Án Jóns Axels gegn heimsmeisturunum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 12:31 Jón Axel Guðmundsson í leik gegn Ítalíu fyrr í undankeppninni, sem Ísland vann eftir tvöfalda framlengingu. VÍSIR/BÁRA Íslenska landsliðið í körfubolta verður án tveggja fastamanna þegar liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Spánar á útivelli í undankeppni HM. Martin Hermannsson sleit krossband í hné í vor og mun því ekki spila meiri körfubolta á þessu ári. Craig Pedersen landsliðsþjálfari sagði svo frá því á RÚV í dag að Jón Axel Guðmundsson yrði ekki með á Spáni í kvöld vegna minni háttar bakmeiðsla, en að vonandi yrði hann með gegn Úkraínu í Ólafssal á laugardaginn. Þar með ætti Ragnar Ágúst Nathanaelsson að koma inn í íslenska hópinn. Þrír úr NBA-deildinni Ljóst er að nær óvinnandi verk bíður Íslands í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Í æfingahópi Spánverja fyrir leikinn eru meðal annars þrír leikmenn úr NBA-deildinni; bræðurnir Juancho og Willy Hernangómez, sem spila með Toronto Raptors og New Orleans Pelicans, og Usman Garuba úr Houston Rockets. Fleiri frábærir leikmenn eru í liðinu eins og leikstjórnandinn Lorenzo Brown sem fékk spænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Spáni eða eiga nokkur tengsl við landið. Möguleiki á að komast á HM í fyrsta sinn Ísland er nú að hefja leik á seinna stigi undankeppni HM. Ljóst er að Ísland á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en ætla má að það velti á úrslitum í öðrum leikjum en útileik gegn heimsmeisturunum. Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu.Skjáskot/Wikipedia Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Martin Hermannsson sleit krossband í hné í vor og mun því ekki spila meiri körfubolta á þessu ári. Craig Pedersen landsliðsþjálfari sagði svo frá því á RÚV í dag að Jón Axel Guðmundsson yrði ekki með á Spáni í kvöld vegna minni háttar bakmeiðsla, en að vonandi yrði hann með gegn Úkraínu í Ólafssal á laugardaginn. Þar með ætti Ragnar Ágúst Nathanaelsson að koma inn í íslenska hópinn. Þrír úr NBA-deildinni Ljóst er að nær óvinnandi verk bíður Íslands í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Í æfingahópi Spánverja fyrir leikinn eru meðal annars þrír leikmenn úr NBA-deildinni; bræðurnir Juancho og Willy Hernangómez, sem spila með Toronto Raptors og New Orleans Pelicans, og Usman Garuba úr Houston Rockets. Fleiri frábærir leikmenn eru í liðinu eins og leikstjórnandinn Lorenzo Brown sem fékk spænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Spáni eða eiga nokkur tengsl við landið. Möguleiki á að komast á HM í fyrsta sinn Ísland er nú að hefja leik á seinna stigi undankeppni HM. Ljóst er að Ísland á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en ætla má að það velti á úrslitum í öðrum leikjum en útileik gegn heimsmeisturunum. Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu.Skjáskot/Wikipedia Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira