„Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 14:01 Stelpurnar okkar fengu frábæran stuðning á EM í Englandi í sumar og vonast eftir sams konar stuðningi á heimavelli á morgun. VÍSIR/VILHELM „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun skiptir sköpum varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í Ástralíu næsta sumar. Þetta er jafnframt fyrsti og eini heimaleikur stelpnanna okkar á þessu ári. Nú í hádeginu höfðu aðeins 3.300 miðar farið út úr miðasölukerfinu fyrir leikinn og því enn pláss fyrir 6.500 manns. Þróunin virðist því síst sú sama á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu, þar sem hvert áhorfendametið á fætur öðru hefur fallið síðustu misseri í knattspyrnu kvenna. „Væri gaman að fá fólkið sem tuðar mest“ „Hvað þarf að breytast? Bara það að fólk mæti á völlinn. Það var mikið „hype“ í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina. Núna er akkúrat séns. Við erum að spila heima og gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félagsliðin þurfa líka að ýta undir það að stelpurnar mæti og bara að sem flestir mæti,“ sagði Sara á blaðamannafundi í dag. Klippa: Sara og Þorsteinn um stuðning Íslendinga „Ég held að það væri gaman að fá fólkið sem að tuðar mest á samfélagsmiðlum til að mæta á völlinn,“ bætti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við og kímdi áður en hann hélt áfram: „Ég held að það sé partur af þessu. Umræða um karla og kvenna og eitthvað svoleiðis… við erum að horfa út í heim á hvert áhorfendametið á fætur öðru. Við þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi og það er kominn tími til að við sönnum það gagnvart stelpunum. Þær eiga það bara skilið og ekkert annað. Við erum að ná fínum árangri, erum á fínum stað, með gott landslið sem hefur mikla möguleika, og áhorfendur skipta okkur máli. Þeir skipta okkur máli að því leyti til að þeir hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs.“ „Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það“ Aðspurður hvort að hann teldi tímasetningu leiksins, klukkan 17:30 á föstudegi, hafa áhrif sagðist Þorsteinn ekki telja það. Tímasetningin er sameiginleg ákvörðun KSÍ og RÚV en annað kvöld er RÚV með beina útsendingu úr Hörpu í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Er ekki búið að stytta vinnuvikuna?“ spurði Þorsteinn léttur í bragði. „Það ætti að vera tími fyrir fólk til að mæta á völlinn í flestum tilvikum. Ég held að leiktíminn hafi ekkert um þetta að segja. Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það,“ bætti hann við. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun skiptir sköpum varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í Ástralíu næsta sumar. Þetta er jafnframt fyrsti og eini heimaleikur stelpnanna okkar á þessu ári. Nú í hádeginu höfðu aðeins 3.300 miðar farið út úr miðasölukerfinu fyrir leikinn og því enn pláss fyrir 6.500 manns. Þróunin virðist því síst sú sama á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu, þar sem hvert áhorfendametið á fætur öðru hefur fallið síðustu misseri í knattspyrnu kvenna. „Væri gaman að fá fólkið sem tuðar mest“ „Hvað þarf að breytast? Bara það að fólk mæti á völlinn. Það var mikið „hype“ í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina. Núna er akkúrat séns. Við erum að spila heima og gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félagsliðin þurfa líka að ýta undir það að stelpurnar mæti og bara að sem flestir mæti,“ sagði Sara á blaðamannafundi í dag. Klippa: Sara og Þorsteinn um stuðning Íslendinga „Ég held að það væri gaman að fá fólkið sem að tuðar mest á samfélagsmiðlum til að mæta á völlinn,“ bætti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við og kímdi áður en hann hélt áfram: „Ég held að það sé partur af þessu. Umræða um karla og kvenna og eitthvað svoleiðis… við erum að horfa út í heim á hvert áhorfendametið á fætur öðru. Við þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi og það er kominn tími til að við sönnum það gagnvart stelpunum. Þær eiga það bara skilið og ekkert annað. Við erum að ná fínum árangri, erum á fínum stað, með gott landslið sem hefur mikla möguleika, og áhorfendur skipta okkur máli. Þeir skipta okkur máli að því leyti til að þeir hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs.“ „Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það“ Aðspurður hvort að hann teldi tímasetningu leiksins, klukkan 17:30 á föstudegi, hafa áhrif sagðist Þorsteinn ekki telja það. Tímasetningin er sameiginleg ákvörðun KSÍ og RÚV en annað kvöld er RÚV með beina útsendingu úr Hörpu í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Er ekki búið að stytta vinnuvikuna?“ spurði Þorsteinn léttur í bragði. „Það ætti að vera tími fyrir fólk til að mæta á völlinn í flestum tilvikum. Ég held að leiktíminn hafi ekkert um þetta að segja. Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það,“ bætti hann við.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira