Fótbolti

Frei­burg á toppinn eftir að Bayern tókst ekki að vinna í Ber­lín

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Freiburg fagna.
Leikmenn Freiburg fagna. Stefan Brauer/Getty Images

Freiburg er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Á sama tíma gerðu Þýskalandsmeistarar Bayern München 1-1 jafntefli við Union Berlín á útivelli.

Kerem Demirbay kom Leverkusen yfir og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins þar á bæ. Matthias Ginter jafnaði fyrir gestina þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Michael Gregoritsch kom Freiburg yfir skömmu síðar.

Framherjinn Patrik Schick jafnaði fyrir Leverkusen eftir sendingu Callum Hudson-Odoi þegar 25 mínútur voru til leiksloka en Ritsu Doan skoraði fyrir Freiburg sjö mínútum síðar og kom gestunum þar með 3-2 yfir. Reyndust það lokatölur leiksins og Freiburg mætt á topp deildarinnar.

Bæjarar gerðu 1-1 jafntefli í Berlín þar sem bæði mörkin komu á fyrsta stundarfjórðungnum. Sheraldo Becker skoraði yfir Union Berlín en Joshua Kimmich jafnaði metin fyrir gestina skömmu síðar.

Önnur úrslit voru þau að Werder Bremen vann 2-0 sigur á Bochum, Köln vann 4-2 sigur á Wolfsburg á meðan Stuttgart og Schalke 04 gerðu 1-1 jafntefli.

Freiburg og Borussia Dortmund eru í efstu sætum deildarinnar með 12 stig en Bayern og Berlín eru þar á eftir með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×