„Þeirra leikur er svolítið villtur“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 15:00 Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu báðar gegn Hvíta-Rússlandi þegar liðin mættust í apríl. VÍSIR/VILHELM Þó að Ísland hafi unnið 5-0 stórsigur gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, býr íslenska landsliðið sig undir erfiða rimmu á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Hvít-Rússar sýndu hvað í þeirra lið er spunnið með 2-1 sigri gegn Tékklandi í júní. Tékkar hafa til að mynda gert jafntefli í báðum leikjum sínum gegn Hollendingum, liðið sem Ísland berst við um efsta sætið í riðlinum. Hvít-rússneska liðið er því að mati Þorsteins Halldórssonar sýnd veiði en alls ekki gefin: „Þær eru duglegar og þeirra fremstu menn hlaupa mikið og pressa. Við þurfum að vera tilbúin í smá átök á móti þeim. Þær voru grimmar á móti okkur í fyrri leiknum fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við skoruðum gáfu þær svolítið eftir. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum í fyrri leiknum gegn þeim og þurfum að nýta það aftur [í dag]. Nýta okkar styrkleika og vera tilbúin í alvöru bardaga. Þær voru grimmar á móti Tékklandi og mjög skeinuhættar,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í gær og vildi ekki gera of mikið úr 5-0 sigrinum í apríl. „Þær eru með senter sem að hleypur endalaust og er hættuleg því hún er að allan leikinn. Þeirra leikur er svolítið villtur á köflum. Villtar í pressu. Tékkarnir áttu í vandræðum með það og við þurfum að vera tilbúnar í það frá fyrstu mínútu. Við þurfum að sýna þeim að þær koma ekkert hingað til að fá nokkuð gefins, en umfram allt að spila á okkar styrkleikum,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Hvít-Rússana Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Sjá meira
Hvít-Rússar sýndu hvað í þeirra lið er spunnið með 2-1 sigri gegn Tékklandi í júní. Tékkar hafa til að mynda gert jafntefli í báðum leikjum sínum gegn Hollendingum, liðið sem Ísland berst við um efsta sætið í riðlinum. Hvít-rússneska liðið er því að mati Þorsteins Halldórssonar sýnd veiði en alls ekki gefin: „Þær eru duglegar og þeirra fremstu menn hlaupa mikið og pressa. Við þurfum að vera tilbúin í smá átök á móti þeim. Þær voru grimmar á móti okkur í fyrri leiknum fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við skoruðum gáfu þær svolítið eftir. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum í fyrri leiknum gegn þeim og þurfum að nýta það aftur [í dag]. Nýta okkar styrkleika og vera tilbúin í alvöru bardaga. Þær voru grimmar á móti Tékklandi og mjög skeinuhættar,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í gær og vildi ekki gera of mikið úr 5-0 sigrinum í apríl. „Þær eru með senter sem að hleypur endalaust og er hættuleg því hún er að allan leikinn. Þeirra leikur er svolítið villtur á köflum. Villtar í pressu. Tékkarnir áttu í vandræðum með það og við þurfum að vera tilbúnar í það frá fyrstu mínútu. Við þurfum að sýna þeim að þær koma ekkert hingað til að fá nokkuð gefins, en umfram allt að spila á okkar styrkleikum,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Hvít-Rússana Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Sjá meira