„Þetta var mjög slæmur tími“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2022 12:00 Aron Rafn Eðvarðsson hefur síðastliðinn mánuð byrjað að hjóla á þrekhjóli en virðist eiga langt í land með að spila handbolta á nýjan leik. Það ætlar hann sér þó að gera. Stöð 2 Aron Rafn Eðvarðsson, einn besti handboltamarkvörður landsins um langt árabil, fékk bolta í höfuðið í byrjun mars og hefur síðan þá lítið getað æft handbolta eða stundað vinnu. Fyrstu vikurnar eftir höggið voru sérstaklega slæmar. „Þetta er búinn að vera mjög strembinn tími,“ segir Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson, á þrekhjóli á Ásvöllum. Hann er leikmaður Hauka en ólíklegt er að hann spili nokkuð fyrir liðið í vetur eftir enn eitt alvarlega höfuðhöggið á sínum ferli. „Fyrstu sex vikurnar [eftir höggið í mars] gat ég varla farið út úr húsi. Ég var bara rúmliggjandi og var með mjög mikla ljósfælni. Þetta var mjög slæmur tími. Síðan er þetta búið að vera stigvaxandi. Ég get núna sinnt vinnu, hugsað um barnið mitt og sinnt þessum helstu heimilisstörfum heima. En það er það mesta sem ég get gert í dag,“ segir Aron sem er raunar rétt byrjaður að geta hjóla á þrekhjóli: Höfuðverkur, ógleði og svimi við að hjóla „Ég byrjaði á því 25. júlí, hjólaði löturhægt og þurfti að hætta því ég fékk bara höfuðverk, ógleði og svima. Allt sem þessum leiðindum fylgja. Í þessum tilvikum getur þetta verið allt frá tveimur vikum og upp í mörg ár. Þetta er erfitt og sérstaklega núna þegar handboltinn er að byrja. Þá kitlar mann svakalega í að fá að vera með. En svo hugsar maður líka um að það er margt annað þarna úti sem ég get gert. Það er ekki bara handbolti. Svo er líka margt annað í kringum handboltann eins og ég hef hallað mér meira að eftir að ég komst á lappir. Það er til dæmis markmannsþjálfun og að nýta mína reynslu til að kenna öðrum. Það er þannig sem ég lít á alla vega þetta tímabil,“ segir Aron Rafn sem er hins vegar ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna, og ekki hræddur við að snúa aftur á völlinn þegar heilsan leyfir. Hann vinnur að því: „Já, alveg klárlega. Ég er búinn að vera í stöðugum samskiptum við Elís Þór Rafnsson [sjúkraþjálfara] sem er búinn að hjálpa mér mjög mikið. Ég er reglulegur gestur hjá honum uppi í Orkuhúsi og við höldum áfram að þrjóskast saman,“ segir Aron. Klippa: Aron Rafn og höfuðmeiðslin Skot í höfuð hluti af starfslýsingunni En er það þannig að hann sjái fyrir endann á þessu? „Ekki eins og staðan er í dag, nei. Mér finnst ólíklegt að ég spili aftur… Ég veit það ekki. Mig langar ekki að segja þessi orð. En það er stundum þannig að maður þarf að líta á raunveruleikann og sætta sig við hann Eins og ég hef alltaf sagt þá er þetta hluti af starfslýsingu markvarða. Hérna áður fyrr fögnuðum við bara mest þegar við fengum boltann í höfuðið. En afleiðingarnar geta verið mjög vondar og slæmar, eins og í mínu tilviki og margra annarra sem hafa fengið boltann í höfuðið,“ segir Aron. Aron Rafn Eðvarðsson hefur verið frá keppni síðan í byrjun mars.Vísir/Vilhelm Fyrsti heilahristingurinn eftir viljandi skot í höfuðið Aðspurður hvort að hann telji að mögulega reyni leikmenn stundum að skjóta í átt að höfði markvarða, til að losna við þá úr markinu, segir Aron: „Ég trúi því ekki að það séu menn sem reyna að skjóta í hausinn á markmönnunum en það eru ábyggilega einhverjir þarna úti sem vilja taka markmanninn út með því að skjóta í hausinn á þeim. Ég veit það fyrir víst að þegar ég fékk minn fyrsta heilahristing þá var það frá leikmanni sem spilaði þá með Vardar, sem ég hafði varið mörg skot frá, og hann ákvað að hann vildi taka mig úr leik og skaut í höfuðið á mér. Það eru því enn einhverjir þarna úti sem reyna að taka markmanninn út á þennan hátt, en ég held nú að flestir séu að reyna að skora þegar þeir skjóta í kringum hausinn.“ Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
„Þetta er búinn að vera mjög strembinn tími,“ segir Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson, á þrekhjóli á Ásvöllum. Hann er leikmaður Hauka en ólíklegt er að hann spili nokkuð fyrir liðið í vetur eftir enn eitt alvarlega höfuðhöggið á sínum ferli. „Fyrstu sex vikurnar [eftir höggið í mars] gat ég varla farið út úr húsi. Ég var bara rúmliggjandi og var með mjög mikla ljósfælni. Þetta var mjög slæmur tími. Síðan er þetta búið að vera stigvaxandi. Ég get núna sinnt vinnu, hugsað um barnið mitt og sinnt þessum helstu heimilisstörfum heima. En það er það mesta sem ég get gert í dag,“ segir Aron sem er raunar rétt byrjaður að geta hjóla á þrekhjóli: Höfuðverkur, ógleði og svimi við að hjóla „Ég byrjaði á því 25. júlí, hjólaði löturhægt og þurfti að hætta því ég fékk bara höfuðverk, ógleði og svima. Allt sem þessum leiðindum fylgja. Í þessum tilvikum getur þetta verið allt frá tveimur vikum og upp í mörg ár. Þetta er erfitt og sérstaklega núna þegar handboltinn er að byrja. Þá kitlar mann svakalega í að fá að vera með. En svo hugsar maður líka um að það er margt annað þarna úti sem ég get gert. Það er ekki bara handbolti. Svo er líka margt annað í kringum handboltann eins og ég hef hallað mér meira að eftir að ég komst á lappir. Það er til dæmis markmannsþjálfun og að nýta mína reynslu til að kenna öðrum. Það er þannig sem ég lít á alla vega þetta tímabil,“ segir Aron Rafn sem er hins vegar ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna, og ekki hræddur við að snúa aftur á völlinn þegar heilsan leyfir. Hann vinnur að því: „Já, alveg klárlega. Ég er búinn að vera í stöðugum samskiptum við Elís Þór Rafnsson [sjúkraþjálfara] sem er búinn að hjálpa mér mjög mikið. Ég er reglulegur gestur hjá honum uppi í Orkuhúsi og við höldum áfram að þrjóskast saman,“ segir Aron. Klippa: Aron Rafn og höfuðmeiðslin Skot í höfuð hluti af starfslýsingunni En er það þannig að hann sjái fyrir endann á þessu? „Ekki eins og staðan er í dag, nei. Mér finnst ólíklegt að ég spili aftur… Ég veit það ekki. Mig langar ekki að segja þessi orð. En það er stundum þannig að maður þarf að líta á raunveruleikann og sætta sig við hann Eins og ég hef alltaf sagt þá er þetta hluti af starfslýsingu markvarða. Hérna áður fyrr fögnuðum við bara mest þegar við fengum boltann í höfuðið. En afleiðingarnar geta verið mjög vondar og slæmar, eins og í mínu tilviki og margra annarra sem hafa fengið boltann í höfuðið,“ segir Aron. Aron Rafn Eðvarðsson hefur verið frá keppni síðan í byrjun mars.Vísir/Vilhelm Fyrsti heilahristingurinn eftir viljandi skot í höfuðið Aðspurður hvort að hann telji að mögulega reyni leikmenn stundum að skjóta í átt að höfði markvarða, til að losna við þá úr markinu, segir Aron: „Ég trúi því ekki að það séu menn sem reyna að skjóta í hausinn á markmönnunum en það eru ábyggilega einhverjir þarna úti sem vilja taka markmanninn út með því að skjóta í hausinn á þeim. Ég veit það fyrir víst að þegar ég fékk minn fyrsta heilahristing þá var það frá leikmanni sem spilaði þá með Vardar, sem ég hafði varið mörg skot frá, og hann ákvað að hann vildi taka mig úr leik og skaut í höfuðið á mér. Það eru því enn einhverjir þarna úti sem reyna að taka markmanninn út á þennan hátt, en ég held nú að flestir séu að reyna að skora þegar þeir skjóta í kringum hausinn.“
Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira