Viðskipti erlent

Frysta verð til að berjast gegn verð­bólgunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Carrefour er ein stærsta verslunarkeðja heims.
Carrefour er ein stærsta verslunarkeðja heims. Karol Serewis/SOPA Images/LightRocket via Getty Images

Franska verslunarkeðjan Carrefour hyggst leggja baráttunni gegn verðbólgu í Frakklandi lið með því að frysta vöruverð á hundrað vörum.

Verðbólga mælist há víða um heim þessar mundir og þar er Frakkland engin undantekning. Í júlí mældist verðbólgan þar 6,8 prósent og hefur hún sjaldan eða aldrei verið hærri.

Carrefour hefur gefið út að það muni frysta vöruverð á hundrað vörum, allt frá matvöru yfir í fatnað. Verðfrystingin mun gilda til 30. nóvember næstkomandi.

Ríkisstjórn Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, hefur að undanförnu þrýst á frönsk stórfyrirtæki að grípa til aðgerða svo ná megi tökum á verðbólgunni. Þannig hefur olíufyrirtækið Total gefið út að það muni lækka eldsneytisverð á bensínstöðvum fyrirtækitins frá og með 1. september til áramóta.

Flutningafyrirtækið CMA CGM hefur einnig gefið út að það muni skera niður verð á gámaflutningum frá Kína til Frakklands um 750 evrur á gám, eða um 105 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×