Íslenski boltinn

Keim­lík mörk er Valur og Fram gerðu jafn­tefli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jannik Holmsgaard skoraði jöfnunarmark Fram í leiknum.
Jannik Holmsgaard skoraði jöfnunarmark Fram í leiknum. Visir/ Diego

Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í eina leiknum sem fór fram í gær, mánudag, í Bestu deilda karla í fótbolta. Mörk leiksins voru vægast sagt keimlík. Bæði voru skoruð af stuttu færi, bæði komu á sama mark eftir fyrirgjöf frá vinstri og bæði voru skoruð undir lok hvors hálfleiks fyrir sig.

Fyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson, kom sínum mönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir að Ólafur Íshólm, markvörður Fram, sló hornspyrnu frá marki. Sigurður Egill Lárusson renndi boltanum á Tryggva Hrafn Haraldsson sem skrúfaði hann inn að marki. 

Þar kom Haukur Páll á ferðinni og skoraði með viðstöðulausu skoti af stuttu færi. Réttara væri að segja að hann hafi lagt boltann í markið en það breytir því ekki að staðan var 1-0 heimamönnum í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Fram sótti í sig veðrið í síðari hálfleik og tókst loks að jafna metin þegar skammt var til leiksloka. Tiago tók þá aukaspyrnu vinstra megin fyrir miðju á vallarhelmingi Fram. Boltinn var skrúfaður inn að marki og var það varamaðurinn varamaðurinn Jannik Holmsgaard sem reis hæst og skilaði boltanum í netið.

Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur að Hlíðarenda. Valur í 4. sæti með 32 stig á meðan Fram er í 7. sæti með 23 stig.

Klippa: Besta deild karla: Valur 1-1 Fram

Tengdar fréttir

Jón Sveinsson: Svekktur að hafa ekki klárað leikinn

Fram gerði 1-1 jafntefli við Val í Bestu deild karla í kvöld eftir að hafa jafnað metin í blálokin. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur að hafa ekki náð að klára leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×