Meint alþjóðleg glæpakvendi gefa sig fram Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2022 16:58 Þeim hjónum Guðrúnu Ó og Sólbjörgu Laufey, þykir misskilningurinn bæði kómískur og alvarlegur í senn. Þeim Guðrúnu Ó Axelsdóttur og Sólbjörgu Laufey Vigfúsdóttur brá illilega í brún þegar þær lásu frétt af því að tvær konur, sem töluðu bjagaða íslensku, hafi bankað uppá og nánast boðið sér sjálfum inn í hús í vafasömum tilgangi og uppgötvuðu að þar var verið að tala um þær. „Við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta,“ segir Sólbjörg Laufey í samtali við Vísi. „En, já, við erum umræddu glæpakvendin“. Þeim þykir fréttin bæði kómísk og alvarleg í senn. En þar greinir frá því að tvær konur hafi bankað uppá að heimili nokkru í Rimahverfi í Grafarvoginum í Reykjavík. Fjórtán ára táningsstúlka opnaði og þær nánast buðu sér sjálfar inn að sögn. Þar eru þær sagðar hafa tekið myndir og farið við svo búið. Viðmælandi Vísis, sem greindi í fyrstu frá þessari uppákomu í hverfishópnum á Facebook, telur ekki ólíklegt að þarna hafi verið glæpakvendi á ferð sem voru að athuga aðstæður áður en þær réðust til atlögu; þá með vísan til innbrotafaraldurs. Þó þær Guðrún og Sólbjörg hafi ekki tengt við lýsinguna áttuðu þær sig á því, af öllum aðstæðum, að þarna væri verið að tala um þær. Og vilja meina að þarna sé mikið komið af bulli. Þeim hafi verið boðið í grillveislu hjá vinkonum sínum og fóru húsavillt. Hafna því að vera hluti alþjóðlegum glæpahring „Þar sem við erum að banka á dyrnar kemur ung stúlka að okkur og spyr eru þið að hitta einhvern hér. Við spyrjum hvort hún sé dóttir Örlu sem við köllum vinkonu okkar í djóki. Hún svarar játandi. Við spyrjum hvort þær séu inni og hún segist ekki vita það, við segjum sennilega eru þær út í garði þar sem var verið að bjóða okkur í grill en héldum að þær hefðu kannski skroppið frá og spyrjum hvort við megum bíða úti á pallinum,“ segir Guðrún á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig þessir atburðir horfa við þeim. Guðrún lýsir því hvernig stúlkan vísaði þeim út á pall en þá hafi þær áttað sig á því að þær væru sennilega staddar í röngu húsi, í garðinum mátti sjá hundaskít sem var ekki í stíl vinkvenna sem til stóð að sækja heim. Þær Guðrún og Sólbjörg Laufey vita vart hvort þær eigi að hlæja eða gráta. Þær hafi hringt í vinkonu sína sem hafi svarað í símann, hinum megin við girðinguna. Í næsta húsi. „Við fengum hláturskast og báðum stelpuna innilegra afsökunar á þessum misskilning, dóttirin og vinkonur hennar hlógu með.“ Þær Guðrún og Sólbjörg segjast engar myndir hafa tekið og þær séu ekki partur af skipulagðri brotastarfsemi. Bara tvær saklausar konur sem fóru húsavillt. Og þeim þykir verra ef fréttin getur orðið til að ala á ótta hjá börnum og eða útlendingaandúð, þá með vísan til hinnar umræddu bjöguðu íslensku. Hringdu strax í lögguna til að girða fyrir frekari misskilning Guðrún segir það góða spurningu, með hina bjöguðu íslensku. „Finnst þér ég tala eins og útlendingur?“ spyr hún blaðamann sem getur ekki svarað því öðru vísi en neitandi. Hinn rétti húsráðandi áttaði sig á því í dag að um væri að ræða einn allsherjar misskiling sem hafi undið uppá sig með þessum hætti. Að verið væri að tala um þær Guðrúnu og Sólbjörgu Laufey sem meint alþjóðleg glæpakvendi og sendi þeim fréttina. Þeim brá í brún og höfðu þegar samband við lögregluna til að girða fyrir frekari misskilning. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt gagnvart íbúum Grafarholts, að þar fari hugsanlega um einhver svona útsmogin glæpagengi. Það væri alvarlegt ef rétt væri,“ segir Guðrún. Hún segir misskilninginn reyndar illskiljanlegan, þær hafi beðið stúlkuna margfaldlega afsökunar og varla verið inni meira en í mínútu. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
„Við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta,“ segir Sólbjörg Laufey í samtali við Vísi. „En, já, við erum umræddu glæpakvendin“. Þeim þykir fréttin bæði kómísk og alvarleg í senn. En þar greinir frá því að tvær konur hafi bankað uppá að heimili nokkru í Rimahverfi í Grafarvoginum í Reykjavík. Fjórtán ára táningsstúlka opnaði og þær nánast buðu sér sjálfar inn að sögn. Þar eru þær sagðar hafa tekið myndir og farið við svo búið. Viðmælandi Vísis, sem greindi í fyrstu frá þessari uppákomu í hverfishópnum á Facebook, telur ekki ólíklegt að þarna hafi verið glæpakvendi á ferð sem voru að athuga aðstæður áður en þær réðust til atlögu; þá með vísan til innbrotafaraldurs. Þó þær Guðrún og Sólbjörg hafi ekki tengt við lýsinguna áttuðu þær sig á því, af öllum aðstæðum, að þarna væri verið að tala um þær. Og vilja meina að þarna sé mikið komið af bulli. Þeim hafi verið boðið í grillveislu hjá vinkonum sínum og fóru húsavillt. Hafna því að vera hluti alþjóðlegum glæpahring „Þar sem við erum að banka á dyrnar kemur ung stúlka að okkur og spyr eru þið að hitta einhvern hér. Við spyrjum hvort hún sé dóttir Örlu sem við köllum vinkonu okkar í djóki. Hún svarar játandi. Við spyrjum hvort þær séu inni og hún segist ekki vita það, við segjum sennilega eru þær út í garði þar sem var verið að bjóða okkur í grill en héldum að þær hefðu kannski skroppið frá og spyrjum hvort við megum bíða úti á pallinum,“ segir Guðrún á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig þessir atburðir horfa við þeim. Guðrún lýsir því hvernig stúlkan vísaði þeim út á pall en þá hafi þær áttað sig á því að þær væru sennilega staddar í röngu húsi, í garðinum mátti sjá hundaskít sem var ekki í stíl vinkvenna sem til stóð að sækja heim. Þær Guðrún og Sólbjörg Laufey vita vart hvort þær eigi að hlæja eða gráta. Þær hafi hringt í vinkonu sína sem hafi svarað í símann, hinum megin við girðinguna. Í næsta húsi. „Við fengum hláturskast og báðum stelpuna innilegra afsökunar á þessum misskilning, dóttirin og vinkonur hennar hlógu með.“ Þær Guðrún og Sólbjörg segjast engar myndir hafa tekið og þær séu ekki partur af skipulagðri brotastarfsemi. Bara tvær saklausar konur sem fóru húsavillt. Og þeim þykir verra ef fréttin getur orðið til að ala á ótta hjá börnum og eða útlendingaandúð, þá með vísan til hinnar umræddu bjöguðu íslensku. Hringdu strax í lögguna til að girða fyrir frekari misskilning Guðrún segir það góða spurningu, með hina bjöguðu íslensku. „Finnst þér ég tala eins og útlendingur?“ spyr hún blaðamann sem getur ekki svarað því öðru vísi en neitandi. Hinn rétti húsráðandi áttaði sig á því í dag að um væri að ræða einn allsherjar misskiling sem hafi undið uppá sig með þessum hætti. Að verið væri að tala um þær Guðrúnu og Sólbjörgu Laufey sem meint alþjóðleg glæpakvendi og sendi þeim fréttina. Þeim brá í brún og höfðu þegar samband við lögregluna til að girða fyrir frekari misskilning. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt gagnvart íbúum Grafarholts, að þar fari hugsanlega um einhver svona útsmogin glæpagengi. Það væri alvarlegt ef rétt væri,“ segir Guðrún. Hún segir misskilninginn reyndar illskiljanlegan, þær hafi beðið stúlkuna margfaldlega afsökunar og varla verið inni meira en í mínútu.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira