Talinn hafa ekið á 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2022 06:22 Maðurinn stakk lögregluna af bæði með hraðakstri og á fæti. Vísir/Vilhelm Ökumaður bifreiðar, sem lögregla gerði tilraun til að stöðva fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði í nótt, er talinn hafa ekið á allt að 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, jók hraðann og stakk af inn í Hafnarfjörð, þar sem hann svo yfirgaf bílinn og hljóp á brott. Lögregla lagði hald á bílinn fyrir rannsókn málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en atvikið átt sér stað á fyrsta tímanum í nótt. Svo virðist sem nokkuð hafi verið um að vera hjá umferðardeild lögreglu í nótt af marka má dagbókina. Bifreið var stöðvuð í Laugardal á tíunda tímanum í gærkvöldi og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum. Annar var stöðvaður í sama hverfi stuttu síðar grunaður um ölvun við akstur. Einn var þá stöðvaður í Múlum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, akstur svipur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. Þá var einn stöðvaður í Breiðholti fyrir að nota farsíma undir stýri. Ökumaðurinn játaði brotið á staðnum. Annar var stöðvaður í miðbæ Kópavogs grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Einn til viðbótar var stöðvaður í Árbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhúsi í Múlum á sjötta tímanum í gærkvöldi þar sem virðist hafa verið farið inn í hús og erðmætum stolið á meðan húsráðandi var vistaður á sjúkrahúsi. Þá kom upp eldur í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur um korter í sex í gærkvöldi. Slökkvilið fór á vettvang og telur að upp hafi komið rafmagnsbruni í loftljósi en skemmdir eru sagðar minniháttar. Maður í annarlegu átandi var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur eftir ítrekuð afskipti lögreglu. Maðurinn er grunaður um eignarspjöll, til dæmis rúðubrot, og var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá var kona í mjög annarlegu ástandi handtekin í miðbænum í nótt. Hún fór ekki að fyrirmælum lögreglu, er grunuð um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hún var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Afskipti voru þá höfð af karlmanni í íbúðarhúsnæði á Völlunum í Hafnarfirði. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum. Lögregla lagði hald á efnin og ritaði vettvangsskýrslu. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en atvikið átt sér stað á fyrsta tímanum í nótt. Svo virðist sem nokkuð hafi verið um að vera hjá umferðardeild lögreglu í nótt af marka má dagbókina. Bifreið var stöðvuð í Laugardal á tíunda tímanum í gærkvöldi og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum. Annar var stöðvaður í sama hverfi stuttu síðar grunaður um ölvun við akstur. Einn var þá stöðvaður í Múlum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, akstur svipur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. Þá var einn stöðvaður í Breiðholti fyrir að nota farsíma undir stýri. Ökumaðurinn játaði brotið á staðnum. Annar var stöðvaður í miðbæ Kópavogs grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Einn til viðbótar var stöðvaður í Árbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhúsi í Múlum á sjötta tímanum í gærkvöldi þar sem virðist hafa verið farið inn í hús og erðmætum stolið á meðan húsráðandi var vistaður á sjúkrahúsi. Þá kom upp eldur í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur um korter í sex í gærkvöldi. Slökkvilið fór á vettvang og telur að upp hafi komið rafmagnsbruni í loftljósi en skemmdir eru sagðar minniháttar. Maður í annarlegu átandi var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur eftir ítrekuð afskipti lögreglu. Maðurinn er grunaður um eignarspjöll, til dæmis rúðubrot, og var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá var kona í mjög annarlegu ástandi handtekin í miðbænum í nótt. Hún fór ekki að fyrirmælum lögreglu, er grunuð um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hún var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Afskipti voru þá höfð af karlmanni í íbúðarhúsnæði á Völlunum í Hafnarfirði. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum. Lögregla lagði hald á efnin og ritaði vettvangsskýrslu.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira