Tekur gagnrýni Reykjanesbæjar til sín og segir úrbætur á lokametrunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2022 13:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segist taka til sín gagnrýni meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um stöðu mála í móttöku flóttafólks og fólks í leit að vernd. Vinna við að fjölga sveitarfélögum sem taki á móti fólki sé á lokametrunum. Það muni létta mjög undir með þeim fáu sveitarfélögum sem hingað til hafi gert það. Í vikunni sendi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti óánægju með að ríkið þrýsti á sveitarfélagið um að taka við fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn til að sinna þjónustunni fylgdi með. Eins kallaði meirihlutinn eftir því að fleiri sveitarfélög yrðu fengin að borðinu. Þrjú sveitarfélög eru aðilar að samningu um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Auk þess verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Félagsmálaráðherra segir samfélagið standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokkinum, en unnið sé að því að fá fleiri sveitarfélög að borðinu. „Það er algjörlega á lokametrunum, sem mun bæði efla móttökuna í þeim sveitarfélögum sem þegar eru samstarfsaðilar ríkisins í að taka á móti fólki, en líka til þess að fjölga sveitarfélögum sem ættu að geta létt á þeim sveitarfélögum sem hingað til hafa verið í þessari þjónustu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Mörg sveitarfélög sem ekki hafi verið aðili að móttöku hafi sýnt vilja til að vera með. „Ég held að það séu um þrjátíu sveitarfélög sem sérstaklega hafi óskað eftir því að vera með.“ Gagnrýni meirihlutans í Reykjanesbæ sneri einnig að því að ríkið hefði tekið á leigu húsnæði á Ásbrú, fyrir yfir fjögur hundruð manns, án þess að hafa samráð við sveitarfélagið. Guðmundur Ingi segist skilja þá gagnrýni. „Ég tel að það sé mikilvægt að við getum dreift þessu jafnar á milli sveitarfélaganna. Þannig að ég tek þann punkt frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar til mín og við munum að sjálfsögðu skoða það núna í framhaldinu.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Reykjanesbær Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í vikunni sendi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti óánægju með að ríkið þrýsti á sveitarfélagið um að taka við fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn til að sinna þjónustunni fylgdi með. Eins kallaði meirihlutinn eftir því að fleiri sveitarfélög yrðu fengin að borðinu. Þrjú sveitarfélög eru aðilar að samningu um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Auk þess verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Félagsmálaráðherra segir samfélagið standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokkinum, en unnið sé að því að fá fleiri sveitarfélög að borðinu. „Það er algjörlega á lokametrunum, sem mun bæði efla móttökuna í þeim sveitarfélögum sem þegar eru samstarfsaðilar ríkisins í að taka á móti fólki, en líka til þess að fjölga sveitarfélögum sem ættu að geta létt á þeim sveitarfélögum sem hingað til hafa verið í þessari þjónustu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Mörg sveitarfélög sem ekki hafi verið aðili að móttöku hafi sýnt vilja til að vera með. „Ég held að það séu um þrjátíu sveitarfélög sem sérstaklega hafi óskað eftir því að vera með.“ Gagnrýni meirihlutans í Reykjanesbæ sneri einnig að því að ríkið hefði tekið á leigu húsnæði á Ásbrú, fyrir yfir fjögur hundruð manns, án þess að hafa samráð við sveitarfélagið. Guðmundur Ingi segist skilja þá gagnrýni. „Ég tel að það sé mikilvægt að við getum dreift þessu jafnar á milli sveitarfélaganna. Þannig að ég tek þann punkt frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar til mín og við munum að sjálfsögðu skoða það núna í framhaldinu.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Reykjanesbær Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira