Hafsteinn Halldórsson aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir útköll vegna elds í ruslatunnum fremur algeng.
Útkallið barst slökkviliðinu klukkan 18:12 og var slökkviliðið að ljúka störfum á svæðinu um klukkan 18:45. Hafsteinn segir mikinn reyk hafa komið frá tunnunni vegna þess að tunnan sjálf sé úr plasti og kviknað hafi í henni.
Eldurinn var metinn sem minniháttar en hefur ef til vill skotið íbúum á svæðinu skelk í bringu.