„Ætla að fá að líða smá illa“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 23:00 Sara Björk Gunnarsdóttir gaf allt sem hún átti í leikinn. Vísir/Jónína „Erfitt að segja, bara frekar tómlegt og skrítið, grátlegt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir aðspurð hvaða tilfinningar bærust henni í brjósti eftir súrt tap Íslands í Hollandi í kvöld. Með jafntefli hefði Ísland tryggt sér farseðilinn á HM sumarið 2023 en sigurmarkið kom þegar aðeins 90 sekúndur voru til leiksloka. „Við vorum grátlega nálægt þessu. Ótrúlegt hvernig þetta gerst á nokkrum sekúndum. Auðvitað lágu þær á okkur allan seinni hálfleik en mér fannst við hafa verið með tak á þeim. Sá fram á að við myndum tryggja okkur beint á HM og ná að klára þetta þannig það var mjög sárt að sjá boltann í netinu.“ „Það var enginn ótti í liðinu,“ sagði Sara Björk aðspurð út í slakan fyrri hálfleik íslenska liðsins. „Við vorum alltof langt frá þeim, þær voru hreyfanlegar á miðjunni og við náðum ekki að klukka þær. Áttum bara ekki góðan fyrri hálfleik, vorum heppnar að hafa ekki fengið mark á okkur. Svo tókum við okkur saman í andlitinu í seinni hálfleik, þéttum inn á miðjuna og leyfðum þeim að fá kantana í fyrirgjafir. Vörðumst ótrúlega vel þannig, það auðveldaði varnarleikinn. Þegar við unnum boltann í fyrri hálfleik höfðum við enga orku til að sækja þannig að fyrri hálfleikur var mjög erfiður fyrir okkur en okkur leið betur í seinni hálfleik,“ bætti Sara Björk við. Fyrirliðinn var spurð út í frammistöðu Söndru Sigurðardóttur í marki Íslands en hún fékk 10 í einkunn hjá Íþróttadeild Vísis. „Hún var hreint ótrúleg. Svakalegar vörslur og hversu örugg hún var. Hélt okkur algjörlega inn í þessum leik.“ „Já, ég nenni ekki að hugsa um það núna. Ætla að fá að líða smá illa og, ég veit það ekki. Nenni ekki að hugsa um það núna, eða kannski í næstu viku,“ sagði Sara Björk að lokum er hún var spurð út í umspilið sem bíður Íslands. Klippa: Sara Björk eftir tapið grátlega í Hollandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 „Við erum ekkert hættar, við ætlum okkur að fara á HM“ Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum svekkt eftir 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Ísland var 90 sekúndum frá jafntefli sem hefði tryggt liðinu sæti á HM. 6. september 2022 22:31 „Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
„Við vorum grátlega nálægt þessu. Ótrúlegt hvernig þetta gerst á nokkrum sekúndum. Auðvitað lágu þær á okkur allan seinni hálfleik en mér fannst við hafa verið með tak á þeim. Sá fram á að við myndum tryggja okkur beint á HM og ná að klára þetta þannig það var mjög sárt að sjá boltann í netinu.“ „Það var enginn ótti í liðinu,“ sagði Sara Björk aðspurð út í slakan fyrri hálfleik íslenska liðsins. „Við vorum alltof langt frá þeim, þær voru hreyfanlegar á miðjunni og við náðum ekki að klukka þær. Áttum bara ekki góðan fyrri hálfleik, vorum heppnar að hafa ekki fengið mark á okkur. Svo tókum við okkur saman í andlitinu í seinni hálfleik, þéttum inn á miðjuna og leyfðum þeim að fá kantana í fyrirgjafir. Vörðumst ótrúlega vel þannig, það auðveldaði varnarleikinn. Þegar við unnum boltann í fyrri hálfleik höfðum við enga orku til að sækja þannig að fyrri hálfleikur var mjög erfiður fyrir okkur en okkur leið betur í seinni hálfleik,“ bætti Sara Björk við. Fyrirliðinn var spurð út í frammistöðu Söndru Sigurðardóttur í marki Íslands en hún fékk 10 í einkunn hjá Íþróttadeild Vísis. „Hún var hreint ótrúleg. Svakalegar vörslur og hversu örugg hún var. Hélt okkur algjörlega inn í þessum leik.“ „Já, ég nenni ekki að hugsa um það núna. Ætla að fá að líða smá illa og, ég veit það ekki. Nenni ekki að hugsa um það núna, eða kannski í næstu viku,“ sagði Sara Björk að lokum er hún var spurð út í umspilið sem bíður Íslands. Klippa: Sara Björk eftir tapið grátlega í Hollandi
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 „Við erum ekkert hættar, við ætlum okkur að fara á HM“ Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum svekkt eftir 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Ísland var 90 sekúndum frá jafntefli sem hefði tryggt liðinu sæti á HM. 6. september 2022 22:31 „Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
„Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15
„Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40
„Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05
„Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56
„Við erum ekkert hættar, við ætlum okkur að fara á HM“ Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum svekkt eftir 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Ísland var 90 sekúndum frá jafntefli sem hefði tryggt liðinu sæti á HM. 6. september 2022 22:31
„Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05