Veggjald ætti ekki að nota til að greiða rekstrarkostnað Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 23. ágúst 2022 09:30 Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Venjan hefur verið sú að ríkið hefur lagt vegi á Íslandi fyrir skattfé og kostað rekstur þeirra. Notkun veganna hefur síðan verið gjaldfrjáls en gjald hefur verið lagt á eldsneytið, bensín og díselolíu. Þetta gjald er nú orðinn almennur skattur sem spornar gegn mestu ógn jarðarinnar, loftslagshlýnun. Þessi skattur er ekki lengur eyrnamerktur vegagerð frekar en aðrir almennir skattar eru eyrnamerktir ákveðnum útgjöldum. Ef tekið er veggjald í dýrum samgöngumannvirkjum svo sem jarðgöngum má spyrja hvað gjaldið eigi að greiða. Á það að greiða stofnkostnaðinn? Eða rekstrarkostnaðinn? Eða hvort tveggja? Þar sem jarðgöng eru óhemju dýr í framkvæmd er réttlætanlegt að nota veggjald til að greiða stofnkostnaðinn. En eru rök fyrir því að veggjald eigi einnig að borga rekstrarkostnaðinn? Eins og áður sagði er hefðin í vegagerð að hvort tveggja er greitt úr ríkissjóði, stofnkostnaðurinn og rekstrarkostnaðurinn og það er stórt skref að láta vegfarendur greiða stofnkostnaðinn þótt rekstrarkostnaðurinn væri áfram greiddur úr ríkissjóði. Stofnkostnaðurinn eru stóru peningarnir, reksturinn eru litlu peningarnir. Rekstrarkostnaður vegganga felst fyrst og fremst í rafmagni vegna lýsingar og fl., viðhaldi á búnaði og endurmalbikun. Malbikið endist betur í jarðgöngum en á almennum vegum. Lýsing er víða á vegum, ekki bara í jarðgöngum. Veggöng leiða síðan nánast alltaf af sér lægri rekstrarkostnað á veginum sem göngin leysa af hólmi. Það þarf vetrarþjónustu á öllu vegakerfinu nema í jarðgöngum. Því má spyrja: er sanngjarnt að vegfarendur jarðganga greiði rekstur þeirra? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða lýsingu heldur en vegfarendur á öðrum upplýstum vegum, t.d. Keflavíkurveginum? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða fyrir endurmalbikun en aðrir, ekki síst þar sem sá kostnaður er minni í jarðgöngum? Auðvitað er í jarðgöngum ýmiss dýr búnaður sem er ekki á öðrum vegum en svarið blasir samt við. Það er ekki sanngjarnt að veggjald sé notað í rekstrarkostnað í veggöngum. Að minnsta kosti ekki nema að hluta. Veggjald ætti einungis að nota til að greiða stofnkostnaðinn. Að lokum verður að benda á hvað 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði á 15 árum er lágt. Frá því að hafið var að grafa Múlagöng á miðju ári 1988 hafa verið grafnir 49,6 km af veggöngum á landinu með framlagi úr ríkissjóði (Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng undanskilin). Á 34 árum hafa því verið grafnir um 1,5 km/ári að meðaltali. Með 25 Gkr á 15 árum yrði þessi tala lægri en 0,7 km/ári þar sem jarðgangakostnaður var um 2,5 Gkr/km áður en Rússar réðust á Úkraínu. Hann er hærri nú. Getum við Íslendingar, fleiri og ríkari en áður, ekki kostað úr ríkissjóði nema 0,7 km af jarðgöngum ár hvert? En gátum kostað 1,5 km/ári þegar við vorum færri og mun efnaminni? 25 Gkr á 15 árum úr ríkissjóði lýsir því áhugleysi á jarðgangagerð á Íslandi. Það er miður. Vonandi verður meiri áhugi sýndur í verki næstu ár. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Vegtollar Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Venjan hefur verið sú að ríkið hefur lagt vegi á Íslandi fyrir skattfé og kostað rekstur þeirra. Notkun veganna hefur síðan verið gjaldfrjáls en gjald hefur verið lagt á eldsneytið, bensín og díselolíu. Þetta gjald er nú orðinn almennur skattur sem spornar gegn mestu ógn jarðarinnar, loftslagshlýnun. Þessi skattur er ekki lengur eyrnamerktur vegagerð frekar en aðrir almennir skattar eru eyrnamerktir ákveðnum útgjöldum. Ef tekið er veggjald í dýrum samgöngumannvirkjum svo sem jarðgöngum má spyrja hvað gjaldið eigi að greiða. Á það að greiða stofnkostnaðinn? Eða rekstrarkostnaðinn? Eða hvort tveggja? Þar sem jarðgöng eru óhemju dýr í framkvæmd er réttlætanlegt að nota veggjald til að greiða stofnkostnaðinn. En eru rök fyrir því að veggjald eigi einnig að borga rekstrarkostnaðinn? Eins og áður sagði er hefðin í vegagerð að hvort tveggja er greitt úr ríkissjóði, stofnkostnaðurinn og rekstrarkostnaðurinn og það er stórt skref að láta vegfarendur greiða stofnkostnaðinn þótt rekstrarkostnaðurinn væri áfram greiddur úr ríkissjóði. Stofnkostnaðurinn eru stóru peningarnir, reksturinn eru litlu peningarnir. Rekstrarkostnaður vegganga felst fyrst og fremst í rafmagni vegna lýsingar og fl., viðhaldi á búnaði og endurmalbikun. Malbikið endist betur í jarðgöngum en á almennum vegum. Lýsing er víða á vegum, ekki bara í jarðgöngum. Veggöng leiða síðan nánast alltaf af sér lægri rekstrarkostnað á veginum sem göngin leysa af hólmi. Það þarf vetrarþjónustu á öllu vegakerfinu nema í jarðgöngum. Því má spyrja: er sanngjarnt að vegfarendur jarðganga greiði rekstur þeirra? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða lýsingu heldur en vegfarendur á öðrum upplýstum vegum, t.d. Keflavíkurveginum? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða fyrir endurmalbikun en aðrir, ekki síst þar sem sá kostnaður er minni í jarðgöngum? Auðvitað er í jarðgöngum ýmiss dýr búnaður sem er ekki á öðrum vegum en svarið blasir samt við. Það er ekki sanngjarnt að veggjald sé notað í rekstrarkostnað í veggöngum. Að minnsta kosti ekki nema að hluta. Veggjald ætti einungis að nota til að greiða stofnkostnaðinn. Að lokum verður að benda á hvað 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði á 15 árum er lágt. Frá því að hafið var að grafa Múlagöng á miðju ári 1988 hafa verið grafnir 49,6 km af veggöngum á landinu með framlagi úr ríkissjóði (Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng undanskilin). Á 34 árum hafa því verið grafnir um 1,5 km/ári að meðaltali. Með 25 Gkr á 15 árum yrði þessi tala lægri en 0,7 km/ári þar sem jarðgangakostnaður var um 2,5 Gkr/km áður en Rússar réðust á Úkraínu. Hann er hærri nú. Getum við Íslendingar, fleiri og ríkari en áður, ekki kostað úr ríkissjóði nema 0,7 km af jarðgöngum ár hvert? En gátum kostað 1,5 km/ári þegar við vorum færri og mun efnaminni? 25 Gkr á 15 árum úr ríkissjóði lýsir því áhugleysi á jarðgangagerð á Íslandi. Það er miður. Vonandi verður meiri áhugi sýndur í verki næstu ár. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun