Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 17:14 Kasper hafði verið með fjölskyldunni í níu ár. Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. Díana Mirela býr ásamt fjölskyldu sinni á Siglufirði og var stödd á bensínstöð Olís þar í bæ á fimmtudaginn ásamt móður sinni, barni sínu og fjölskylduhundi þeirra, Kasper, sem var blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei. Kasper beit þar í hendi manns sem gekk í átt að bíl sínum. „Hundurinn var eitthvað stressaður og þetta gerðist allt mjög hratt. Maðurinn var á leið í bílinn sinn og hundurinn réðst á höndina hans. Hann hefur alltaf verið mjög passasamur með mömmu minni. Hún missti takið á hundinum, hún var að sjá um þriggja mánaða son minn sem var í vagni hjá henni og var að vakna,“ segir Díana í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vera viss um hvað hafi gerst hjá Kasper. Hún ítrekar að maðurinn sem var bitinn hafi ekki gert neitt til að styggja hundinn. Kasper var mjög ljúfur hundur að sögn Díönu. Ekkert var gert í málinu þennan fimmtudag en kvöldið eftir fékk faðir Díönu símtal frá lögreglunni þar sem honum var sagt að lögreglumenn væru á leiðinni að sækja hundinn. „Þá héldum við að hann væri að fara í geðmat en eins mikið og við spurðum hvað ætti að gera við hundinn sagði lögreglan að það væri ekki vitað, það væri ekkert að segja. Það voru bara engin svör. Ég var þá að svæfa barnið mitt inni í herbergi og náði ekki einu sinni að segja bless við hundinn minn. Ég hélt að þau myndu halda honum í nokkra daga,“ segir Díana. Þarna var klukkan átta að kvöldi til en rúmlega klukkustund síðar fékk fjölskyldan annað símtal frá lögreglunni. Þá var búið að flytja Kasper til Akureyrar og búið að taka ákvörðun um að aflífa hann. Vissu ekki af geðmatinu Samkvæmt Hundahald.is, upplýsingavef fyrir eigendur hunda og almenning, þá fer Heilbrigðiseftirlitið fram á óháð mat á skapgerð hunda sem bíta. Eftir að búið er að meta skapgerðina er hægt að fara fram á að hundi sé lógað. „Ég grátbað þá um að hugsa sig betur um. Þá vissum við ekki að hundar ættu að fara í geðmat og láta greina hvernig hann er, hvernig skapgerðin í hundinum er. Þannig að þau slepptu því skrefi. Mér skilst að það skref taki nokkra daga og það sé ekki gert sama dag og hundurinn er tekinn,“ segir Díana. Fengu ekki að kveðja hann Við öllum spurningum fjölskyldunnar fékkst það svar að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera. Díana spurði þá hvort þau gætu fengið að vera hjá Kasper á meðan hann yrði svæfður. Það var því miður orðið of seint fyrir það. „Við fengum ekki að kveðja hann, við fengum ekki neitt. Hann var örugglega bara aflífaður á sama tíma og löggan var að segja að þetta væri það eina í stöðunni,“ segir Díana. Ein ummæli lögreglunnar sitja í Díönu. „Lögreglan sagði við mig, sem mér fannst frekar skrítið, að við mættum kæra þetta eftir á ef okkur litist ekki vel á hvernig þetta var gert. Sem hljómar eins og þau vissu upp á sig sökina og að þetta væri kannski ekki beint rétta leiðin. Það er alveg frekar furðulegt að fá þetta komment,“ segir Díana. Díana gagnrýnir það að hafa ekki fengið að kveðja hundinn sinn. Skoða sinn rétt Fjölskyldan fékk aldrei nein gögn í hendurnar sem sýndu fram á að taka ætti hundinn af þeim. Þá segir Díana að engin skýrsla hafi verið gerð í tengslum við málið. Nú er fjölskyldan að skoða sinn rétt og athuga hvort það sé hægt að gera eitthvað í málinu. Þau vilja samt benda á að sama hvort þetta séu reglur eða ekki, þá sé þetta ekki í lagi. „Við viljum ekki að einhver annar lendi í þessu því það er alveg örugglega alveg jafn sárt fyrir einhvern annan,“ segir Díana að lokum. Þau svör fengust hjá Lögreglunni á Akureyri síðdegis að enginn væri á vakt sem gæti svarað fyrir þetta mál. Hægt væri að reyna aftur á morgun. Dýr Gæludýr Hundar Fjallabyggð Lögreglan Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Díana Mirela býr ásamt fjölskyldu sinni á Siglufirði og var stödd á bensínstöð Olís þar í bæ á fimmtudaginn ásamt móður sinni, barni sínu og fjölskylduhundi þeirra, Kasper, sem var blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei. Kasper beit þar í hendi manns sem gekk í átt að bíl sínum. „Hundurinn var eitthvað stressaður og þetta gerðist allt mjög hratt. Maðurinn var á leið í bílinn sinn og hundurinn réðst á höndina hans. Hann hefur alltaf verið mjög passasamur með mömmu minni. Hún missti takið á hundinum, hún var að sjá um þriggja mánaða son minn sem var í vagni hjá henni og var að vakna,“ segir Díana í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vera viss um hvað hafi gerst hjá Kasper. Hún ítrekar að maðurinn sem var bitinn hafi ekki gert neitt til að styggja hundinn. Kasper var mjög ljúfur hundur að sögn Díönu. Ekkert var gert í málinu þennan fimmtudag en kvöldið eftir fékk faðir Díönu símtal frá lögreglunni þar sem honum var sagt að lögreglumenn væru á leiðinni að sækja hundinn. „Þá héldum við að hann væri að fara í geðmat en eins mikið og við spurðum hvað ætti að gera við hundinn sagði lögreglan að það væri ekki vitað, það væri ekkert að segja. Það voru bara engin svör. Ég var þá að svæfa barnið mitt inni í herbergi og náði ekki einu sinni að segja bless við hundinn minn. Ég hélt að þau myndu halda honum í nokkra daga,“ segir Díana. Þarna var klukkan átta að kvöldi til en rúmlega klukkustund síðar fékk fjölskyldan annað símtal frá lögreglunni. Þá var búið að flytja Kasper til Akureyrar og búið að taka ákvörðun um að aflífa hann. Vissu ekki af geðmatinu Samkvæmt Hundahald.is, upplýsingavef fyrir eigendur hunda og almenning, þá fer Heilbrigðiseftirlitið fram á óháð mat á skapgerð hunda sem bíta. Eftir að búið er að meta skapgerðina er hægt að fara fram á að hundi sé lógað. „Ég grátbað þá um að hugsa sig betur um. Þá vissum við ekki að hundar ættu að fara í geðmat og láta greina hvernig hann er, hvernig skapgerðin í hundinum er. Þannig að þau slepptu því skrefi. Mér skilst að það skref taki nokkra daga og það sé ekki gert sama dag og hundurinn er tekinn,“ segir Díana. Fengu ekki að kveðja hann Við öllum spurningum fjölskyldunnar fékkst það svar að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera. Díana spurði þá hvort þau gætu fengið að vera hjá Kasper á meðan hann yrði svæfður. Það var því miður orðið of seint fyrir það. „Við fengum ekki að kveðja hann, við fengum ekki neitt. Hann var örugglega bara aflífaður á sama tíma og löggan var að segja að þetta væri það eina í stöðunni,“ segir Díana. Ein ummæli lögreglunnar sitja í Díönu. „Lögreglan sagði við mig, sem mér fannst frekar skrítið, að við mættum kæra þetta eftir á ef okkur litist ekki vel á hvernig þetta var gert. Sem hljómar eins og þau vissu upp á sig sökina og að þetta væri kannski ekki beint rétta leiðin. Það er alveg frekar furðulegt að fá þetta komment,“ segir Díana. Díana gagnrýnir það að hafa ekki fengið að kveðja hundinn sinn. Skoða sinn rétt Fjölskyldan fékk aldrei nein gögn í hendurnar sem sýndu fram á að taka ætti hundinn af þeim. Þá segir Díana að engin skýrsla hafi verið gerð í tengslum við málið. Nú er fjölskyldan að skoða sinn rétt og athuga hvort það sé hægt að gera eitthvað í málinu. Þau vilja samt benda á að sama hvort þetta séu reglur eða ekki, þá sé þetta ekki í lagi. „Við viljum ekki að einhver annar lendi í þessu því það er alveg örugglega alveg jafn sárt fyrir einhvern annan,“ segir Díana að lokum. Þau svör fengust hjá Lögreglunni á Akureyri síðdegis að enginn væri á vakt sem gæti svarað fyrir þetta mál. Hægt væri að reyna aftur á morgun.
Dýr Gæludýr Hundar Fjallabyggð Lögreglan Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira