Kraftaverkakötturinn Grána gamla lifði af alvarlega árás Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2022 23:30 Margrét Sif Sigurðardóttir sjálfboðaliði hjá Villiköttum, Matthías Margrétarson, Eva Dalrós Haraldsdóttir og Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Vísir/Egill Það þykir kraftaverki líkast að átján ára köttur hafi lifað af alvarlega árás sem talin er vera eftir hund. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem köttur er illa leikinn eftir slíka árás. Eigandinn biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. Kisan Grána varð fyrir alvarlegri árás fyrir rúmri viku þegar hún skrapp í sinn daglega tíu mínútna göngutúr. Henni tókst við illan leik að komast heim, mikið særð og vönkuð. Annað bitsárið á Gránu.Vísir „Hún hafði verið illa bitinn. Það er augljóst að þetta er eftir hundskjaft. Það er hola á hausnum á henni og stórt sár undir kjálkanum,“ segir Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Blóðsýkingin kom upp eftir að Grána kom heim af dýraspítala. Kötturinn er átján ára þannig að þetta leit ekkert sérlega vel út. „Þá var hún orðin þreföld í framan, bara eins og fílakötturinn og ég hringi í Neyðarvaktina og þeir vilja fá hana strax inn,“ segir Kolbrún. Grána þurfti meiri meðhöndlun og öflugan sýklalyfjakúr. Kolbrún segir bata hennar framar öllum vonum. Kraftaverkakötturinn Grána.Vísir/Egill „Ef þetta hefði verið níræð kona hún hefði ekki jafnað sig eftir svona,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir árásir sem þessar ekki einsdæmi í hverfinu og biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. hún hafi fengið skilboð frá kattaeigenda um svipaða árás. „Fjórum dögum áður en þetta gerist lendir kötturinn hennar í nákvæmlega eins,“ segir hún. Kolbrún vonar að Grána eigi nokkur góð ár eftir enda dásamlegur köttur. „Hún er eiginlega eins og hundur, eltir mig út um allt. Þegar ég fer í vinnunna þá eltir hún mig og vill koma upp í bíl með mér. Ef hún fær það ekki þá bíður hún eftir mér á planinu eða á húddum annarra bíla þangað til ég kem heim. Þessi kisa hefur fylgt mér stóran hluta lífs míns og ég lít nánast á hana eins og mitt eigið afkvæmi. Fyrst áttu mamma og pabbi hana en ég fékk hana svo til mín. Ég er að vona að hún verði að minnsta kosti 25 ára, ég mun gera mitt til að svo verði enda er ég sjúkraliði,“ segir Kolbrún og hlær. Tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grána vekur athygli en fyrir tólf árum komst hún í fréttir Stöðvar 2 þegar hún tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga sem fundust í bílhræi ásamt því að hafa sína þrjá á spena. Kettlingarnir komust á legg og er einn þeirra í eigu Margrétar Sifjar Sigurðardóttur mágkonu Kolbrúnar. Grána tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga árið 2012 ásamt því að eiga þrjá sjálf. Sannkallað kærleiksbúnt. Vísir Margrét segist strax hafa gert sér grein fyrir að það kostaði sitt að gera að sárum Gránu og hóf því söfnun fyrir kostnaðinum sem fer fram á Facebook. „Kostnaðurinn við að geta að sárum Gránu og taka á blóðsýkingunni er á annað hundrað þúsund. Ég hóf því söfnun fyrir þessu á Facebook. Þetta er svo mikil undrakisa að við viljum allt fyrir hana gera. Það sem kemur umfram fer þá í söfnunarsjóð Villikatta þar sem ég er sjálfboðaliði,“ segir Margrét. Dýr Dýraheilbrigði Kettir Gæludýr Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Kisan Grána varð fyrir alvarlegri árás fyrir rúmri viku þegar hún skrapp í sinn daglega tíu mínútna göngutúr. Henni tókst við illan leik að komast heim, mikið særð og vönkuð. Annað bitsárið á Gránu.Vísir „Hún hafði verið illa bitinn. Það er augljóst að þetta er eftir hundskjaft. Það er hola á hausnum á henni og stórt sár undir kjálkanum,“ segir Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Blóðsýkingin kom upp eftir að Grána kom heim af dýraspítala. Kötturinn er átján ára þannig að þetta leit ekkert sérlega vel út. „Þá var hún orðin þreföld í framan, bara eins og fílakötturinn og ég hringi í Neyðarvaktina og þeir vilja fá hana strax inn,“ segir Kolbrún. Grána þurfti meiri meðhöndlun og öflugan sýklalyfjakúr. Kolbrún segir bata hennar framar öllum vonum. Kraftaverkakötturinn Grána.Vísir/Egill „Ef þetta hefði verið níræð kona hún hefði ekki jafnað sig eftir svona,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir árásir sem þessar ekki einsdæmi í hverfinu og biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. hún hafi fengið skilboð frá kattaeigenda um svipaða árás. „Fjórum dögum áður en þetta gerist lendir kötturinn hennar í nákvæmlega eins,“ segir hún. Kolbrún vonar að Grána eigi nokkur góð ár eftir enda dásamlegur köttur. „Hún er eiginlega eins og hundur, eltir mig út um allt. Þegar ég fer í vinnunna þá eltir hún mig og vill koma upp í bíl með mér. Ef hún fær það ekki þá bíður hún eftir mér á planinu eða á húddum annarra bíla þangað til ég kem heim. Þessi kisa hefur fylgt mér stóran hluta lífs míns og ég lít nánast á hana eins og mitt eigið afkvæmi. Fyrst áttu mamma og pabbi hana en ég fékk hana svo til mín. Ég er að vona að hún verði að minnsta kosti 25 ára, ég mun gera mitt til að svo verði enda er ég sjúkraliði,“ segir Kolbrún og hlær. Tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grána vekur athygli en fyrir tólf árum komst hún í fréttir Stöðvar 2 þegar hún tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga sem fundust í bílhræi ásamt því að hafa sína þrjá á spena. Kettlingarnir komust á legg og er einn þeirra í eigu Margrétar Sifjar Sigurðardóttur mágkonu Kolbrúnar. Grána tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga árið 2012 ásamt því að eiga þrjá sjálf. Sannkallað kærleiksbúnt. Vísir Margrét segist strax hafa gert sér grein fyrir að það kostaði sitt að gera að sárum Gránu og hóf því söfnun fyrir kostnaðinum sem fer fram á Facebook. „Kostnaðurinn við að geta að sárum Gránu og taka á blóðsýkingunni er á annað hundrað þúsund. Ég hóf því söfnun fyrir þessu á Facebook. Þetta er svo mikil undrakisa að við viljum allt fyrir hana gera. Það sem kemur umfram fer þá í söfnunarsjóð Villikatta þar sem ég er sjálfboðaliði,“ segir Margrét.
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Gæludýr Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira