„Við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild“ Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 20:00 Atli Jónasson, markvörður Leiknis. Sigurjón Atli Jónasson, markvörður Leiknis, lék í gær sinn fyrsta leik í efstu deild í 13 ár þegar Leiknir og Breiðablik áttust við í 19. umferð Bestu-deildar karla. Breiðablik vann leikinn 4-0 sem gerir að verkum að Leiknir er eitt í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. „Númer eitt tvö og þrjú er það pirrandi fyrir okkur í Leikni að tapa þessum leik þó hann hafi verið erfiður. Það er nóg framundan en það gleymist að ég er í liði. Við ætlum bara að halda áfram að berjast en við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild,“ sagði Atli í viðtali við Stöð 2 í dag. Atli kom óvænt inn í liðið eftir að aðalmarkvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Atli kom samt ágætlega frá leiknum þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni, leikmanni Breiðabliks, á 45. mínútu. „Ég vissi hvert hann var að fara að skjóta um leið og hann setti boltann á punktinn. Ég ætla ekki að segja hvernig ég vissi það en ég vissi það í svona korter, hvert hann ætlaði að skjóta,“ svaraði Atli aðspurður út í vítaspyrnuna. Síðasti leikur sem Atli lék í efstu deild var með KR gegn Val í júlí 2009. Atli er 35 ára gamall en hann vildi ekki gefa upp hvort hann myndi spila áfram með Leikni á næsta tímabili. „Á næsta ári?“ Spurði Atli hissa á móti áður en hann bætti við. „Við verðum bara að fá að skoða það,“ sagði Atli Jónasson, markvörður Leiknis, með bros á vör. Viðtalið við Atla í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. >
Breiðablik vann leikinn 4-0 sem gerir að verkum að Leiknir er eitt í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. „Númer eitt tvö og þrjú er það pirrandi fyrir okkur í Leikni að tapa þessum leik þó hann hafi verið erfiður. Það er nóg framundan en það gleymist að ég er í liði. Við ætlum bara að halda áfram að berjast en við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild,“ sagði Atli í viðtali við Stöð 2 í dag. Atli kom óvænt inn í liðið eftir að aðalmarkvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Atli kom samt ágætlega frá leiknum þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni, leikmanni Breiðabliks, á 45. mínútu. „Ég vissi hvert hann var að fara að skjóta um leið og hann setti boltann á punktinn. Ég ætla ekki að segja hvernig ég vissi það en ég vissi það í svona korter, hvert hann ætlaði að skjóta,“ svaraði Atli aðspurður út í vítaspyrnuna. Síðasti leikur sem Atli lék í efstu deild var með KR gegn Val í júlí 2009. Atli er 35 ára gamall en hann vildi ekki gefa upp hvort hann myndi spila áfram með Leikni á næsta tímabili. „Á næsta ári?“ Spurði Atli hissa á móti áður en hann bætti við. „Við verðum bara að fá að skoða það,“ sagði Atli Jónasson, markvörður Leiknis, með bros á vör. Viðtalið við Atla í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. >
Besta deild karla Íslenski boltinn Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. 29. ágúst 2022 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. 29. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. 29. ágúst 2022 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. 29. ágúst 2022 14:01