Veruleikatenging Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 17:31 309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Lífskjarasamningurinn sem nær til yfir 100.000 launþega í stærstu stéttarfélögum landsins rennur út fyrir áramót. Framundan eru erfiðar kjaraviðræður með stéttarfélög klofin í herðar niður vegna innbyrðis átaka. Hvað skiptir máli fyrir launafólk? Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og er nauðugur sá kostur að veðja sífellt á að krónan styrkist. Alla jafna taka spákaupmenn á sig áhættu í von um gróða en mun líklegra er að þeir tapi. Íslensk heimili eru tilneydd í áhættusöm og sveiflukennd viðskipti sem þau tapa alltaf á - því okkar örmynt hefur aldrei styrkst til lengri tíma. Það þarf ekki doktorspróf í sögu til að sannreyna þá fullyrðingu. En fyrir vikið er hið daglega líf fólks sífellt í spennitreyju. Ef tekin væri upp erlend mynt þá myndu þessar sveiflur ekki skipta venjulegt fólk jafnmiklu máli. Verð á neysluvörum yrði stöðugra. Laun héldust í hendur við neysluverð. Verðtryggingin hyrfi. Átök á vinnumarkaði yrðu minni. Af hverju eiga íslensk heimili að taka á sig duttlunga og sveiflur íslensku krónunnar? Þar sem birtingarmyndin er miklu hærra vaxtastig en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar, sem einnig glíma við sambærilega verðbólgu. Fyrir venjulegt fólk sem treysti á loforðaflaum stjórnarflokkanna um Ísland sem lágvaxtaland hafa húsnæðislán fólksins á breytilegum vöxtum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Slík er nú kjarabótin með íslensku krónunni. Því til viðbótar er ríkissjóður rekinn með tæplega tvöhundruð milljarða halla sem verður seint metið skynsamt framlag til stöðugleika og lágrar verðbólgu. Draumsýn eða tálsýn? Okkar séríslenska króna skapar hættu fyrir heimilin, fyrirtækin og velferðina. Stefna Viðreisnar er að lífskjör verði hér samkeppnishæf og að stöðugleiki fáist fyrir heimilin og atvinnulíf. Að byggja upp fleiri og fjölbreyttari störf til lengri tíma. Að kveðja heimatilbúið og sveiflukennt hagkerfi og fá þess í stað nokkra vissu um hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þessi draumsýn er hins vegar tálsýn nema við tengjumst eða tökum upp evru. Það er veruleikinn. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Lífskjarasamningurinn sem nær til yfir 100.000 launþega í stærstu stéttarfélögum landsins rennur út fyrir áramót. Framundan eru erfiðar kjaraviðræður með stéttarfélög klofin í herðar niður vegna innbyrðis átaka. Hvað skiptir máli fyrir launafólk? Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og er nauðugur sá kostur að veðja sífellt á að krónan styrkist. Alla jafna taka spákaupmenn á sig áhættu í von um gróða en mun líklegra er að þeir tapi. Íslensk heimili eru tilneydd í áhættusöm og sveiflukennd viðskipti sem þau tapa alltaf á - því okkar örmynt hefur aldrei styrkst til lengri tíma. Það þarf ekki doktorspróf í sögu til að sannreyna þá fullyrðingu. En fyrir vikið er hið daglega líf fólks sífellt í spennitreyju. Ef tekin væri upp erlend mynt þá myndu þessar sveiflur ekki skipta venjulegt fólk jafnmiklu máli. Verð á neysluvörum yrði stöðugra. Laun héldust í hendur við neysluverð. Verðtryggingin hyrfi. Átök á vinnumarkaði yrðu minni. Af hverju eiga íslensk heimili að taka á sig duttlunga og sveiflur íslensku krónunnar? Þar sem birtingarmyndin er miklu hærra vaxtastig en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar, sem einnig glíma við sambærilega verðbólgu. Fyrir venjulegt fólk sem treysti á loforðaflaum stjórnarflokkanna um Ísland sem lágvaxtaland hafa húsnæðislán fólksins á breytilegum vöxtum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Slík er nú kjarabótin með íslensku krónunni. Því til viðbótar er ríkissjóður rekinn með tæplega tvöhundruð milljarða halla sem verður seint metið skynsamt framlag til stöðugleika og lágrar verðbólgu. Draumsýn eða tálsýn? Okkar séríslenska króna skapar hættu fyrir heimilin, fyrirtækin og velferðina. Stefna Viðreisnar er að lífskjör verði hér samkeppnishæf og að stöðugleiki fáist fyrir heimilin og atvinnulíf. Að byggja upp fleiri og fjölbreyttari störf til lengri tíma. Að kveðja heimatilbúið og sveiflukennt hagkerfi og fá þess í stað nokkra vissu um hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þessi draumsýn er hins vegar tálsýn nema við tengjumst eða tökum upp evru. Það er veruleikinn. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar