Sorgarleyfi, næsta skref – áskorun til félags- og vinnumarkaðsráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar 1. september 2022 17:31 Í júní var stigið mikilvægt skref þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn. Frá 1. janúar 2023 munu foreldrar sem missa barn geta tekið allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Eins og segir í greinargerð með lögunum gefur sorgarleyfi foreldrum á innlendum vinnumarkaði svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og auðveldar þeim, þegar það á við, að styðja við eftirlifandi systkin. Ekki þarf að orðlengja það álag sem fylgir barnsmissi en áður en lögin komu til höfðu foreldrar sjaldnast önnur ráð en að bíta á jaxlinn og halda áfram vinnu eins og ekkert hefði í skorist nema þegar vinnuveitendur voru þeim hliðhollir og veittu þeim svigrúm. Aðrir nýttu rétt vegna veikinda. Sorg er hins vegar ekki veikindi. Með lögunum eru viðurkennd áhrif sorgar vegna barnsmissis á fjölskyldur í heild. Það er lofsvert og Krabbameinsfélagið fagnar lögunum innilega. Eins og félags- og vinnumarkaðsráðherra nefnir í pistli í Vísi þann 31. ágúst eru lögin mikilvægt fyrsta skref og fram kemur að í ráðuneytinu sé hafin vinna við undirbúning næsta skrefs. Auðveldum foreldrum að styðja við börnin sín Krabbameinsfélagið vill árétta þá skoðun sem félagið hefur lýst við önnur tækifæri, að ekki er síður mikilvægt að veita sorgarleyfi eftirlifandi foreldrum barna yngri en 18 ára, sem missa foreldri sitt. Gögn Hagstofunnar sýna að á Íslandi misstu árlega um 100 börn yngri en 18 ára foreldri sitt á árunum 2009 til 2018. Í sumum tilfellum er um systkini að ræða. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Krabbameinsfélagið skorar á félags- og vinnumálaráðherra og alla þingmenn að nýta næsta þing til að taka næsta skref í málinu: að víkka út lög um sorgarleyfi þannig að þau nái einnig til foreldra barna sem ýmist hafa misst foreldri skyndilega eða eftir langvinn veikindi, með það sérstaklega fyrir augum að auðvelda þeim að styðja við börn sín í erfiðum aðstæðum. Von Krabbameinsfélagsins er að eigi síðar en 1. janúar 2024 taki gildi breytt lög um sorgarleyfi, þar sem sorgarleyfi býðst einnig foreldrum barna yngri en 18 ára, sem misst hafa foreldri sitt. Slík breyting er lítið skref en með mikla þýðingu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í júní var stigið mikilvægt skref þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn. Frá 1. janúar 2023 munu foreldrar sem missa barn geta tekið allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Eins og segir í greinargerð með lögunum gefur sorgarleyfi foreldrum á innlendum vinnumarkaði svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og auðveldar þeim, þegar það á við, að styðja við eftirlifandi systkin. Ekki þarf að orðlengja það álag sem fylgir barnsmissi en áður en lögin komu til höfðu foreldrar sjaldnast önnur ráð en að bíta á jaxlinn og halda áfram vinnu eins og ekkert hefði í skorist nema þegar vinnuveitendur voru þeim hliðhollir og veittu þeim svigrúm. Aðrir nýttu rétt vegna veikinda. Sorg er hins vegar ekki veikindi. Með lögunum eru viðurkennd áhrif sorgar vegna barnsmissis á fjölskyldur í heild. Það er lofsvert og Krabbameinsfélagið fagnar lögunum innilega. Eins og félags- og vinnumarkaðsráðherra nefnir í pistli í Vísi þann 31. ágúst eru lögin mikilvægt fyrsta skref og fram kemur að í ráðuneytinu sé hafin vinna við undirbúning næsta skrefs. Auðveldum foreldrum að styðja við börnin sín Krabbameinsfélagið vill árétta þá skoðun sem félagið hefur lýst við önnur tækifæri, að ekki er síður mikilvægt að veita sorgarleyfi eftirlifandi foreldrum barna yngri en 18 ára, sem missa foreldri sitt. Gögn Hagstofunnar sýna að á Íslandi misstu árlega um 100 börn yngri en 18 ára foreldri sitt á árunum 2009 til 2018. Í sumum tilfellum er um systkini að ræða. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Krabbameinsfélagið skorar á félags- og vinnumálaráðherra og alla þingmenn að nýta næsta þing til að taka næsta skref í málinu: að víkka út lög um sorgarleyfi þannig að þau nái einnig til foreldra barna sem ýmist hafa misst foreldri skyndilega eða eftir langvinn veikindi, með það sérstaklega fyrir augum að auðvelda þeim að styðja við börn sín í erfiðum aðstæðum. Von Krabbameinsfélagsins er að eigi síðar en 1. janúar 2024 taki gildi breytt lög um sorgarleyfi, þar sem sorgarleyfi býðst einnig foreldrum barna yngri en 18 ára, sem misst hafa foreldri sitt. Slík breyting er lítið skref en með mikla þýðingu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar