Paul Pogba kúgaður af bróður sínum í skipulagðri glæpastarfsemi Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 07:00 Paul Pogba var heimsmeistari með Frakklandi árið 2018. Hann fær ekki að spila aftur með franska landsliðinu ef það sem bróðir hans segir sé satt. Matthias Hangst/Getty Images Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hótar að afhjúpa upplýsingar um bróður sinn sem myndu fá alla stuðningsmenn Pogba til að snúast gegn honum. Þetta segir Mathias í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum sínum á laugardaginn. Mathias segist þar ætla að deila með umheiminum upplýsingum sem yrðu til þess að Paul myndi missa sætið sitt í landsliðshópi Frakka. Enn fremur séu þetta upplýsingar sem myndu fá alla styrktaraðila Paul til að hætta samstarfinu og alla stuðningsmenn leikmannsins til að snúast gegn honum. Mathias les yfirlýsingu sína upp á fjórum mismunandi tungumálum. Mathias segist líka vera með gögn sem myndu hvorki líta vel út fyrir Kylian Mbappe né Rafaela Pimenta, umboðsmann Paul Pogba. View this post on Instagram A post shared by Mathias Pogba (@mathiaspogbaofficial) Seint í gærkvöldi greindu franskir miðlar svo frá því að Paul Pogba hefði verið handsamaður af glæpagengi í Frakklandi í mars á þessu ári. Hann hafi verið dregin inn í íbúð í París af hópi manna og einhverjir þeirra verið vopnaðir hríðskotabyssum og reynt að rukka Paul Pogba um 13 milljónir evra. Paul Pogba telur sig vita að æskuvinir hans séu í þessu glæpagengi en hann hefur séð þá aftur bæði í Manchester og svo aftur nýlega hjá æfingasvæði Juventus í Tórínó. Í Tórínó var Mathias Pogba með þessum sama hópi af mönnum, að sögn Paul Pogba. Lögmenn Paul Pogba birtu yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja hótanir Mathias Pogba ekki koma þeim á óvart, að þetta sé hluti af hótunum og fjárkúgun hóps manna með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Ítalski boltinn Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Þetta segir Mathias í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum sínum á laugardaginn. Mathias segist þar ætla að deila með umheiminum upplýsingum sem yrðu til þess að Paul myndi missa sætið sitt í landsliðshópi Frakka. Enn fremur séu þetta upplýsingar sem myndu fá alla styrktaraðila Paul til að hætta samstarfinu og alla stuðningsmenn leikmannsins til að snúast gegn honum. Mathias les yfirlýsingu sína upp á fjórum mismunandi tungumálum. Mathias segist líka vera með gögn sem myndu hvorki líta vel út fyrir Kylian Mbappe né Rafaela Pimenta, umboðsmann Paul Pogba. View this post on Instagram A post shared by Mathias Pogba (@mathiaspogbaofficial) Seint í gærkvöldi greindu franskir miðlar svo frá því að Paul Pogba hefði verið handsamaður af glæpagengi í Frakklandi í mars á þessu ári. Hann hafi verið dregin inn í íbúð í París af hópi manna og einhverjir þeirra verið vopnaðir hríðskotabyssum og reynt að rukka Paul Pogba um 13 milljónir evra. Paul Pogba telur sig vita að æskuvinir hans séu í þessu glæpagengi en hann hefur séð þá aftur bæði í Manchester og svo aftur nýlega hjá æfingasvæði Juventus í Tórínó. Í Tórínó var Mathias Pogba með þessum sama hópi af mönnum, að sögn Paul Pogba. Lögmenn Paul Pogba birtu yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja hótanir Mathias Pogba ekki koma þeim á óvart, að þetta sé hluti af hótunum og fjárkúgun hóps manna með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.
Ítalski boltinn Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira