„Þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 15:05 Glódís Perla Viggósdóttir segir stuðninginn sem Ísland fékk á EM hafa hjálpað liðinu og vonast eftir því sama á föstudaginn. VÍSIR/VILHELM Glódís Perla Viggósdóttir segir það gott að hafa ekki þurft að bíða lengi frá EM eftir því að hitta aftur vinkonur sínar í íslenska landsliðinu í fótbolta. Framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM og Glódís vonast eftir góðum stuðningi líkt og á EM. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld á Laugardalsvelli en með sigri þar dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudaginn til að komast á HM í fyrsta sinn. „Ég vona að það komi margir. Þetta er mikilvægur leikur og við þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur. Við sáum á EM hvað þetta þýddi mikið fyrir okkur og gaf okkur mikinn aukastyrk. Ég vona innilega að fólk vilji koma og vera í þessu með okkur,“ sagði Glódís fyrir æfingu landsliðsins í dag. Glódís gætir þess að hugsa ekki strax til „úrslitaleiksins“ við Hollendinga: „Þessi leikur á föstudaginn skiptir öllu máli eins og staðan er núna. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að eiga toppleik á föstudaginn því þetta er lið á uppleið, sem vann Tékkland í síðasta leik sínum. Þær koma hingað með fullt af sjálfstrausti og þetta verður hörkuleikur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta af hálfum huga,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís Perla vill fólk á völlinn Glódís er leikmaður Bayern München og hefur verið á undirbúningstímabili með liðinu á Ítalíu og í Frakklandi: „Við erum búnar að vera að spila mikið af leikjum á móti góðum andstæðingum, það er bara ótrúlega gaman að fá að spila stóra leiki á undirbúningstímabilinu, þannig að já, ég er í mjög góðu standi,“ segir Glódís sem segist hafa verið farin að sakna liðsfélaga sinna úr landsliðinu eftir EM: „Við vorum ekki alveg nógu sáttar með að fara ekki upp úr riðlinum, og ná því ekki okkar markmiðum á EM. Samt sem áður erum við ótrúlega ánægðar með margt sem við gerðum á EM. Við vorum taplausar þar. Ég held að við séum búnar að sakna hver annarrar svolítið mikið. Við vorum lengi saman í sumar og það er gott að hafa bara fengið stutt frí og vera mættar aftur, klárar í næsta slag.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld á Laugardalsvelli en með sigri þar dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudaginn til að komast á HM í fyrsta sinn. „Ég vona að það komi margir. Þetta er mikilvægur leikur og við þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur. Við sáum á EM hvað þetta þýddi mikið fyrir okkur og gaf okkur mikinn aukastyrk. Ég vona innilega að fólk vilji koma og vera í þessu með okkur,“ sagði Glódís fyrir æfingu landsliðsins í dag. Glódís gætir þess að hugsa ekki strax til „úrslitaleiksins“ við Hollendinga: „Þessi leikur á föstudaginn skiptir öllu máli eins og staðan er núna. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að eiga toppleik á föstudaginn því þetta er lið á uppleið, sem vann Tékkland í síðasta leik sínum. Þær koma hingað með fullt af sjálfstrausti og þetta verður hörkuleikur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta af hálfum huga,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís Perla vill fólk á völlinn Glódís er leikmaður Bayern München og hefur verið á undirbúningstímabili með liðinu á Ítalíu og í Frakklandi: „Við erum búnar að vera að spila mikið af leikjum á móti góðum andstæðingum, það er bara ótrúlega gaman að fá að spila stóra leiki á undirbúningstímabilinu, þannig að já, ég er í mjög góðu standi,“ segir Glódís sem segist hafa verið farin að sakna liðsfélaga sinna úr landsliðinu eftir EM: „Við vorum ekki alveg nógu sáttar með að fara ekki upp úr riðlinum, og ná því ekki okkar markmiðum á EM. Samt sem áður erum við ótrúlega ánægðar með margt sem við gerðum á EM. Við vorum taplausar þar. Ég held að við séum búnar að sakna hver annarrar svolítið mikið. Við vorum lengi saman í sumar og það er gott að hafa bara fengið stutt frí og vera mættar aftur, klárar í næsta slag.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira