Körfubolti

Snýr aftur eftir fjögurra ára bann fyrir ólöglega lyfjanotkun

Sindri Sverrisson skrifar
Oddur Rúnar Kristjánsson leikur með Njarðvíkingum í vetur.
Oddur Rúnar Kristjánsson leikur með Njarðvíkingum í vetur. UMFN

Körfuknattleiksmaðurinn Oddur Rúnar Kristjánsson hefur nú afplánað langt bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar og mun taka slaginn með Njarðvíkingum í vetur.

Oddur, sem er 27 ára bakvörður, var í júní 2019 úrskurðaður í þriggja ára og átta mánaða bann vegna brota á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann hafði þá fallið á lyfjaprófi sem tekið var 16. október 2018, vegna ólöglegrar steranotkunar, og gilti bannið frá þeim degi.

Þar með getur Oddur nú snúið aftur til keppni. Hann var leikmaður Vals þegar hann féll á lyfjaprófinu en snýr nú aftur með Njarðvíkingum sem hann lék með á árunum 2015-2018.

„Ég hlakka mikið til komandi tímabils eftir að hafa verið fjarverandi í langan tíma. Það er þvílík stemning hérna í Njarðvík. Ég mun reyna að hjálpa liðinu eins og ég get til að ná þeim markmiðum sem hér eru fyrir,“ segir Oddur á vef Njarðvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×