„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. september 2022 22:20 Búið er að girða fyrir svæðið þar sem lekinn kom upp en vatnskrafturinn var svo mikill að tré rifnuðu upp frá rótum og gangstéttin brotnaði. Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. Lögnin var önnur tveggja stofnlagna sem flytja vatn til vestari hluta höfuðborgarsvæðisins en hún liggur við Kringlumýrarbraut frá gatnamótum við Háaleitisbraut að gatnamótum við Kringlumýrarbraut. Lögnin gaf sig rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi við fjölbýlishús í Hvassaleiti. „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót niður með húsinu og aftan við húsið var hálfgert uppistöðulón. Svo náði það hérna niður að Kringlu og þar eru bílskúrar og bílastæði sem fylltust af vatni líka, holræsikerfin náðu illa að losa allt þetta magn,“ segir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum, um aðstæður í gær. Gula línan sýnir hvar lögnin er staðsett en lekinn kom upp við Hvassaleiti 28-30 Slökkvilið mætti strax á vettvang en náði lítið að gera þar sem vatnskrafturinn var svo mikill. Það tók starfsfólk Veitna um klukkustund að loka fyrir vatnið, sem einhverjir íbúar á svæðinu hafa gagnrýnt harðlega. Jón Trausti segir aftur á móti að viðbragð þeirra hafi verið betra en oft áður, þar sem þeir höfðu lært af lekanum í Háskóla Íslands í janúar í fyrra. „Það var heilmikill lærdómur sem að við drógum með okkur úr háskólalekanum og nýttum núna. En það er mikilvægt að átta sig á því að það er svolítið eins og að stöðva olíuflutningaskip að stoppa svona pípu,“ segir Jón Trausti. „Fyrsta viðbragðið eftir að við vorum búin að staðsetja lekann er að það var kallaður út mannskapur og það þarf að fara í þrjú lokahús og snúa þar stórum lokum sem er bara tímafrek aðgerð,“ segir hann enn fremur. Heilmikið tjón og íbúar aldrei séð annað eins Íbúar byrjuðu snemma í morgunsárið að tæma bílskúra og geymslur þar sem vatnið náði inn. Þeir sem fréttastofa ræddu við sögðust aldrei hafa séð annað eins en í kjallara fjölbýlishússins hafi vatnið verið yfir metri að hæð. Þá hafi strax verið ljóst að um heilmikið tjón væri að ræða. „Það held ég að sé ljóst að er talsvert og það er í rauninni bara sú vinna sem að tryggingafélögin eru að sýsla með núna og munu gera næstu daga, að leggja mat á það tjón,“ segir Jón Trausti um málið en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er í raun. Íbúar fylgjast með störfum slökkviliðsins á vettvangi.Vísir/Vilhelm Þá liggur ekki fyrir hver beri ábyrgð vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS, sem var með starfsmenn á svæðinu í dag að aðstoða íbúa, er of snemmt að segja til um umfangið og hver beri kostnaðinn. Íbúar segjast í mikilli óvissu en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. „Sem betur fer er þetta mjög sjaldgæft og eiginlega einsdæmi að þetta gerist með þessum hætti,“ segir Jón Trausti. Lögnin verði grafin upp á mánudag og þá ætti málið að skýrast betur. Það sé áhyggjuefni að engin skýr orsök sé til staðar og allt verði gert til að koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni. „Það er bara hluti af þeirri vinnu sem að við förum í núna, er einmitt að greina til dæmis þessar mikilvægu lagnir okkar og horfa þá aðeins á þær með tilliti til þeirrar hættu sem að getur skapast og sýndi sig að gætu raungerst í gær,“ segir Jón Trausti. Kvöldfrétt um málið má sjá í spilaranum hér að ofan. Reykjavík Slökkvilið Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tengdar fréttir Lögnin sem fór í sundur er sextíu ára gömul Lögn sem fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn vatns flæddi í Hvassaleiti er frá árinu 1962. Hún er ein tveggja lagna sem sjá vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Því mun fólk ekki finna fyrir því að lögnin hafi verið tekin úr rekstri. 3. september 2022 15:29 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Lögnin var önnur tveggja stofnlagna sem flytja vatn til vestari hluta höfuðborgarsvæðisins en hún liggur við Kringlumýrarbraut frá gatnamótum við Háaleitisbraut að gatnamótum við Kringlumýrarbraut. Lögnin gaf sig rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi við fjölbýlishús í Hvassaleiti. „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót niður með húsinu og aftan við húsið var hálfgert uppistöðulón. Svo náði það hérna niður að Kringlu og þar eru bílskúrar og bílastæði sem fylltust af vatni líka, holræsikerfin náðu illa að losa allt þetta magn,“ segir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum, um aðstæður í gær. Gula línan sýnir hvar lögnin er staðsett en lekinn kom upp við Hvassaleiti 28-30 Slökkvilið mætti strax á vettvang en náði lítið að gera þar sem vatnskrafturinn var svo mikill. Það tók starfsfólk Veitna um klukkustund að loka fyrir vatnið, sem einhverjir íbúar á svæðinu hafa gagnrýnt harðlega. Jón Trausti segir aftur á móti að viðbragð þeirra hafi verið betra en oft áður, þar sem þeir höfðu lært af lekanum í Háskóla Íslands í janúar í fyrra. „Það var heilmikill lærdómur sem að við drógum með okkur úr háskólalekanum og nýttum núna. En það er mikilvægt að átta sig á því að það er svolítið eins og að stöðva olíuflutningaskip að stoppa svona pípu,“ segir Jón Trausti. „Fyrsta viðbragðið eftir að við vorum búin að staðsetja lekann er að það var kallaður út mannskapur og það þarf að fara í þrjú lokahús og snúa þar stórum lokum sem er bara tímafrek aðgerð,“ segir hann enn fremur. Heilmikið tjón og íbúar aldrei séð annað eins Íbúar byrjuðu snemma í morgunsárið að tæma bílskúra og geymslur þar sem vatnið náði inn. Þeir sem fréttastofa ræddu við sögðust aldrei hafa séð annað eins en í kjallara fjölbýlishússins hafi vatnið verið yfir metri að hæð. Þá hafi strax verið ljóst að um heilmikið tjón væri að ræða. „Það held ég að sé ljóst að er talsvert og það er í rauninni bara sú vinna sem að tryggingafélögin eru að sýsla með núna og munu gera næstu daga, að leggja mat á það tjón,“ segir Jón Trausti um málið en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er í raun. Íbúar fylgjast með störfum slökkviliðsins á vettvangi.Vísir/Vilhelm Þá liggur ekki fyrir hver beri ábyrgð vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS, sem var með starfsmenn á svæðinu í dag að aðstoða íbúa, er of snemmt að segja til um umfangið og hver beri kostnaðinn. Íbúar segjast í mikilli óvissu en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. „Sem betur fer er þetta mjög sjaldgæft og eiginlega einsdæmi að þetta gerist með þessum hætti,“ segir Jón Trausti. Lögnin verði grafin upp á mánudag og þá ætti málið að skýrast betur. Það sé áhyggjuefni að engin skýr orsök sé til staðar og allt verði gert til að koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni. „Það er bara hluti af þeirri vinnu sem að við förum í núna, er einmitt að greina til dæmis þessar mikilvægu lagnir okkar og horfa þá aðeins á þær með tilliti til þeirrar hættu sem að getur skapast og sýndi sig að gætu raungerst í gær,“ segir Jón Trausti. Kvöldfrétt um málið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Reykjavík Slökkvilið Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tengdar fréttir Lögnin sem fór í sundur er sextíu ára gömul Lögn sem fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn vatns flæddi í Hvassaleiti er frá árinu 1962. Hún er ein tveggja lagna sem sjá vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Því mun fólk ekki finna fyrir því að lögnin hafi verið tekin úr rekstri. 3. september 2022 15:29 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Lögnin sem fór í sundur er sextíu ára gömul Lögn sem fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn vatns flæddi í Hvassaleiti er frá árinu 1962. Hún er ein tveggja lagna sem sjá vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Því mun fólk ekki finna fyrir því að lögnin hafi verið tekin úr rekstri. 3. september 2022 15:29
Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46