Nýtum áfengisgjald í félagslega uppbyggingu handa þeim sem hljóta mestan skaða af áfengisneyslu Sanna Magdalena Mörtudóttir og Andrea Helgadóttir skrifa 26. ágúst 2022 14:33 Betra líf, mannúð og réttlæti Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi. Markmið tillögunnar var að gjörbylta lífsgæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Margir tóku jákvætt í efni tillögunnar og á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. október 2012 var fjallað um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða á fundinum árið 2012: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og innanríkisráðuneytið um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn“. Efni tillögunnar fékk mikinn meðbyr á meðal almennings enda hljótum við öll að geta verið sammála um samfélagslegan ávinning okkar allra ef vel er staðið að þessu málefni. Hún fékk þó ekki brautargengi innan stjórnsýslunnar þrátt fyrir mikla yfirlýsingagleði og bókunarvilja embættis- og stjórnmálamanna. Áfengisgjald ætti að nýta í öll þau verkefni sem snúa að því að leysa úr áfengisvandanum ekki aðeins hluta þeirra. Allir sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu greiða áfengisgjald í ríkissjóð. Á síðasta ári jukust þessar tekjur mikið og voru 2 milljörðum hærri en áætlað var, þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir í kringum 20,3 milljörðum í ríkiskassann. Covid setti strik í reikninginn þar sem fólk keypti meira áfengi, fór minna til útlanda og met voru sett í áfengissölu. En hver er helst að kaupa og drekka áfengi hér á landi? Áfengisneysla landsmanna er mismikil. Í könnun sem Gallup gerði fyrir hönd landlæknisembættisins árið 2021 sögðust 35% drekka áfengi í hverri viku og tæpur fjórðungur féll undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Ljóst er að áfengisgjaldinu sem rennur í ríkissjóð er haldið uppi af tiltölulega litlum hópi fólks sem er í mikilli hættu á að glíma við alvarlegar afleiðingar ofneyslu áfengis ef það er ekki nú þegar byrjað að hljóta skaða af. Skaðsemi áfengis getur verið gríðarleg og mjög víðtæk fyrir þau sem falla í ofneyslu þess, sem og fyrir aðstandendur þeirra. Nærsamfélagið hefur ýmis félagsleg bjargráð til handa þeim sem þurfa á stuðningi að halda til skamms eða lengri tíma. Við vitum þó að þörf er á auknu fjármagni til að hægt sé að beita þeim svo sómi sé af. Gistiskýli þurfa að standa öllum sem eru án húsaskjóls til boða, þar sem engum er vísað frá vegna plássleysis. Enginn á að þurfa að bíða til lengdar eftir heimili sem hentar þeim og þeirra þörfum. Þar að auki er nauðsynlegt að geta ávallt boðið börnum og aðstandendum þeirra sem eru með áfengis- og vímuefnavanda ráðgjöf og stuðning. Ekkert af áfengisgjaldinu rennur hinsvegar til sveitarfélaganna sem sinna þessari mikilvægu þjónustu við þau sem verða fyrir skaða af ofneyslu áfengis. Sósíalistar í borgarstjórn hafa því lagt til að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að hefja viðræður við ríkið um að veita 10% af áfengisgjaldi til sveitarfélaganna. Mikilvægt er að unnið verði að því á vettvangi sveitarfélaganna að hluti af þeim fjárhagslega gróða sem hlýst af sölu áfengis, verði varið í félagslega uppbyggingu til að mæta þörfum þeirra sem fara halloka í viðskiptunum. Höfundar eru borgar- og varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Betra líf, mannúð og réttlæti Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi. Markmið tillögunnar var að gjörbylta lífsgæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Margir tóku jákvætt í efni tillögunnar og á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. október 2012 var fjallað um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða á fundinum árið 2012: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og innanríkisráðuneytið um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn“. Efni tillögunnar fékk mikinn meðbyr á meðal almennings enda hljótum við öll að geta verið sammála um samfélagslegan ávinning okkar allra ef vel er staðið að þessu málefni. Hún fékk þó ekki brautargengi innan stjórnsýslunnar þrátt fyrir mikla yfirlýsingagleði og bókunarvilja embættis- og stjórnmálamanna. Áfengisgjald ætti að nýta í öll þau verkefni sem snúa að því að leysa úr áfengisvandanum ekki aðeins hluta þeirra. Allir sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu greiða áfengisgjald í ríkissjóð. Á síðasta ári jukust þessar tekjur mikið og voru 2 milljörðum hærri en áætlað var, þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir í kringum 20,3 milljörðum í ríkiskassann. Covid setti strik í reikninginn þar sem fólk keypti meira áfengi, fór minna til útlanda og met voru sett í áfengissölu. En hver er helst að kaupa og drekka áfengi hér á landi? Áfengisneysla landsmanna er mismikil. Í könnun sem Gallup gerði fyrir hönd landlæknisembættisins árið 2021 sögðust 35% drekka áfengi í hverri viku og tæpur fjórðungur féll undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Ljóst er að áfengisgjaldinu sem rennur í ríkissjóð er haldið uppi af tiltölulega litlum hópi fólks sem er í mikilli hættu á að glíma við alvarlegar afleiðingar ofneyslu áfengis ef það er ekki nú þegar byrjað að hljóta skaða af. Skaðsemi áfengis getur verið gríðarleg og mjög víðtæk fyrir þau sem falla í ofneyslu þess, sem og fyrir aðstandendur þeirra. Nærsamfélagið hefur ýmis félagsleg bjargráð til handa þeim sem þurfa á stuðningi að halda til skamms eða lengri tíma. Við vitum þó að þörf er á auknu fjármagni til að hægt sé að beita þeim svo sómi sé af. Gistiskýli þurfa að standa öllum sem eru án húsaskjóls til boða, þar sem engum er vísað frá vegna plássleysis. Enginn á að þurfa að bíða til lengdar eftir heimili sem hentar þeim og þeirra þörfum. Þar að auki er nauðsynlegt að geta ávallt boðið börnum og aðstandendum þeirra sem eru með áfengis- og vímuefnavanda ráðgjöf og stuðning. Ekkert af áfengisgjaldinu rennur hinsvegar til sveitarfélaganna sem sinna þessari mikilvægu þjónustu við þau sem verða fyrir skaða af ofneyslu áfengis. Sósíalistar í borgarstjórn hafa því lagt til að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að hefja viðræður við ríkið um að veita 10% af áfengisgjaldi til sveitarfélaganna. Mikilvægt er að unnið verði að því á vettvangi sveitarfélaganna að hluti af þeim fjárhagslega gróða sem hlýst af sölu áfengis, verði varið í félagslega uppbyggingu til að mæta þörfum þeirra sem fara halloka í viðskiptunum. Höfundar eru borgar- og varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun