Víxlhækkanir vaxta og verðlags Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2022 15:01 Nú er enn ein stýrivaxtahækkunin orðin að veruleika og eru stýrivextir á Íslandi orðnir fimm og hálft prósent. Í nágrannalöndum okkar þar sem verðbólga er svipuð og hér eru stýrivextir frá núll komma einu prósenti uppí tvö og hálft. Ýmsar ástæður eru tilgreindar vegna hárrar verðbólgu í heiminum en þær helstu lúta að áhrifum af nýliðnum heimsfaraldri og stríði Rússa á hendur Úkraínumönnum. Hér á landi eru ástæður hárrar verðbólgu nokkuð aðrar. Undanfarin allmörg ár hefur s.k. húsnæðisliður borið uppi verðlagshækkanir og lagst eins og farg á skuldara einkum þá sem fest hafa kaup á húsnæði í fyrsta sinn. Nú um stundir stendur húsnæðisliðurinn undir 40 hundraðshlutum verðlagshækkana. Án breytinga á þessum grunni mun sami húsnæðisliður viðhalda verðbólgu um fyrirsjáanlega framtíð. Engu mun skipta þó stríðsátökum linni og erlendar verðhækkanir dvíni húsnæðisliðurinn mun enn um stund sjá til þess að verðbólga verði hér hærri en í nágrannaríkjum. Rétt er að benda á að húsnæðisliðurinn eins og hann er reiknaður hér er ekki í fullu samræmi við samevrópskan útreikning. Miðflokkurinn lagði til árið 2018 að húsnæðisliður yrði felldur úr neysluvísitöluútreikningi og hefur ánýjað það síðan. Ríkjandi meirihluti á Alþingi hefur ekki tekið undir. Núverandi seðlabankastjóri og viðhengi hans virtust nokkuð undrandi við síðustu vaxtaákvörðun á því að innlend verðbólga færi vaxandi. Þeir vísu menn ættu að spyrja sig hvert fyrirtæki á Íslandi eigi að velta kostnaðarhækkunum sínum vegna fyrri vaxtaákvarðana S.Í. annað en út í verðlagið. Í því sambandi má benda á nýlegt sjónvarpsviðtal við byggingameistara sem sagði að þar sem fjármögnun yrði sífellt dýrari myndi það skila sér í hærra íbúðaverði. Það skilar sér svo í hækkun húsnæðisliðar í neysluvísitölu. Ákafar stýrivaxtahækkanir hér eru því líkar hundi sem eltist við skottið á sér. Seðlabankastjóri ætti einnig að spara sér að tala niður til íslenskra heimila með hvatningu um að eiga borð fyrir báru og setja upp svip vegna þess að heimilin hafa gengið á sparnað sinn. Sífellt fleiri ná ekki endum saman við hver mánaðamót nú en fyrr vegna aukinnar verðbólgu ekki síst þeir sem leigja á fákeppnisleigumarkaði. Nýjasta stýrivaxtahækkunin er ekki sprek heldur gildur lurkur á verðbólgubál komandi missera. Það þarf ekki seðlabankastjóra eða viðhengi hans til að spá 11 -12 prósent verðbólgu hér á næstunni. Sú verðbólga er skilgetið afkvæmi nýorðinnar vaxtahækkunar. Erfitt er að sjá fyrir sér að hægt verði að koma stýrivöxtum niður úr þeim hæðum sem þeir eru nú í vegna þess hversu ákafar hækkanir hafa verið undanfarandi. Undirritaður vísar ekki til orða fyrrum seðlabankastjóra á hverjum degi en sá sagði stýrivaxtahækkanir hafa áhrif fyrst eftir átján mánuði. Verum því undirbúin undir ofurverðbólgu næstu misseri. Einnig er vert að seðlabankastjóri útskýri hvers vegna metfjöldi ferðamanna fáheyrð verð á áli og sjávarafurðum styrki ekki gengi íslensku krónunnar nú um stundir. Það eru nokkur firn að sjá bandaríkjadal Evru og danska krónu í óbreyttri stöðu gagnvart íslensku krónunni mánuð eftir mánuð. Þessi handstýring krónunnar er til dæmis ekki hvatning til olíusala að lækka olíuverð þó það hafi lækkað umtalsvert á heimsmarkaði undanfarið. Í Danmörku er líterinn af bensíni og díselolíu um það bil tuttugu krónum lægri en lægsta verð hér. Eru Danir þó allröskir við skattheimtu af eldsneyti. Og olíukóngar góðir, það vita allir að birgðirnar í Örfirisey eru ekki eign íslensku olíufélaganna svo ekki móðga okkur með vísan til birgðastöðu þegar þið móist við og lækkið ekki verð. Með handstýringu krónunnar tekur Seðlabanki Íslands líka einarða afstöðu með útflutningsatvinnugreinum en gegn íslenskum heimilum og smáatvinnurekendum sem enn einusinni virðast eiga að vinna bug á verðbólgu upp á sitt einsdæmi. Vert er að gaumgæfa hverjir hagnist á núverandi verðbólguástandi. Þar ber fjármálakerfið hæst en nýjar tölur um hagnað bankanna eru ævintýralegar og erum við þó ýmsu vön í þeim efnum. Þjóðbankinn stendur sig einna síst að því er virðist vegna vondra fjárfestingarákvarðana. Einnig gæti kostnaður við byggingu monthúss bankans tekið í sérstaklega ef ríkið kemur bankanum ekki til bjargar með því að kaupa hluta hússins undir ráðuneyti. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort einhver muni axla ábyrgð á klúðrinu. Verslunin virðist einnig pluma sig vel þessa dagana og stærstu fákeppniskeðjurnar keppast við að senda inn ,,jákvæðar” afkomuviðvaranir. Erlendis hafa stórar keðjur á smásölumarkaði boðað frystingu vöruverðs en minna fer fyrir því hér. Það er útaf fyrir sig merkilegt því stærstu keðjurnar á markaði hérlendis eru í meirihlutaeigu eftirlaunasjóða íslenskra erfiðismanna. Nú síðast steig fram forstjóri einnar stærstu matvöruverslunarinnar og kvaðst ófær um að frysta verð vegna markaðsráðandi stöðu. Rétt er að benda neytendum á að þeir geta sem best hjálpað forstjóranum í neyð hans með því að kaupa inn annars staðar og draga þannig úr markaðsráðandi stöðu fyrirtækis hans (lífeyrissjóðanna). Ég óttast mjög að síðasta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans sé misráðin og muni hafa þveröfug áhrif við það sem ætlast er til. Seðlabankastjóra er bent á að það er viturra manna háttur að skipta um skoðun. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú er enn ein stýrivaxtahækkunin orðin að veruleika og eru stýrivextir á Íslandi orðnir fimm og hálft prósent. Í nágrannalöndum okkar þar sem verðbólga er svipuð og hér eru stýrivextir frá núll komma einu prósenti uppí tvö og hálft. Ýmsar ástæður eru tilgreindar vegna hárrar verðbólgu í heiminum en þær helstu lúta að áhrifum af nýliðnum heimsfaraldri og stríði Rússa á hendur Úkraínumönnum. Hér á landi eru ástæður hárrar verðbólgu nokkuð aðrar. Undanfarin allmörg ár hefur s.k. húsnæðisliður borið uppi verðlagshækkanir og lagst eins og farg á skuldara einkum þá sem fest hafa kaup á húsnæði í fyrsta sinn. Nú um stundir stendur húsnæðisliðurinn undir 40 hundraðshlutum verðlagshækkana. Án breytinga á þessum grunni mun sami húsnæðisliður viðhalda verðbólgu um fyrirsjáanlega framtíð. Engu mun skipta þó stríðsátökum linni og erlendar verðhækkanir dvíni húsnæðisliðurinn mun enn um stund sjá til þess að verðbólga verði hér hærri en í nágrannaríkjum. Rétt er að benda á að húsnæðisliðurinn eins og hann er reiknaður hér er ekki í fullu samræmi við samevrópskan útreikning. Miðflokkurinn lagði til árið 2018 að húsnæðisliður yrði felldur úr neysluvísitöluútreikningi og hefur ánýjað það síðan. Ríkjandi meirihluti á Alþingi hefur ekki tekið undir. Núverandi seðlabankastjóri og viðhengi hans virtust nokkuð undrandi við síðustu vaxtaákvörðun á því að innlend verðbólga færi vaxandi. Þeir vísu menn ættu að spyrja sig hvert fyrirtæki á Íslandi eigi að velta kostnaðarhækkunum sínum vegna fyrri vaxtaákvarðana S.Í. annað en út í verðlagið. Í því sambandi má benda á nýlegt sjónvarpsviðtal við byggingameistara sem sagði að þar sem fjármögnun yrði sífellt dýrari myndi það skila sér í hærra íbúðaverði. Það skilar sér svo í hækkun húsnæðisliðar í neysluvísitölu. Ákafar stýrivaxtahækkanir hér eru því líkar hundi sem eltist við skottið á sér. Seðlabankastjóri ætti einnig að spara sér að tala niður til íslenskra heimila með hvatningu um að eiga borð fyrir báru og setja upp svip vegna þess að heimilin hafa gengið á sparnað sinn. Sífellt fleiri ná ekki endum saman við hver mánaðamót nú en fyrr vegna aukinnar verðbólgu ekki síst þeir sem leigja á fákeppnisleigumarkaði. Nýjasta stýrivaxtahækkunin er ekki sprek heldur gildur lurkur á verðbólgubál komandi missera. Það þarf ekki seðlabankastjóra eða viðhengi hans til að spá 11 -12 prósent verðbólgu hér á næstunni. Sú verðbólga er skilgetið afkvæmi nýorðinnar vaxtahækkunar. Erfitt er að sjá fyrir sér að hægt verði að koma stýrivöxtum niður úr þeim hæðum sem þeir eru nú í vegna þess hversu ákafar hækkanir hafa verið undanfarandi. Undirritaður vísar ekki til orða fyrrum seðlabankastjóra á hverjum degi en sá sagði stýrivaxtahækkanir hafa áhrif fyrst eftir átján mánuði. Verum því undirbúin undir ofurverðbólgu næstu misseri. Einnig er vert að seðlabankastjóri útskýri hvers vegna metfjöldi ferðamanna fáheyrð verð á áli og sjávarafurðum styrki ekki gengi íslensku krónunnar nú um stundir. Það eru nokkur firn að sjá bandaríkjadal Evru og danska krónu í óbreyttri stöðu gagnvart íslensku krónunni mánuð eftir mánuð. Þessi handstýring krónunnar er til dæmis ekki hvatning til olíusala að lækka olíuverð þó það hafi lækkað umtalsvert á heimsmarkaði undanfarið. Í Danmörku er líterinn af bensíni og díselolíu um það bil tuttugu krónum lægri en lægsta verð hér. Eru Danir þó allröskir við skattheimtu af eldsneyti. Og olíukóngar góðir, það vita allir að birgðirnar í Örfirisey eru ekki eign íslensku olíufélaganna svo ekki móðga okkur með vísan til birgðastöðu þegar þið móist við og lækkið ekki verð. Með handstýringu krónunnar tekur Seðlabanki Íslands líka einarða afstöðu með útflutningsatvinnugreinum en gegn íslenskum heimilum og smáatvinnurekendum sem enn einusinni virðast eiga að vinna bug á verðbólgu upp á sitt einsdæmi. Vert er að gaumgæfa hverjir hagnist á núverandi verðbólguástandi. Þar ber fjármálakerfið hæst en nýjar tölur um hagnað bankanna eru ævintýralegar og erum við þó ýmsu vön í þeim efnum. Þjóðbankinn stendur sig einna síst að því er virðist vegna vondra fjárfestingarákvarðana. Einnig gæti kostnaður við byggingu monthúss bankans tekið í sérstaklega ef ríkið kemur bankanum ekki til bjargar með því að kaupa hluta hússins undir ráðuneyti. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort einhver muni axla ábyrgð á klúðrinu. Verslunin virðist einnig pluma sig vel þessa dagana og stærstu fákeppniskeðjurnar keppast við að senda inn ,,jákvæðar” afkomuviðvaranir. Erlendis hafa stórar keðjur á smásölumarkaði boðað frystingu vöruverðs en minna fer fyrir því hér. Það er útaf fyrir sig merkilegt því stærstu keðjurnar á markaði hérlendis eru í meirihlutaeigu eftirlaunasjóða íslenskra erfiðismanna. Nú síðast steig fram forstjóri einnar stærstu matvöruverslunarinnar og kvaðst ófær um að frysta verð vegna markaðsráðandi stöðu. Rétt er að benda neytendum á að þeir geta sem best hjálpað forstjóranum í neyð hans með því að kaupa inn annars staðar og draga þannig úr markaðsráðandi stöðu fyrirtækis hans (lífeyrissjóðanna). Ég óttast mjög að síðasta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans sé misráðin og muni hafa þveröfug áhrif við það sem ætlast er til. Seðlabankastjóra er bent á að það er viturra manna háttur að skipta um skoðun. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar