Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. ágúst 2022 13:35 Tónleikum Lewis Capaldi sem átti að halda í dag var frestað með eins dags fyrirvara sem hefur ekki vakið mikla lukku. Getty/Gus Stewart Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. Viðburðafyrirtækið Reykjavík Live tilkynnti í gær á vefsíðu sinni og á Facebook að fyrirhuguðum tónleikum Lewis Capaldi í Laugardalshöll þann 23. ágúst yrði frestað vegna „vandamáls sem kom upp við framkvæmd“ tónleikanna. Tilkynning um frestunina barst því aðeins degi áður en tónleikarnir áttu að fara fram og eru margir óánægðir með vinnubrögð fyrirtækisins, bæði vegna þessa stutta fyrirvara og vegna þess að tilkynningin virðist hreinlega ekki hafa borist til sumra miðakaupenda. Keyptu flug til að komast á tónleikana Eflaust eru þó óánægðastir þeir dyggu aðdáendur Lewis Capaldi sem ætluðu að gera sér sérstaka leið utan af landi til að sjá tónleikana. Mörg þeirra höfðu keypt sér flugferð til að komast á tónleikana en sitja nú uppi með flugmiða sem er ekki hægt að fá endurgreidda og fjárhagslegt tjón sem getur numið tugum þúsunda. Við færslu Reykjavík Live á Facebook þar sem hún greindi frá frestuninni hafa ýmsir miðakaupendur tjáð óánægju sína og furðu með ákvörðunina. Þar á meðal er einn óánægður miðakaupandi sem spyr hvernig skipuleggjendur hyggist bæta þetta upp fyrir þá sem eru af landsbyggðinni, þá sem „voru að lenda með flugi í morgun, [eiga] bókaðan bílaleigubíl og annað?“ Enn fremur segir viðkomandi að „úps, sorrý - komdu bara aftur“ virki ekki fyrir fólk sem hafi eytt allt að hundrað þúsund krónum. Blaðamaður talaði við annan nafnlausan miðakaupenda sem hafði keypt flugmiða til að komast á tónleikana og glatað tugum þúsunda vegna frestunarinnar. Viðkomandi furðaði sig sérstaklega á því að skipuleggjendur gæfu ekki neina haldbæra afsökun fyrir frestuninni. Óleysanlegt vandamál olli frestuninni Blaðamaður hafði samband við Jón Bjarna Steinsson, forsvarsmann Reykjavík Live og skipuleggjenda tónleikanna, til að spyrja hann út í frestunina og forvitnast út í það hvað varð til þess að tónleikunum var frestað. „Það var vandamál sem kom upp sem ekki er hægt að leysa nema með nýjum tónleikum,“ sagði Jón Bjarni aðspurður út í það „vandamál“ sem Reykjavík Live nefndi í tilkynningu sinni. Inntur eftir frekari skýringum sagði Jón að það hefðu einfaldlega orðið mistök. „Stundum koma upp vandamál, yfirleitt erum við frekar opin með það sem kemur upp á en ekki í þessu tilfelli,“ sagði Jón. Reykjavík Live hyggst tilkynna um nýja dagsetningu tónleikanna á næstunni.Getty/Oleg Nikishin „Allir miðarnir munu gilda á nýja tónleika og þeir sem vilja fá endurgreitt munu fá endurgreitt,“ sagði Jón og bætti við að þegar skipuleggjendur myndu tilkynna um nýja dagsetningu tónleikanna þá fái fólk að vita hvernig það eigi að bera sig að til að fá endurgreitt. „Við vildum vera örugg með að við fengjum nýja dagsetningu,“ segir hann og að í gærmorgun hafi þau fengið að vita að þau gætu lofað nýrri dagsetningu. Þegar hún verði endanlega staðfest muni skipuleggjendur svo „fara betur yfir þetta allt saman. En þetta er ógeðslega leiðinlegt.“ Aðspurður út í hvenær fólk megi búast við því að tónleikarnir fari fram sagði Jón Bjarni að vandamálið væri aðallega að það væri svo lítið laust í Laugardalshöll. Skipuleggjendur væru búnir að finna nýja dagsetningu með listamanninum, það ætti bara eftir að ljúka við nýja samninga. Hins vegar væri ekki enn hægt að staðfesta dagsetninguna endanlega en það væri von á tilkynningu á næstu dögum. Ætla að endurgreiða kostnað Þegar blaðamaður spurði Jón hvort það væri ekki vont að fresta tónleikum með svo stuttum fyrirvara sagði hann „Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því og við erum búin að safna upplýsingum, af samfélagsmiðlum og í gegnum tölvupósta.“ Þá segir Jón að einhverjir hafi lent í því að vera með bókuð flug og annan kostnað sem þau geti ekki fengið endurgreiddan. Skipuleggjendur séu búnir að hringja og athuga hvernig þau geti bætt fólki það tap upp. Þegar þau verða komin með nýja dagsetningu ætli þau sér að gera það, hvort sem það verði í gegnum samningaviðræður við flugfélögin eða eftir öðrum leiðum. „Við munum finna leiðir til þess að fólk verði ekki óánægt,“ bætir hann svo við. Þá segir Jón að þau geri sér grein fyrir því að þetta sé of stuttur fyrirvari og ömurlegt fyrir alla, ekki síst sjálfa skipuleggjendurna. Gátu ekki tilkynnt fyrr en degi fyrr Þegar blaðamaður spurði þá hvort ekki hefði verið hægt að greina frá frestuninni fyrr sagði Jón að þau vandamál sem spruttu upp hafi komið í veg fyrir það. Skipuleggjendur hafi jafnframt ekki viljað fara út með yfirlýsingu fyrr en þau gátu lofað nýjum tónleikum og það þurfti að vinna með höllinni, listamanninum og umboðsmanninum. Það hafi verið mikið púsl. „Það var ekki fyrr en við fengum ókei á að við gætum lofað nýjum tónleikunum sem við þorðum að fara út og segja að við ætluðum að fresta tónleikunum. Ef við hefðum ekki gert það þá hefðum við sagt „Við erum að hætta við tónleikana“ sem er ekki eitthvað sem við ætluðum að gera,“ sagði Jón um ástæðurnar fyrir stuttum fyrirvaranum. Þess má geta að Reykjavík Live hefur áður lent í erfiðleikum með tónleika erlendra tónlistarmanna en þau þurftu að aflýsa tónleikum hljómsveitarinnar TLC sem voru fyrirhugaðir í sumar. Jón sagði að núverandi tónleikar væru þó ekki sambærilegir tónleikum TLC enda hefðu veikindi eins meðlims TLC komið í veg fyrir tónleikaferðalag þeirra. Þess vegna þurfti að aflýsa þeim en ekki fresta eins og í tilviki Lewis Capaldi. Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15 Lewis Capaldi mætir til Íslands í ágúst Lewis Capaldi heldur tónleika í Laugardalshöll þann 23. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Live. 5. maí 2022 14:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Viðburðafyrirtækið Reykjavík Live tilkynnti í gær á vefsíðu sinni og á Facebook að fyrirhuguðum tónleikum Lewis Capaldi í Laugardalshöll þann 23. ágúst yrði frestað vegna „vandamáls sem kom upp við framkvæmd“ tónleikanna. Tilkynning um frestunina barst því aðeins degi áður en tónleikarnir áttu að fara fram og eru margir óánægðir með vinnubrögð fyrirtækisins, bæði vegna þessa stutta fyrirvara og vegna þess að tilkynningin virðist hreinlega ekki hafa borist til sumra miðakaupenda. Keyptu flug til að komast á tónleikana Eflaust eru þó óánægðastir þeir dyggu aðdáendur Lewis Capaldi sem ætluðu að gera sér sérstaka leið utan af landi til að sjá tónleikana. Mörg þeirra höfðu keypt sér flugferð til að komast á tónleikana en sitja nú uppi með flugmiða sem er ekki hægt að fá endurgreidda og fjárhagslegt tjón sem getur numið tugum þúsunda. Við færslu Reykjavík Live á Facebook þar sem hún greindi frá frestuninni hafa ýmsir miðakaupendur tjáð óánægju sína og furðu með ákvörðunina. Þar á meðal er einn óánægður miðakaupandi sem spyr hvernig skipuleggjendur hyggist bæta þetta upp fyrir þá sem eru af landsbyggðinni, þá sem „voru að lenda með flugi í morgun, [eiga] bókaðan bílaleigubíl og annað?“ Enn fremur segir viðkomandi að „úps, sorrý - komdu bara aftur“ virki ekki fyrir fólk sem hafi eytt allt að hundrað þúsund krónum. Blaðamaður talaði við annan nafnlausan miðakaupenda sem hafði keypt flugmiða til að komast á tónleikana og glatað tugum þúsunda vegna frestunarinnar. Viðkomandi furðaði sig sérstaklega á því að skipuleggjendur gæfu ekki neina haldbæra afsökun fyrir frestuninni. Óleysanlegt vandamál olli frestuninni Blaðamaður hafði samband við Jón Bjarna Steinsson, forsvarsmann Reykjavík Live og skipuleggjenda tónleikanna, til að spyrja hann út í frestunina og forvitnast út í það hvað varð til þess að tónleikunum var frestað. „Það var vandamál sem kom upp sem ekki er hægt að leysa nema með nýjum tónleikum,“ sagði Jón Bjarni aðspurður út í það „vandamál“ sem Reykjavík Live nefndi í tilkynningu sinni. Inntur eftir frekari skýringum sagði Jón að það hefðu einfaldlega orðið mistök. „Stundum koma upp vandamál, yfirleitt erum við frekar opin með það sem kemur upp á en ekki í þessu tilfelli,“ sagði Jón. Reykjavík Live hyggst tilkynna um nýja dagsetningu tónleikanna á næstunni.Getty/Oleg Nikishin „Allir miðarnir munu gilda á nýja tónleika og þeir sem vilja fá endurgreitt munu fá endurgreitt,“ sagði Jón og bætti við að þegar skipuleggjendur myndu tilkynna um nýja dagsetningu tónleikanna þá fái fólk að vita hvernig það eigi að bera sig að til að fá endurgreitt. „Við vildum vera örugg með að við fengjum nýja dagsetningu,“ segir hann og að í gærmorgun hafi þau fengið að vita að þau gætu lofað nýrri dagsetningu. Þegar hún verði endanlega staðfest muni skipuleggjendur svo „fara betur yfir þetta allt saman. En þetta er ógeðslega leiðinlegt.“ Aðspurður út í hvenær fólk megi búast við því að tónleikarnir fari fram sagði Jón Bjarni að vandamálið væri aðallega að það væri svo lítið laust í Laugardalshöll. Skipuleggjendur væru búnir að finna nýja dagsetningu með listamanninum, það ætti bara eftir að ljúka við nýja samninga. Hins vegar væri ekki enn hægt að staðfesta dagsetninguna endanlega en það væri von á tilkynningu á næstu dögum. Ætla að endurgreiða kostnað Þegar blaðamaður spurði Jón hvort það væri ekki vont að fresta tónleikum með svo stuttum fyrirvara sagði hann „Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því og við erum búin að safna upplýsingum, af samfélagsmiðlum og í gegnum tölvupósta.“ Þá segir Jón að einhverjir hafi lent í því að vera með bókuð flug og annan kostnað sem þau geti ekki fengið endurgreiddan. Skipuleggjendur séu búnir að hringja og athuga hvernig þau geti bætt fólki það tap upp. Þegar þau verða komin með nýja dagsetningu ætli þau sér að gera það, hvort sem það verði í gegnum samningaviðræður við flugfélögin eða eftir öðrum leiðum. „Við munum finna leiðir til þess að fólk verði ekki óánægt,“ bætir hann svo við. Þá segir Jón að þau geri sér grein fyrir því að þetta sé of stuttur fyrirvari og ömurlegt fyrir alla, ekki síst sjálfa skipuleggjendurna. Gátu ekki tilkynnt fyrr en degi fyrr Þegar blaðamaður spurði þá hvort ekki hefði verið hægt að greina frá frestuninni fyrr sagði Jón að þau vandamál sem spruttu upp hafi komið í veg fyrir það. Skipuleggjendur hafi jafnframt ekki viljað fara út með yfirlýsingu fyrr en þau gátu lofað nýjum tónleikum og það þurfti að vinna með höllinni, listamanninum og umboðsmanninum. Það hafi verið mikið púsl. „Það var ekki fyrr en við fengum ókei á að við gætum lofað nýjum tónleikunum sem við þorðum að fara út og segja að við ætluðum að fresta tónleikunum. Ef við hefðum ekki gert það þá hefðum við sagt „Við erum að hætta við tónleikana“ sem er ekki eitthvað sem við ætluðum að gera,“ sagði Jón um ástæðurnar fyrir stuttum fyrirvaranum. Þess má geta að Reykjavík Live hefur áður lent í erfiðleikum með tónleika erlendra tónlistarmanna en þau þurftu að aflýsa tónleikum hljómsveitarinnar TLC sem voru fyrirhugaðir í sumar. Jón sagði að núverandi tónleikar væru þó ekki sambærilegir tónleikum TLC enda hefðu veikindi eins meðlims TLC komið í veg fyrir tónleikaferðalag þeirra. Þess vegna þurfti að aflýsa þeim en ekki fresta eins og í tilviki Lewis Capaldi.
Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15 Lewis Capaldi mætir til Íslands í ágúst Lewis Capaldi heldur tónleika í Laugardalshöll þann 23. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Live. 5. maí 2022 14:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15
Lewis Capaldi mætir til Íslands í ágúst Lewis Capaldi heldur tónleika í Laugardalshöll þann 23. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Live. 5. maí 2022 14:26