„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Snorri Másson skrifar 2. september 2022 17:36 Benóný Harðarsson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna. Vísir/Arnar Halldórsson Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um stórfelldan launaþjófnað í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, hefur haldið því fram að starfsfólkið hafi unnið allt að sextán tíma á daga, sex daga vikunnar. Þessu vísaði lögmaður eigenda veitingastaðanna á bug í viðtali við mbl.is í gær. Þar sagði lögmaðurinn að vaktirnar hafi yfirleitt verið átta til níu tímar, stundum tíu, en á móti hafi komið styttri vinnudagar. Benóný Harðarson segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að Fagfélögin hafi undir höndum vaktaplön, þar sem dæmi voru um að vaktirnar væru fimmtán tímar. „Við höfum náttúrulega okkar upplýsingar frá okkar félagsmönnum og við trúum okkar félagsmönnum í þessu máli. Það er þannig að vaktaplönin sýndu allt að 15 klukkustundir en þá átti eftir að þrífa eldhúsið og veitingasalinn. Við byggjum kröfuna á vaktaplaninu, þó að við vitum að okkar félagsmenn hafi unnið lengur,“ segir Benóný. Um var að ræða þrjá starfsmenn, sem nú eru horfnir til annarra starfa. Þeir störfuðu hjá veitingastöðunum í 5-16 mánuði og vegna þessa meinta launaþjófnaðar, hafa fagfélögin krafið veitingastaðina um tæpar fjórtán milljónir króna í vangreidd laun. „Við vonum að okkar félagsmenn fái bara greitt sem fyrst. Kjarni málsins er náttúrulega sá að þarna var fólk að vinna mjög mikla vinnu á alltof lágum launum og það var bara verið að fara illa með fólk. Að ætla að fara að leiðrétta, að hengja sig í einhverjum smáatriðum núna til að rétta sinn hlut er bara ósanngjarnt gagnvart fólkinu sem var farið illa með,“ segir Benóný. Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um stórfelldan launaþjófnað í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, hefur haldið því fram að starfsfólkið hafi unnið allt að sextán tíma á daga, sex daga vikunnar. Þessu vísaði lögmaður eigenda veitingastaðanna á bug í viðtali við mbl.is í gær. Þar sagði lögmaðurinn að vaktirnar hafi yfirleitt verið átta til níu tímar, stundum tíu, en á móti hafi komið styttri vinnudagar. Benóný Harðarson segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að Fagfélögin hafi undir höndum vaktaplön, þar sem dæmi voru um að vaktirnar væru fimmtán tímar. „Við höfum náttúrulega okkar upplýsingar frá okkar félagsmönnum og við trúum okkar félagsmönnum í þessu máli. Það er þannig að vaktaplönin sýndu allt að 15 klukkustundir en þá átti eftir að þrífa eldhúsið og veitingasalinn. Við byggjum kröfuna á vaktaplaninu, þó að við vitum að okkar félagsmenn hafi unnið lengur,“ segir Benóný. Um var að ræða þrjá starfsmenn, sem nú eru horfnir til annarra starfa. Þeir störfuðu hjá veitingastöðunum í 5-16 mánuði og vegna þessa meinta launaþjófnaðar, hafa fagfélögin krafið veitingastaðina um tæpar fjórtán milljónir króna í vangreidd laun. „Við vonum að okkar félagsmenn fái bara greitt sem fyrst. Kjarni málsins er náttúrulega sá að þarna var fólk að vinna mjög mikla vinnu á alltof lágum launum og það var bara verið að fara illa með fólk. Að ætla að fara að leiðrétta, að hengja sig í einhverjum smáatriðum núna til að rétta sinn hlut er bara ósanngjarnt gagnvart fólkinu sem var farið illa með,“ segir Benóný.
Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30