Viðbragðsáætlun hefði legið fyrir í FSu ef ráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2022 20:31 Sólborg Guðbrandsdóttir fer fljótlega á fund með mennta- og barnamálaráðherra. vísir Viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála hefði legið fyrir í Fjölbrautaskóla Suðurlands ef menntamálaráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum sem unnar voru á síðasta ári. Þetta segir formaður starfshóps sem vann skýrsluna og telur miður að hún hafi endað í skúffu ráðuneytisins. Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands sögðust um helgina vera ósáttir við hvernig stjórnendur tóku á meintu kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Meintur gerandi í málinu fékk upphaflega fjögurra daga brottvísun frá skólanum og hvatti skólameistari nemendur til að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Sólborg Guðbrandsdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra tillögum um markvissari kynfræðslu og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum í júlí á síðasta ári. Í þeim var meðal annars lagt til að kynfræðsla yrði gerð að skyldufagi og að viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála ætti að liggja fyrir í öllum skólum landsins. „Miðað við viðbragðsáætlanir sem eru til í grunnskólum varðandi einelti, andlegt- og líkamlegt ofbeldi að þá þyrftu líka að vera til viðbragðsáætlanir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Ég veit ekki hvort það séu til áætlanir í einhverjum skólum, eflaust, en því miður á það alls ekki við um alla skóla og það er eitthvað sem verður að breyta,“ sagði Sólborg. Starfshópurinn lagði til að ráðuneytið myndi innleiða skýrsluna að mestu haustið 2021. „Og hvöttum þá einnig til að grunn- og framhaldsskólar væru búnir að innleiða þessar skýrslur í skólakerfið sitt haustið 2022. Þannig í málum eins og hafa verið að koma upp núna þá hefðu skólar átt að vera með þessar viðbragðsáætlanir til staðar ef ráðuneytið hefði í kjölfarið unnið þessa vinnu sem okkur var sagt að yrði unnin.“ Ekki nóg að boða til fundar, aðgerðir verði að fylgja Sólborg segist hafa óttast það frá upphafi að skýrslan myndi enda ofan í skúffu ráðuneytisins en segir að þáverandi ráðherra hafi fullvissað Sólborgu um að skýrslunni yrði framfylgt. Því sé það sorgleg staðreynd að nú rúmu ári seinna hafi lítið sem ekkert gerst. Ásmundur Einar Daðason, núverandi barnamálaráðherra hafði samband við Sólborgu í morgun og óskaði eftir fundi með henni um viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis. „En það að óska eftir fundi er eitt, en svo að raunverulega gera eitthvað í framhaldinu er annað þannig við verum bara að bíða og sjá hverju þessi fundur skilar.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Árborg Framhaldsskólar Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands sögðust um helgina vera ósáttir við hvernig stjórnendur tóku á meintu kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Meintur gerandi í málinu fékk upphaflega fjögurra daga brottvísun frá skólanum og hvatti skólameistari nemendur til að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Sólborg Guðbrandsdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra tillögum um markvissari kynfræðslu og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum í júlí á síðasta ári. Í þeim var meðal annars lagt til að kynfræðsla yrði gerð að skyldufagi og að viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála ætti að liggja fyrir í öllum skólum landsins. „Miðað við viðbragðsáætlanir sem eru til í grunnskólum varðandi einelti, andlegt- og líkamlegt ofbeldi að þá þyrftu líka að vera til viðbragðsáætlanir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Ég veit ekki hvort það séu til áætlanir í einhverjum skólum, eflaust, en því miður á það alls ekki við um alla skóla og það er eitthvað sem verður að breyta,“ sagði Sólborg. Starfshópurinn lagði til að ráðuneytið myndi innleiða skýrsluna að mestu haustið 2021. „Og hvöttum þá einnig til að grunn- og framhaldsskólar væru búnir að innleiða þessar skýrslur í skólakerfið sitt haustið 2022. Þannig í málum eins og hafa verið að koma upp núna þá hefðu skólar átt að vera með þessar viðbragðsáætlanir til staðar ef ráðuneytið hefði í kjölfarið unnið þessa vinnu sem okkur var sagt að yrði unnin.“ Ekki nóg að boða til fundar, aðgerðir verði að fylgja Sólborg segist hafa óttast það frá upphafi að skýrslan myndi enda ofan í skúffu ráðuneytisins en segir að þáverandi ráðherra hafi fullvissað Sólborgu um að skýrslunni yrði framfylgt. Því sé það sorgleg staðreynd að nú rúmu ári seinna hafi lítið sem ekkert gerst. Ásmundur Einar Daðason, núverandi barnamálaráðherra hafði samband við Sólborgu í morgun og óskaði eftir fundi með henni um viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis. „En það að óska eftir fundi er eitt, en svo að raunverulega gera eitthvað í framhaldinu er annað þannig við verum bara að bíða og sjá hverju þessi fundur skilar.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Árborg Framhaldsskólar Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“