Fótbolti

Twitter eftir grát­legt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úrslitin voru vægast sagt grátleg.
Úrslitin voru vægast sagt grátleg. PIETER STAM DE YOUNG/Getty Images

Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október.

Holland sótti án afláts nær allan leikinn en sigurmarkið kom ekki fyrr en það voru 90 sekúndur til leiksloka. Súrara verður það ekki. Hér að neðan má sjá það helsta sem fór fram á samfélagsmiðlinum Twitter í kringum leikinn.

Blaðamennirnir voru klárir í bátana töluvert áður en stúkan fylltist.

Þegar þú segir það.

Nostalgían var mikil hjá sumum.

Spennan var mikil en það náðu þó ekki allir að sjá leikinn. Þá er gott að geta gripið í beina textalýsingu.

Það heyrist alltaf vel í íslensku stuðningsfólki.

Hollenska liðið var mjög nálægt því að komast yfir en Sandra Sigurðardóttir var vandanum vaxin. Hún hélt íslenska liðinu inn í leiknum.

Íslenska komst ekki í margar sóknir í leiknum.

Alltaf sami hrokinn í Hollendingum.

Sara Björk Gunnarsdóttir er sannur fyrirliði.

Sveindís Jane Jónsdóttir fékk besta færi Íslands, ef færi má kalla.

Sigurmarkið kom í blálokin.


Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins

Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×