Fjöldi tilkynninga um launaþjófnað á Suðurlandi: „Þetta blasir við okkur sem grafalvarleg staða“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. september 2022 14:50 Í sumar hefur 31 félagsmaður Verkalýðsfélags Suðurlands leitað til félagsins vegna gruns um launaþjófnað. Vísir/Arnar Á fjórða tug mála eru á borði Verkalýðsfélags Suðurlands þar sem grunur er um launaþjófnað en fjárhæðirnar sem um ræðir eru allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í milljónir. Eftirlitsfulltrúi félagsins segir grafalvarlega stöðu blasa við og kallar eftir því að stjórnvöld komi með alvöru viðurlög. Að því er kemur fram í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Suðurlands hefur 31 félagsmaður óskað eftir aðstoð vegna gruns um launaþjófnað í sumar. Í grófustu tilfellunum nemi meintur þjófnaður allt að 900 þúsund króna, auk þess sem dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið vinna allt að 400 stundir á mánuði. „Við höfum ekki þurft að fara fyrir dóm með neitt af þessu en ég get sagt að af þessu 31 máli þá eru 19 enn í vinnslu. Það hefur svona gengið þokkalega en hvergi nærri því nógu vel,“ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Um sé að ræða gríðarlegan fjölda þegar litið er til stærðar félagsins en mest megnis séu þetta starfsfólk úr ferðaþjónustu. „Þetta blasir við okkur sem grafalvarleg staða og kannski svolítið sorglegt fyrir ferðaþjónustuna, sem er ítrekað talað um sem er talað um sem gjaldeyrisskapandi gullegg okkar Íslendinga, en þetta er ekkert gullegg fyrir þá sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir Ástþór. Engin viðurlög við launaþjófnaði Mikil umræða hefur skapast um launaþjófnað undanfarið, ekki síst eftir að eigendur Flame og Bambus voru sakaðir um að svíkja þrjá starfsmenn um vaktaálag, yfirvinnu og orlof. Eigendurnir segja ásakanirnar rangar en Fagfélögin hafa krafið eigendurna um 13 milljónir króna í ógreidd laun. Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ greindi þá frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að málum sem tengjast launaþjófnaði fari fjölgandi. Þörf væri þörf á frekari úrræðum og viðurlögum. „Launaþjófnaður er ekkert annað en þjófnaður og eðli málsins samkvæmt þá ætti það náttúrulega bara að vera brot á hegningarlögum eins og hver annar þjófnaður,“ segir Ástþór en mál tengd launaþjófnaði séu hins vegar þess eðlis að það sé erfiðara að fara með þau í þann farveg. Hann segir því nauðsynlegt að stjórnvöld og viðkomandi aðilar komi með alvöru viðurlög. „Það eru þannig lagað engin viðurlög sem að atvinnurekendur fá á sig fyrir að brjóta á réttindum fólks,“ segir hann og bindur sömuleiðis vonir við kjaraviðræður í haust. „Ég vona bara að allir komi til kjarasamninga, að samninganefndir verði hörð á þessu,“ segir hann enn fremur. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. 2. september 2022 17:36 Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Suðurlands hefur 31 félagsmaður óskað eftir aðstoð vegna gruns um launaþjófnað í sumar. Í grófustu tilfellunum nemi meintur þjófnaður allt að 900 þúsund króna, auk þess sem dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið vinna allt að 400 stundir á mánuði. „Við höfum ekki þurft að fara fyrir dóm með neitt af þessu en ég get sagt að af þessu 31 máli þá eru 19 enn í vinnslu. Það hefur svona gengið þokkalega en hvergi nærri því nógu vel,“ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Um sé að ræða gríðarlegan fjölda þegar litið er til stærðar félagsins en mest megnis séu þetta starfsfólk úr ferðaþjónustu. „Þetta blasir við okkur sem grafalvarleg staða og kannski svolítið sorglegt fyrir ferðaþjónustuna, sem er ítrekað talað um sem er talað um sem gjaldeyrisskapandi gullegg okkar Íslendinga, en þetta er ekkert gullegg fyrir þá sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir Ástþór. Engin viðurlög við launaþjófnaði Mikil umræða hefur skapast um launaþjófnað undanfarið, ekki síst eftir að eigendur Flame og Bambus voru sakaðir um að svíkja þrjá starfsmenn um vaktaálag, yfirvinnu og orlof. Eigendurnir segja ásakanirnar rangar en Fagfélögin hafa krafið eigendurna um 13 milljónir króna í ógreidd laun. Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ greindi þá frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að málum sem tengjast launaþjófnaði fari fjölgandi. Þörf væri þörf á frekari úrræðum og viðurlögum. „Launaþjófnaður er ekkert annað en þjófnaður og eðli málsins samkvæmt þá ætti það náttúrulega bara að vera brot á hegningarlögum eins og hver annar þjófnaður,“ segir Ástþór en mál tengd launaþjófnaði séu hins vegar þess eðlis að það sé erfiðara að fara með þau í þann farveg. Hann segir því nauðsynlegt að stjórnvöld og viðkomandi aðilar komi með alvöru viðurlög. „Það eru þannig lagað engin viðurlög sem að atvinnurekendur fá á sig fyrir að brjóta á réttindum fólks,“ segir hann og bindur sömuleiðis vonir við kjaraviðræður í haust. „Ég vona bara að allir komi til kjarasamninga, að samninganefndir verði hörð á þessu,“ segir hann enn fremur.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. 2. september 2022 17:36 Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sjá meira
„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. 2. september 2022 17:36
Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31