„Hann vill að ég fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 09:01 Frænkurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir léttar í bragði. Þær eru í lykilhlutverkum hjá íslenska landsliðinu sem stefnir á að landa HM-sæti í fyrsta sinn í sögunni, helst næsta þriðjudag. VÍSIR/VILHELM Dagný Brynjarsdóttir segir að nú sé mögulega síðasti sénsinn hennar til að komast með íslenska landsliðinu í lokakeppni HM í fótbolta. Hún mætir í landsleikina við Hvíta-Rússland og Holland eftir að hafa nýverið fengið nýtt ábyrgðarhlutverk hjá West Ham. Dagný var gerð að fyrirliða West Ham á dögunum en hún hefur verið á mála hjá félaginu síðasta eitt og hálfa árið. Þessi 31 árs gamli Rangæingur hefur haldið með West Ham frá því í æsku og því er væntanlega draumur að verða fyrirliði liðsins? „Þetta er fyrst og fremst heiður, og gaman að þeir treysti mér fyrir því að leiða liðið áfram. Ég er samt bara enn þá sama Dagný en fæ kannski aðeins meiri ábyrgð,“ segir Dagný létt í bragði. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hefur greinilega miklar mætur á Íslendingnum í liðinu sínu: „Honum fannst ég bara góð fyrirmynd innan vallar og utan vallar. Góður leiðtogi. Hann vill að ég dragi liðið áfram með mér og fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir, sérstaklega kannski utan vallar,“ segir Dagný og bætir við að Hamrarnir ætli sér að gera enn betur í vetur en á síðustu leiktíð, sem þó hafi verið sú besta hjá liðinu frá upphafi. Klippa: Dagný um fyrirliðahlutverkið og leiðina að HM Næstu daga hugsar Dagný hins vegar alfarið um leiki Íslands í undankeppni HM því með sigri gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag, og að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht næsta þriðjudagskvöld, tryggir Ísland sér sæti á HM í fyrsta sinn. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir, sérstaklega Hvít-Rússaleikurinn. Það er stórleikur og sérstaklega mikilvægt að við séum einbeittar að því verkefni. Við þurfum að taka þrjú stig þar svo að leikurinn við Holland verði næsti stórleikur. Við stefnum að því að klára dæmið í þessum leikjum og vonandi gengur það eftir en við verðum að spila vel,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands, með 35 mörk.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Kannski er þetta síðasti sénsinn manns“ Ísland fagnaði 5-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, en Dagný varar við of mikilli bjartsýni fyrir föstudaginn: „Eftir 5-0 sigur er kannski auðvelt að segja að við eigum að vera sterkari en það sem skeði í leiknum gegn þeim úti var að við nýttum færin okkar vel og náðum að skora snemma á þær. Það gerði það að verkum að þær þurftu að stíga framar og við gátum þá opnað þær meira. Það er mikilvægt að við spilum vel, látum boltann ganga hratt á milli og klárum þau færi sem við fáum. En Hvít-Rússarnir unnu Tékkana og Tékkarnir gerðu jafntefli við Hollendinga, þannig að þær eru með öflugt lið og við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Dagný. En hversu mikils virði yrði það fyrir hana að komast á HM? „Það er draumur og hefur alltaf verið draumur að komast með íslenska landsliðinu á HM. Vonandi gengur það eftir. Alla langar til að það gerist. Nú er maður orðinn 31 árs og veit aldrei hvort að næsti séns komi. Kannski er þetta síðasti sénsinn manns. Vonandi gengur það eftir.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Dagný var gerð að fyrirliða West Ham á dögunum en hún hefur verið á mála hjá félaginu síðasta eitt og hálfa árið. Þessi 31 árs gamli Rangæingur hefur haldið með West Ham frá því í æsku og því er væntanlega draumur að verða fyrirliði liðsins? „Þetta er fyrst og fremst heiður, og gaman að þeir treysti mér fyrir því að leiða liðið áfram. Ég er samt bara enn þá sama Dagný en fæ kannski aðeins meiri ábyrgð,“ segir Dagný létt í bragði. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hefur greinilega miklar mætur á Íslendingnum í liðinu sínu: „Honum fannst ég bara góð fyrirmynd innan vallar og utan vallar. Góður leiðtogi. Hann vill að ég dragi liðið áfram með mér og fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir, sérstaklega kannski utan vallar,“ segir Dagný og bætir við að Hamrarnir ætli sér að gera enn betur í vetur en á síðustu leiktíð, sem þó hafi verið sú besta hjá liðinu frá upphafi. Klippa: Dagný um fyrirliðahlutverkið og leiðina að HM Næstu daga hugsar Dagný hins vegar alfarið um leiki Íslands í undankeppni HM því með sigri gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag, og að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht næsta þriðjudagskvöld, tryggir Ísland sér sæti á HM í fyrsta sinn. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir, sérstaklega Hvít-Rússaleikurinn. Það er stórleikur og sérstaklega mikilvægt að við séum einbeittar að því verkefni. Við þurfum að taka þrjú stig þar svo að leikurinn við Holland verði næsti stórleikur. Við stefnum að því að klára dæmið í þessum leikjum og vonandi gengur það eftir en við verðum að spila vel,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands, með 35 mörk.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Kannski er þetta síðasti sénsinn manns“ Ísland fagnaði 5-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, en Dagný varar við of mikilli bjartsýni fyrir föstudaginn: „Eftir 5-0 sigur er kannski auðvelt að segja að við eigum að vera sterkari en það sem skeði í leiknum gegn þeim úti var að við nýttum færin okkar vel og náðum að skora snemma á þær. Það gerði það að verkum að þær þurftu að stíga framar og við gátum þá opnað þær meira. Það er mikilvægt að við spilum vel, látum boltann ganga hratt á milli og klárum þau færi sem við fáum. En Hvít-Rússarnir unnu Tékkana og Tékkarnir gerðu jafntefli við Hollendinga, þannig að þær eru með öflugt lið og við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Dagný. En hversu mikils virði yrði það fyrir hana að komast á HM? „Það er draumur og hefur alltaf verið draumur að komast með íslenska landsliðinu á HM. Vonandi gengur það eftir. Alla langar til að það gerist. Nú er maður orðinn 31 árs og veit aldrei hvort að næsti séns komi. Kannski er þetta síðasti sénsinn manns. Vonandi gengur það eftir.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira