða að taka að sér stærra hlutverk til að ná eigin markmiðum. Ríkisstjórnin hefur öll tækifæri til að hafa jákvæð áhrif og ætti að vera meira en álitsgjafi í fjölmiðlum eða málstofa vel meinandi fólks. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar, heldur hvernig er stjórnað. Á síðasta þingi lagði ég fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hversu hátt hlutfall fjárfestinga ríkisins styður við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. Nánar tiltekið um þær fjárfestingar ríkisins sem snúa að verndun vistkerfa, markmiðum um losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eða stuðla að því að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar á sviði loftslagsmála. Grænar fjárfestingar í stuttu máli. Auðvitað er ekki alveg einfalt erfitt að leggja mat á þetta en samkvæmt svari ráðherra námu þær fjárfestingar sem beinlínis styðja við loftslagsmarkmiðin – og geta kallað grænar - 2,9 milljörðum. Svarið verður skýrara þegar sú tala er sett í samhengi við heildartölu fjárfestinga. Þá sést að þessar grænu fjárfestingar voru 2% af heildarfjárfestingum á síðasta ári. Ríkisstjórnin fegrar svo bókhaldið með því að telja til fjárfestingar sem styðja „með óbeinum hætti“ við loftslagsmarkmiðin. Það bókhald virðist í anda skapandi skrifa enda útgjöld til nýs landspítala þá talin til grænna fjárfestinga. Tímasett plan og skýr verkstjórn takk Það er sjálfstætt áhyggjuefni að ríkisstjórnin getur illa skilgreint hvað raunverulega telst til grænna fjárfestinga, þrátt fyrir sín háleitu markmið.Loftslagsráð hefur einmitt bent á að í fjármálaáætlun sé erfitt að átta sig á því hvaða forsendur, gögn og greiningar liggja að baki forgangsröðun fjármuna og hvaða ávinnings er að vænta af framlögum til einstakra aðgerða. Það dregur úr líkum þess að ríkisstjórnin nái fram markmiðum sínum þegar yfirsýnin er lítil og fólk vinnur í blindflugi. Eftir stendur þó að það jákvæða í stöðunni er að það er algjörlega raunhæft að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér. Allt sem þarf er að vinna eftir skýrri hugmyndafræði og verkstjórn og fylgja markvissum og tímasettum aðgerðum eftir. Fyrst þarf ríkisstjórnin bara að losa sig við verkkvíðann sem hindrar árangur í þeim málaflokki sem er nú og mun lengi verða sá allra mikilvægasti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Forysturíki í orði en ekki á borði Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland á að verða fyrsta ríkið sem er óháð jarðefnaeldsneyti og á að ná kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum ekki seinna en árið 2040. Það er stefnt að því að fyrir árið 2030 dragist losun gróðurhúsalofttegunda saman um 55% frá því sem var árið 2005. Í heil fimm ár hefur forsætisráðherra talað um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Fréttir af ræðum hennar á erlendri grundu vekja athygli. Engu að síður hefur vantað allar aðgerðir til að ná fram þeim markmiðum sem eiga að gera Ísland að þessu forysturíki. Nýr umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt að til þess að þessi markmið náist þurfi að herða róðurinn verulega. Enn sem komið er liggja fyrir orð en ekki efndir. Loftslagsráð hefur bent á að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 séu óljós og ófullnægjandi. Ráðið telur nauðsynlegt að stjórnvöld skýri og útfæri markmiðin nánar. Í grænni skýrslu umhverfisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki fylgt eftir markmiðum sínum um orkuskipti með skýrum ákvörðunum um orkuöflun. Ungir umhverfissinnar hafa gefið ríkisstjórninni falleinkunn í loftslagsmálum. Ekkert af þessu rímar við orð Katrínar Jakobsdóttur um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Og raddirnar heyrast víðar. Háleit markmið en svo ekkert Ríkisstjórnin hefur hvatt aðra til dáða og biðlað til almennings sem og atvinnulífsins um að gera sitt. Auðvitað þarf allt samfélagið að leggja sitt af mörkum en stjórnvöld verða að taka að sér stærra hlutverk til að ná eigin markmiðum. Ríkisstjórnin hefur öll tækifæri til að hafa jákvæð áhrif og ætti að vera meira en álitsgjafi í fjölmiðlum eða málstofa vel meinandi fólks. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar, heldur hvernig er stjórnað. Á síðasta þingi lagði ég fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hversu hátt hlutfall fjárfestinga ríkisins styður við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. Nánar tiltekið um þær fjárfestingar ríkisins sem snúa að verndun vistkerfa, markmiðum um losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eða stuðla að því að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar á sviði loftslagsmála. Grænar fjárfestingar í stuttu máli. Auðvitað er ekki alveg einfalt erfitt að leggja mat á þetta en samkvæmt svari ráðherra námu þær fjárfestingar sem beinlínis styðja við loftslagsmarkmiðin – og geta kallað grænar - 2,9 milljörðum. Svarið verður skýrara þegar sú tala er sett í samhengi við heildartölu fjárfestinga. Þá sést að þessar grænu fjárfestingar voru 2% af heildarfjárfestingum á síðasta ári. Ríkisstjórnin fegrar svo bókhaldið með því að telja til fjárfestingar sem styðja „með óbeinum hætti“ við loftslagsmarkmiðin. Það bókhald virðist í anda skapandi skrifa enda útgjöld til nýs landspítala þá talin til grænna fjárfestinga. Tímasett plan og skýr verkstjórn takk Það er sjálfstætt áhyggjuefni að ríkisstjórnin getur illa skilgreint hvað raunverulega telst til grænna fjárfestinga, þrátt fyrir sín háleitu markmið.Loftslagsráð hefur einmitt bent á að í fjármálaáætlun sé erfitt að átta sig á því hvaða forsendur, gögn og greiningar liggja að baki forgangsröðun fjármuna og hvaða ávinnings er að vænta af framlögum til einstakra aðgerða. Það dregur úr líkum þess að ríkisstjórnin nái fram markmiðum sínum þegar yfirsýnin er lítil og fólk vinnur í blindflugi. Eftir stendur þó að það jákvæða í stöðunni er að það er algjörlega raunhæft að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér. Allt sem þarf er að vinna eftir skýrri hugmyndafræði og verkstjórn og fylgja markvissum og tímasettum aðgerðum eftir. Fyrst þarf ríkisstjórnin bara að losa sig við verkkvíðann sem hindrar árangur í þeim málaflokki sem er nú og mun lengi verða sá allra mikilvægasti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun