Lokadagur félagsskiptagluggans: Arthur til Liverpool og Aubameyang snýr aftur til Lundúna Íþróttadeild Vísis skrifar 1. september 2022 23:25 Artur Melo er mættur til Liverpool og Pierre-Emerick Aubameyang er genginn til liðs við Chelsea. Vísir/Getty/Twitter Félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokaði í kvöld og var nóg um að vera. Mörg félög sóttust eftir að styrkja sinn leikmannahóp áður en tíminn rann út og þar ber hæst að nefna félagsskipti Arthur Melo til Liverpool og Pierre-Emerick Aubameyang til Chelsea. Glugginn lokaði í fimm stærstu deildum Evrópu í dag en misjafnt er þó hversu langan tíma liðin höfðu til stefnu eftir því hvar þau eru staðsett. Lok glugga í Evrópu: Bundesliga - kl. 15.00 Serie A - kl. 15.00 Ligue 1 - kl. 21.00 Premier League - kl. 22.00 La Liga - kl. 22.00 Helstu félagsskipti dagsins eru þau að brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er mættur til Liverpool á láni frá Juventus. Fyrstu fréttir voru þær að lánssamningurinn fól ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum, en samkvæmt tilkynningu Juventus getur Liverpool keypt leikmanninn fyrir 37,5 milljónir punda næsta sumar. Þá var framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á leiðinni til Chelsea frá Barcelona í allan dag og þau félagsskipti voru loksins kyntt tæpri einni og hálfri klukkustund eftir að glugganum var lokað. Aubameyang var þó ekki eini leikmaðurinn sem stuðningsmenn Chelsea bíða eftir því miðjumaðurinn Denis Zakaria var einnig á leið til liðsins frá Juventus í dag. Our newest recruit, Pierre-Emerick Aubameyang! 😎 #AubameyangIsChelsea pic.twitter.com/ptrjqecDz2— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022 Önnur áhugaverð félagsskipti sem áttu sér stað í dag eru þau að Brassinn Willian er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea er genginn í raðir Fulham frá Corinthias í heimalandinu. Englendingurinn Daniel James fór einnig til Fulham frá Leeds. Martin Dubravka er mættur í Manchester United frá Newcastle og á að veita David de Gea samkeppni um markmansstöðuna, Hector Bellerin fór frá Arsenal til Barcelona, Memphis Depay og Frenkie de Jong verða um kyrrt hjá Börsungum og margt fleira, en allt það helsta sem gerðist í dag má sjá í lýsingunni hér fyrir neðan.
Glugginn lokaði í fimm stærstu deildum Evrópu í dag en misjafnt er þó hversu langan tíma liðin höfðu til stefnu eftir því hvar þau eru staðsett. Lok glugga í Evrópu: Bundesliga - kl. 15.00 Serie A - kl. 15.00 Ligue 1 - kl. 21.00 Premier League - kl. 22.00 La Liga - kl. 22.00 Helstu félagsskipti dagsins eru þau að brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er mættur til Liverpool á láni frá Juventus. Fyrstu fréttir voru þær að lánssamningurinn fól ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum, en samkvæmt tilkynningu Juventus getur Liverpool keypt leikmanninn fyrir 37,5 milljónir punda næsta sumar. Þá var framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á leiðinni til Chelsea frá Barcelona í allan dag og þau félagsskipti voru loksins kyntt tæpri einni og hálfri klukkustund eftir að glugganum var lokað. Aubameyang var þó ekki eini leikmaðurinn sem stuðningsmenn Chelsea bíða eftir því miðjumaðurinn Denis Zakaria var einnig á leið til liðsins frá Juventus í dag. Our newest recruit, Pierre-Emerick Aubameyang! 😎 #AubameyangIsChelsea pic.twitter.com/ptrjqecDz2— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022 Önnur áhugaverð félagsskipti sem áttu sér stað í dag eru þau að Brassinn Willian er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea er genginn í raðir Fulham frá Corinthias í heimalandinu. Englendingurinn Daniel James fór einnig til Fulham frá Leeds. Martin Dubravka er mættur í Manchester United frá Newcastle og á að veita David de Gea samkeppni um markmansstöðuna, Hector Bellerin fór frá Arsenal til Barcelona, Memphis Depay og Frenkie de Jong verða um kyrrt hjá Börsungum og margt fleira, en allt það helsta sem gerðist í dag má sjá í lýsingunni hér fyrir neðan.
Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira