Sjáðu allar markvörslur hins nær fullkomna Sommer gegn Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 16:31 Yann Sommer átti ótrúlegan leik um helgina. Alexander Hassenstein/Getty Image Yann Sommer átti nær fullkominn leik er Borussia Mönchengladbach var nærri búið að stela öllum þremur stigunum gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München er liðin mættust um helgina. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þökk sé ótrúlegri frammistöðu svissneska markvarðarins. Hinn 33 ára gamli Sommer var einn þeirra markvarða sem orðaður var við Manchester United í sumar. Hann virðist ekki hafa látið þá orðróma á sig fá og bauð upp á eina ótrúlegustu sýningu síðari ára er lið hans náði óvænt í stig gegn ógnarsterku liði Bayern. | A perfect goalkeeping display!Yann Sommer v Bayern München: 19 saves (!!) 11 saved shots from inside the box 4 clearances 2 punches 1 high claim 74 touches 10 SofaScore ratingMost saves in a single match in our ENTIRE database! #FCBBMG pic.twitter.com/ajUHVGAtud— SofaScore (@SofaScoreINT) August 27, 2022 Heimamenn ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik og reyndu aðallega skot af löngu færi. Það var hins vegar töluvert gegn gangi leiksins sem Marcus Thuram kom þeim yfir. Í síðari hálfleik þyngdist sókn Bæjara til muna. Sadio Mané fékk gullið tækifæri til að jafna eftir rúma klukkustund og var í raun byrjaður að fagna áður en hann sá Sommer verja meistaralega með fótunum. Mané fylgdi eftir skoti sínu en aftur var Sommer vel á verði og varði aftur meistaralega. Örskömmu síðar slapp Leroy Sané í gegnum vörn Gladbach en Sommer sá við honum. Sané reyndi svo hörkuskot af löngu færi en Sommer varði auðveldlega líkt og hann gerði í fyrri hálfleik er Bæjarar reyndu skot utan af velli. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks átti Serge Gnabry skot út vítateignum sem Sommer sló í burtu, fimm mínútum síðar reyndi Benjamin Pavard skot af löngu færi sem Sommer varði frábærlega. Sané braut loks ísinn á 83. mínútu og gerðu heimamenn allt sem þeir gátu til að vinna leikinn. Alphonso Davies átti þrumuskot að marki sem Sommer varði vel og miðvörðurinn Matthijs de Ligt fékk svo eflaust besta færið er hann negldi boltanum í átt að marki í upphafi uppbótartíma en Sommer var fljótur niður og varði enn og aftur. Joshua Kimmich átti svo lokatilraunina en það var skot af löngu færi sem fór beint á markvörðinn kná. Alls varði hann 19 skot í leiknum en þau má öll sjá hér að neðan. Yann Sommer broke the Bundesliga record for most saves in a match with 19 @bundesliga_EN pic.twitter.com/aJiL9kTtoq— ESPN FC (@ESPNFC) August 27, 2022 Bayern er áfram á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum umferðum. Union Berlín er í 2. sæti með jafn mörg stig á meðan Freiburg, Hoffenheim og Borussia Dortmund eru öll með níu stig. Þar á eftir kemur Gladbach með sín átta stig. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Sommer var einn þeirra markvarða sem orðaður var við Manchester United í sumar. Hann virðist ekki hafa látið þá orðróma á sig fá og bauð upp á eina ótrúlegustu sýningu síðari ára er lið hans náði óvænt í stig gegn ógnarsterku liði Bayern. | A perfect goalkeeping display!Yann Sommer v Bayern München: 19 saves (!!) 11 saved shots from inside the box 4 clearances 2 punches 1 high claim 74 touches 10 SofaScore ratingMost saves in a single match in our ENTIRE database! #FCBBMG pic.twitter.com/ajUHVGAtud— SofaScore (@SofaScoreINT) August 27, 2022 Heimamenn ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik og reyndu aðallega skot af löngu færi. Það var hins vegar töluvert gegn gangi leiksins sem Marcus Thuram kom þeim yfir. Í síðari hálfleik þyngdist sókn Bæjara til muna. Sadio Mané fékk gullið tækifæri til að jafna eftir rúma klukkustund og var í raun byrjaður að fagna áður en hann sá Sommer verja meistaralega með fótunum. Mané fylgdi eftir skoti sínu en aftur var Sommer vel á verði og varði aftur meistaralega. Örskömmu síðar slapp Leroy Sané í gegnum vörn Gladbach en Sommer sá við honum. Sané reyndi svo hörkuskot af löngu færi en Sommer varði auðveldlega líkt og hann gerði í fyrri hálfleik er Bæjarar reyndu skot utan af velli. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks átti Serge Gnabry skot út vítateignum sem Sommer sló í burtu, fimm mínútum síðar reyndi Benjamin Pavard skot af löngu færi sem Sommer varði frábærlega. Sané braut loks ísinn á 83. mínútu og gerðu heimamenn allt sem þeir gátu til að vinna leikinn. Alphonso Davies átti þrumuskot að marki sem Sommer varði vel og miðvörðurinn Matthijs de Ligt fékk svo eflaust besta færið er hann negldi boltanum í átt að marki í upphafi uppbótartíma en Sommer var fljótur niður og varði enn og aftur. Joshua Kimmich átti svo lokatilraunina en það var skot af löngu færi sem fór beint á markvörðinn kná. Alls varði hann 19 skot í leiknum en þau má öll sjá hér að neðan. Yann Sommer broke the Bundesliga record for most saves in a match with 19 @bundesliga_EN pic.twitter.com/aJiL9kTtoq— ESPN FC (@ESPNFC) August 27, 2022 Bayern er áfram á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum umferðum. Union Berlín er í 2. sæti með jafn mörg stig á meðan Freiburg, Hoffenheim og Borussia Dortmund eru öll með níu stig. Þar á eftir kemur Gladbach með sín átta stig.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46