Enn í óvissu eftir smitið fyrir úrslitaleikinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 10:31 Vivianne Miedema á Laugardalsvelli, í 2-0 sigri Hollands í fyrrahaust. Getty/Laurens Lindhout Eftir leik Íslands við Hvíta-Rússland í kvöld tekur við úrslitaleikur við Holland á þriðjudag, um sæti á HM kvenna í fótbolta. Óvissa ríkir um aðalmarkaskorara Hollands og einn besta leikmann heims, Vivianne Miedema. Miedema smitaðist af kórónuveirunni á EM í Englandi í júlí og missti af tveimur leikjum. Hún fékk leyfi til að spila gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum en náði ekki að koma í veg fyrir tap og yfirgaf leikvanginn með tár á hvarmi. Í viðtali við hollenska miðilinn Telegraaf, eftir æfingu hollenska landsliðsins í vikunni, segist Miedema hafa verið lengi að jafna sig eftir EM og blaðið slær því upp í fyrirsögn að veiran spili þar sinn þátt: „Ég er ekki enn búinn að geta æft mikið með Arsenal,“ segir Miedema sem hefur smátt og smátt verið að reyna að auka æfingaálagið. „Ég þurfti tíma til að jafna mig eftir EM. Sem betur fer líður mér betur núna. Vonandi helst ég góð í þessari viku svo að hægt verði að nýta mig,“ segir Miedema. Fjör og fullkomnun hjá kærustunni en „skítt“ hjá Miedema Miedema, sem skorað hefur 94 mörk fyrir hollenska landsliðið og yfir hundrað mörk fyrir Arsenal, fór til Grikklands eftir EM ásamt Beth Mead, einni af hetjum enska landsliðsins sem varð Evrópumeistari og markadrottning. „Hjá Beth var allt fjör og fullkomnun en fyrir mig var þetta bara skítt. Maður horfir til baka á þetta en á einhverjum tímapunkti er því lokið. Maður verður að halda áfram. Ég vil ekki fara 100.000 sinnum yfir EM. Afar mikilvægur leikur bíður okkar á þriðjudag. Við ættum að einbeita okkur að honum,“ segir Miedema og vísar til landsleiksins við Ísland. Sigurliðið í þeim leik kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar en tapliðið fer í umspil. EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
Miedema smitaðist af kórónuveirunni á EM í Englandi í júlí og missti af tveimur leikjum. Hún fékk leyfi til að spila gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum en náði ekki að koma í veg fyrir tap og yfirgaf leikvanginn með tár á hvarmi. Í viðtali við hollenska miðilinn Telegraaf, eftir æfingu hollenska landsliðsins í vikunni, segist Miedema hafa verið lengi að jafna sig eftir EM og blaðið slær því upp í fyrirsögn að veiran spili þar sinn þátt: „Ég er ekki enn búinn að geta æft mikið með Arsenal,“ segir Miedema sem hefur smátt og smátt verið að reyna að auka æfingaálagið. „Ég þurfti tíma til að jafna mig eftir EM. Sem betur fer líður mér betur núna. Vonandi helst ég góð í þessari viku svo að hægt verði að nýta mig,“ segir Miedema. Fjör og fullkomnun hjá kærustunni en „skítt“ hjá Miedema Miedema, sem skorað hefur 94 mörk fyrir hollenska landsliðið og yfir hundrað mörk fyrir Arsenal, fór til Grikklands eftir EM ásamt Beth Mead, einni af hetjum enska landsliðsins sem varð Evrópumeistari og markadrottning. „Hjá Beth var allt fjör og fullkomnun en fyrir mig var þetta bara skítt. Maður horfir til baka á þetta en á einhverjum tímapunkti er því lokið. Maður verður að halda áfram. Ég vil ekki fara 100.000 sinnum yfir EM. Afar mikilvægur leikur bíður okkar á þriðjudag. Við ættum að einbeita okkur að honum,“ segir Miedema og vísar til landsleiksins við Ísland. Sigurliðið í þeim leik kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar en tapliðið fer í umspil.
EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira