„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 15:46 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var að vonum svekkt eftir niðurstöðuna á EM í sumar en nýtir það til að ná meiri árangri. VÍSIR/VILHELM Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. Gunnhildur var í eldlínunni með Íslandi á EM í Englandi í júlí en fór svo beint til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu, Orlando Pride. „Það var erfitt að mæta aftur, ég ætla ekkert að neita því. Það tekur andlega á að vera á svona stórmóti, og eins það að hafa ekki komist áfram eða unnið leik á mótinu. Ég þurfti bara að mæta strax á tvær æfingar fyrsta daginn og fara svo beint í útileik. Það tók á. En svona er fótboltinn og maður heldur bara áfram, og gefur sig í öll verkefni sem eru framundan. Ég er því í fullu fjöri,“ segir Gunnhildur fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær. Klippa: Gunnhildur Yrsa um leikinn mikilvæga og lífið eftir EM Ísland mætir þar Hvíta-Rússlandi á morgun klukkan 17:30 og heldur svo til Hollands á sunnudag til að spila úrslitaleik við Hollendinga á þriðjudaginn, um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í flókið umspil og endi Ísland þar skiptir máli að hafa unnið Hvíta-Rússland. „Við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru og við tökum það góða frá EM með okkur. Við erum ótrúlega hungraðar í að ná á HM eftir það sem gerðist á EM. Við stóðum okkur frábærlega þar og ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við töpuðum ekki leik en komumst samt ekki áfram, og við notum það til að mótivera okkur í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. Hvít-Rússar unnu 2-1 sigur gegn Tékklandi í júní og eru sýnd veiði en ekki gefin: „Þær eru með mjög sterkt lið og náðu að stríða Tékkum, sem sýnir hvað þær geta. Við vitum að við þurfum að vera hundrað prósent og ætlum að einbeita okkur að þessum leik. Steini hefur alltaf verið þannig að við tökum bara einn leik í einu og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að vera í núinu og fókusa á einn dag í einu,“ segir Gunnhildur. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Gunnhildur var í eldlínunni með Íslandi á EM í Englandi í júlí en fór svo beint til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu, Orlando Pride. „Það var erfitt að mæta aftur, ég ætla ekkert að neita því. Það tekur andlega á að vera á svona stórmóti, og eins það að hafa ekki komist áfram eða unnið leik á mótinu. Ég þurfti bara að mæta strax á tvær æfingar fyrsta daginn og fara svo beint í útileik. Það tók á. En svona er fótboltinn og maður heldur bara áfram, og gefur sig í öll verkefni sem eru framundan. Ég er því í fullu fjöri,“ segir Gunnhildur fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær. Klippa: Gunnhildur Yrsa um leikinn mikilvæga og lífið eftir EM Ísland mætir þar Hvíta-Rússlandi á morgun klukkan 17:30 og heldur svo til Hollands á sunnudag til að spila úrslitaleik við Hollendinga á þriðjudaginn, um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í flókið umspil og endi Ísland þar skiptir máli að hafa unnið Hvíta-Rússland. „Við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru og við tökum það góða frá EM með okkur. Við erum ótrúlega hungraðar í að ná á HM eftir það sem gerðist á EM. Við stóðum okkur frábærlega þar og ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við töpuðum ekki leik en komumst samt ekki áfram, og við notum það til að mótivera okkur í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. Hvít-Rússar unnu 2-1 sigur gegn Tékklandi í júní og eru sýnd veiði en ekki gefin: „Þær eru með mjög sterkt lið og náðu að stríða Tékkum, sem sýnir hvað þær geta. Við vitum að við þurfum að vera hundrað prósent og ætlum að einbeita okkur að þessum leik. Steini hefur alltaf verið þannig að við tökum bara einn leik í einu og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að vera í núinu og fókusa á einn dag í einu,“ segir Gunnhildur. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira