„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2022 13:29 Hallgerður var formaður Dýraverndarsambands Íslands frá 2014 til 2022. Aðsend Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Daginn áður hafði Kasper bitið mann. Fjölskyldan fékk ekki að vita að til stæði að aflífa hundinn fyrr en aðgerð á honum var hafin, í öðru bæjarfélagi. Hallgerður Hauksdóttir var formaður Dýraverndarsambands Íslands á árunum 2014 til 2022, og segir málið eitt það versta sinnar tegundar sem hún hefur séð. „En það eru nokkrar víddir í þessu máli. Ein er félagslega víddin, sem snýst um staðsetningu hundsins innan fjölskyldunnar. Þessi fjölskylda hefur tjáð sig mjög skýrt um það að þarna er fjölskyldumeðlimur tekinn af þeim og aflífaður,“ segir Hallgerður, sem nú leggur stund á mannfræðinám, með áherslu á félagslegt hlutverk gæludýra. Spyr hvort haft hafi verið samband við dýralækni Annað sem málið varpi ljósi á sé sjálfdæmi sveitarfélaga þegar kemur að gæludýrum. „Það eru ekki samræmdar reglur um hvernig er brugðist við svona málum, heldur getur sveitarstjórn á hverjum stað tekið alls konar ákvarðanir um hvernig eigi að haga þessu.“ Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald er heimilt að aflífa hunda sem ráðast á menn eða skepnur, að höfðu samráði við dýralækni. „Og í þessu tilfelli þá spyr ég: Var haft samband við dýralækni? Ég myndi vilja fá að sjá hvert mat dýralæknis var, og á hverju hann byggir það. Ef það er fyrir hendi,“ segir Hallgerður, sem telur ekki líklegt að dýralæknir hefði getað tekið upplýsta ákvörðun um málið á þeim tíma frá því hundurinn var tekinn frá fjölskyldunni og þar til hann var aflífaður. Miklu máli skipti hvort haft hafi verið samráð við dýralækni eða ekki. Hvort sem það var gert eða ekki sé framkvæmdin þó ekki góð að hennar mati. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur. Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur,“ segir Hallgerður. Hundar Gæludýr Dýr Fjallabyggð Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Daginn áður hafði Kasper bitið mann. Fjölskyldan fékk ekki að vita að til stæði að aflífa hundinn fyrr en aðgerð á honum var hafin, í öðru bæjarfélagi. Hallgerður Hauksdóttir var formaður Dýraverndarsambands Íslands á árunum 2014 til 2022, og segir málið eitt það versta sinnar tegundar sem hún hefur séð. „En það eru nokkrar víddir í þessu máli. Ein er félagslega víddin, sem snýst um staðsetningu hundsins innan fjölskyldunnar. Þessi fjölskylda hefur tjáð sig mjög skýrt um það að þarna er fjölskyldumeðlimur tekinn af þeim og aflífaður,“ segir Hallgerður, sem nú leggur stund á mannfræðinám, með áherslu á félagslegt hlutverk gæludýra. Spyr hvort haft hafi verið samband við dýralækni Annað sem málið varpi ljósi á sé sjálfdæmi sveitarfélaga þegar kemur að gæludýrum. „Það eru ekki samræmdar reglur um hvernig er brugðist við svona málum, heldur getur sveitarstjórn á hverjum stað tekið alls konar ákvarðanir um hvernig eigi að haga þessu.“ Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald er heimilt að aflífa hunda sem ráðast á menn eða skepnur, að höfðu samráði við dýralækni. „Og í þessu tilfelli þá spyr ég: Var haft samband við dýralækni? Ég myndi vilja fá að sjá hvert mat dýralæknis var, og á hverju hann byggir það. Ef það er fyrir hendi,“ segir Hallgerður, sem telur ekki líklegt að dýralæknir hefði getað tekið upplýsta ákvörðun um málið á þeim tíma frá því hundurinn var tekinn frá fjölskyldunni og þar til hann var aflífaður. Miklu máli skipti hvort haft hafi verið samráð við dýralækni eða ekki. Hvort sem það var gert eða ekki sé framkvæmdin þó ekki góð að hennar mati. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur. Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur,“ segir Hallgerður.
Hundar Gæludýr Dýr Fjallabyggð Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira