Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2022 15:26 Frá blaðamannafundi í Prag í morgun. Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum ESB, er hér til vinstri. Hægra megin á myndinni er Jan Lipavsky, utanríkisráðherra Tékklands. Myndinni fylgdu ekki upplýsingar um hver konan fyrir miðju er. AP/Petr David Josek Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. Ráðherrarnir samþykktu að slíta samkomulagi við Rússland frá 2007 sem gerði ferðalög Rússa til Evrópu auðveldari og ódýrari. Þetta er til viðbótar við þvinganir sem ESB beitti gegn rússneskum embættismönnum og auðjöfrum í maí, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með þessu verður Rússum einnig erfiðara að ferðast til Íslands, sem er aðili að Schengen-samstarfinu. Segir fjölda ferðamanna ógna öryggi ríkja Eftir fund ráðherranna í Prag í morgun sagði Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum ESB, að frá því innrásin í Úkraínu hófst hafi rússneskum ferðamönnum fjölgað í Evrópu. Þau séu í verslunarferðum „eins og ekkert stríð geisi í Úkraínu,“ hefur AP fréttaveitan eftir Borrell. Borrell sagði þessa fjölgun ferðamanna frá Rússlandi ógna öryggi ríkja sambandsins sem deildu landamærum með ríkinu. Hann sagðist telja að þessi breyting muni leiða til færri vegabréfsáritana fyrir ferðamenn frá Rússlandi. Rúmlega milljón rússneskir ríkisborgarar hafa komið inn á Schengen-svæðið frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar af lang flestir í gegnum Finnland og Eistland. Erfitt er fyrir Rússa að ferðast til Evrópu í lofti, þar sem rússneskum flugvélum hefur verið meinaður aðgangur að lofthelgi flestra Evrópuríkja. Evrópusambandið hefur að mestu staðið þétt við bakið á Úkraínu vegna stríðsins þar og beitt Rússland umfangsmiklum refsiaðgerðum. Dmytro Kuleba , utanríkisráðherra Úkraínu, var á fundinum í Prag í morgun. Úkraínumenn hafa kallað eftir því að rússneskum ferðamönnum verði alfarið meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu.AP/Petr David Josek Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að almenningi í Rússlandi verði meinaður aðgangur að ferðamannastöðum í Evrópu vegna innrásarinnar í Úkraínu, sem hefur kostað þúsundir almennra borgara í Úkraínu lífið. Það hafa ráðamenn í Eystrasaltsríkjunum tekið undir, auk Pólverja, Dana og annarra. Ætla að grípa til eigin aðgerða Utanríkisráðherrar Eistlands og Lettlands sögðu í morgun að þar á bæ yrði mögulega gripið til einhliða aðgerða gegn rússneskum ferðamönnum og þá á grundvelli þjóðaröryggis. Þá munu Finnar draga verulega úr útgáfu vegabréfsáritanna til Rússa í vikunni. Þeir ætla að gefa út níutíu prósentum færri vegabréfsáritanir til Rússa og verður Rússum eingöngu heimilt að sækja fjórar borgir við landamæri ríkjanna. „Það er mikilvægt að á sama tíma og Úkraínumenn þjást, muni venjulegur ferðamannaiðnaður ekki halda áfram,“ sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands. Hann sagðist vonast til þess að önnur ríki Evrópu gripu til svipaðra aðgerða. Reuters hefur eftir Jan Lipavsky, utanríkisráðherra Tékklands, að ákvörðun ESB sé einungis fyrsta skrefið og það sé mikilvægt. Tékkar eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að banna rússneskum ferðamönnum að ferðast til Schengen-ríkja. Þá segir fréttaveitan að framkvæmdastjórn ESB muni skoða hvort eitthvað og þá hvað sé hægt að gera varðandi þær tólf milljónir vegabréfsáritana sem þegar er búið að gefa út til rússneskra ferðamanna. Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Ráðherrarnir samþykktu að slíta samkomulagi við Rússland frá 2007 sem gerði ferðalög Rússa til Evrópu auðveldari og ódýrari. Þetta er til viðbótar við þvinganir sem ESB beitti gegn rússneskum embættismönnum og auðjöfrum í maí, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með þessu verður Rússum einnig erfiðara að ferðast til Íslands, sem er aðili að Schengen-samstarfinu. Segir fjölda ferðamanna ógna öryggi ríkja Eftir fund ráðherranna í Prag í morgun sagði Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum ESB, að frá því innrásin í Úkraínu hófst hafi rússneskum ferðamönnum fjölgað í Evrópu. Þau séu í verslunarferðum „eins og ekkert stríð geisi í Úkraínu,“ hefur AP fréttaveitan eftir Borrell. Borrell sagði þessa fjölgun ferðamanna frá Rússlandi ógna öryggi ríkja sambandsins sem deildu landamærum með ríkinu. Hann sagðist telja að þessi breyting muni leiða til færri vegabréfsáritana fyrir ferðamenn frá Rússlandi. Rúmlega milljón rússneskir ríkisborgarar hafa komið inn á Schengen-svæðið frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar af lang flestir í gegnum Finnland og Eistland. Erfitt er fyrir Rússa að ferðast til Evrópu í lofti, þar sem rússneskum flugvélum hefur verið meinaður aðgangur að lofthelgi flestra Evrópuríkja. Evrópusambandið hefur að mestu staðið þétt við bakið á Úkraínu vegna stríðsins þar og beitt Rússland umfangsmiklum refsiaðgerðum. Dmytro Kuleba , utanríkisráðherra Úkraínu, var á fundinum í Prag í morgun. Úkraínumenn hafa kallað eftir því að rússneskum ferðamönnum verði alfarið meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu.AP/Petr David Josek Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að almenningi í Rússlandi verði meinaður aðgangur að ferðamannastöðum í Evrópu vegna innrásarinnar í Úkraínu, sem hefur kostað þúsundir almennra borgara í Úkraínu lífið. Það hafa ráðamenn í Eystrasaltsríkjunum tekið undir, auk Pólverja, Dana og annarra. Ætla að grípa til eigin aðgerða Utanríkisráðherrar Eistlands og Lettlands sögðu í morgun að þar á bæ yrði mögulega gripið til einhliða aðgerða gegn rússneskum ferðamönnum og þá á grundvelli þjóðaröryggis. Þá munu Finnar draga verulega úr útgáfu vegabréfsáritanna til Rússa í vikunni. Þeir ætla að gefa út níutíu prósentum færri vegabréfsáritanir til Rússa og verður Rússum eingöngu heimilt að sækja fjórar borgir við landamæri ríkjanna. „Það er mikilvægt að á sama tíma og Úkraínumenn þjást, muni venjulegur ferðamannaiðnaður ekki halda áfram,“ sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands. Hann sagðist vonast til þess að önnur ríki Evrópu gripu til svipaðra aðgerða. Reuters hefur eftir Jan Lipavsky, utanríkisráðherra Tékklands, að ákvörðun ESB sé einungis fyrsta skrefið og það sé mikilvægt. Tékkar eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að banna rússneskum ferðamönnum að ferðast til Schengen-ríkja. Þá segir fréttaveitan að framkvæmdastjórn ESB muni skoða hvort eitthvað og þá hvað sé hægt að gera varðandi þær tólf milljónir vegabréfsáritana sem þegar er búið að gefa út til rússneskra ferðamanna.
Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25
Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50