„Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af landsleikjunum vegna meiðsla en Hallbera Guðný Gísladóttir er hætt í fótbolta. VÍSIR/VILHELM Ljóst er að Þorsteinn Halldórsson getur ekki stólað á sama byrjunarlið og á EM þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Hallbera Guðný Gísladóttir, sem sá um stöðu vinstri bakvarðar í 14 ár og lék 131 A-landsleik, er hætt og þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar. Vísir spurði leikmenn íslenska liðsins út í þessi forföll í vikunni, fyrir leikina við Hvít-Rússa og Hollendinga sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM. „Auðvitað breytir það einhverju að vera ekki með þær í liðinu. Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu. En við erum með breiðan og góðan hóp og það koma leikmenn inn í staðinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði. Búin að búa til stóran hóp „Ég myndi segja að við værum búin að vera að búa til frekar stóran hóp, þannig að við séum undirbúin fyrir að það geti komið enhver forföll, því það gerist alltaf,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir og bætti við: „Klárlega munum við sakna þeirra sem eru ekki hérna núna en að sama skapi erum við með flottan hóp. Þær sem fá þessi hlutverk þeirra sem hafa verið að detta út, ég er viss um að þær muni stíga upp og standa sig frábærlega.“ Alexandra Jóhannsdóttir gæti fengið tækifæri á miðjunni í leikjunum og saknar sérstaklega góðvinkonu sinnar Karólínu. „Já, auðvitað. Hallbera er búin að vera hérna í ég veit ekki hvað mörg ár, og Karólína er líka ótrúlega mikilvæg fyrir liðið innan vallar sem utan. En það kemur maður í manns stað og við erum ekkert með verri leikmenn sem koma inn. En auðvitað er svakalegur missir að missa þær,“ sagði Alexandra. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir, sem sá um stöðu vinstri bakvarðar í 14 ár og lék 131 A-landsleik, er hætt og þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar. Vísir spurði leikmenn íslenska liðsins út í þessi forföll í vikunni, fyrir leikina við Hvít-Rússa og Hollendinga sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM. „Auðvitað breytir það einhverju að vera ekki með þær í liðinu. Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu. En við erum með breiðan og góðan hóp og það koma leikmenn inn í staðinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði. Búin að búa til stóran hóp „Ég myndi segja að við værum búin að vera að búa til frekar stóran hóp, þannig að við séum undirbúin fyrir að það geti komið enhver forföll, því það gerist alltaf,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir og bætti við: „Klárlega munum við sakna þeirra sem eru ekki hérna núna en að sama skapi erum við með flottan hóp. Þær sem fá þessi hlutverk þeirra sem hafa verið að detta út, ég er viss um að þær muni stíga upp og standa sig frábærlega.“ Alexandra Jóhannsdóttir gæti fengið tækifæri á miðjunni í leikjunum og saknar sérstaklega góðvinkonu sinnar Karólínu. „Já, auðvitað. Hallbera er búin að vera hérna í ég veit ekki hvað mörg ár, og Karólína er líka ótrúlega mikilvæg fyrir liðið innan vallar sem utan. En það kemur maður í manns stað og við erum ekkert með verri leikmenn sem koma inn. En auðvitað er svakalegur missir að missa þær,“ sagði Alexandra. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31
Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45
Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55