Arnar hugsaði út í metið: Aðalatriðið að taka ekki fótinn af pedalanum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. september 2022 21:38 Arnar Gunnlaugsson viðurkenndi að hafa hugsað út í metið þegar mörkunum fjölgaði. Vísir/Diego „Frammistaðan var nánast fullkomin. Ég bað um svör eftir síðasta leik og fékk þau svo sannarlega, ég átti nú ekki von á þessu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 9-0 sigur liðsins á Leikni í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Leiknismenn byrjuðu leikinn mjög vel og spiluðu nákvæmlega sömu pressu og ÍBV var að gera en við vorum reynslunni ríkari og náðum að leysa hana. Eftir fyrsta markið þá var þetta bara erfitt fyrir Leiknismenn, við vorum bara „on our game“ og með allt á hreinu. Frábær frammistaða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. Eins og Arnar sagði þá byrjuðu Leiknismenn leikinn vel og voru í raun búnir að vera betri þegar fyrsta mark Víkings kom á 14.mínútu. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Leiknismenn áttu engin svör við pressu Víkinga í dag sem unnu boltann hvað eftir annað framarlega á vellinum. „Þetta er sama og á móti Breiðablik í bikarnum. Ef pressan er góð og þú nærð henni þarna þá færðu tækifæri og liðin verða svolítið skelkuð. Við vorum virkilega kröftugir í dag og skulduðum okkur frammistöðu, bæði einstaklingsframmistöðu og liðsheildin. Ég er virkilega ánægður með hvernig við svöruðum þessum leik gegn ÍBV,“ en Víkingur og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð þar sem Víkingar voru heppnir að sleppa með eitt stig. Með þessum 9-0 sigri jafna Víkingar metið yfir stærstu sigra í efstu deild með tvöfaldri umferð. ÍA vann Breiðablik 10-1 árið 1973 og Skagamenn unnu Víkinga einnig 10-1 árið 1993. Arnar viðurkenndi að hafa hugsað út í metið á meðan á leiknum stóð. „Ég fór að spyrja, ég man að ég fór á leik uppi á Skaga ´93 og það er væntanlega metið sem þú ert að tala um. Auðvitað fórum við að pæla í þessu en aðalatriðið var að taka ekki fótinn af pedalanum, halda áfram og vera vægðarlausir.“ „Ég veit að þetta er illa gert gegn Leikni en við erum bara í okkar leik og gangi þeim vel í sínu. Við þurftum bara á þessari frammistöðu að halda og auðvitað langar mig að eiga met,“ sagði Arnar að endingu. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira
„Leiknismenn byrjuðu leikinn mjög vel og spiluðu nákvæmlega sömu pressu og ÍBV var að gera en við vorum reynslunni ríkari og náðum að leysa hana. Eftir fyrsta markið þá var þetta bara erfitt fyrir Leiknismenn, við vorum bara „on our game“ og með allt á hreinu. Frábær frammistaða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. Eins og Arnar sagði þá byrjuðu Leiknismenn leikinn vel og voru í raun búnir að vera betri þegar fyrsta mark Víkings kom á 14.mínútu. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Leiknismenn áttu engin svör við pressu Víkinga í dag sem unnu boltann hvað eftir annað framarlega á vellinum. „Þetta er sama og á móti Breiðablik í bikarnum. Ef pressan er góð og þú nærð henni þarna þá færðu tækifæri og liðin verða svolítið skelkuð. Við vorum virkilega kröftugir í dag og skulduðum okkur frammistöðu, bæði einstaklingsframmistöðu og liðsheildin. Ég er virkilega ánægður með hvernig við svöruðum þessum leik gegn ÍBV,“ en Víkingur og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð þar sem Víkingar voru heppnir að sleppa með eitt stig. Með þessum 9-0 sigri jafna Víkingar metið yfir stærstu sigra í efstu deild með tvöfaldri umferð. ÍA vann Breiðablik 10-1 árið 1973 og Skagamenn unnu Víkinga einnig 10-1 árið 1993. Arnar viðurkenndi að hafa hugsað út í metið á meðan á leiknum stóð. „Ég fór að spyrja, ég man að ég fór á leik uppi á Skaga ´93 og það er væntanlega metið sem þú ert að tala um. Auðvitað fórum við að pæla í þessu en aðalatriðið var að taka ekki fótinn af pedalanum, halda áfram og vera vægðarlausir.“ „Ég veit að þetta er illa gert gegn Leikni en við erum bara í okkar leik og gangi þeim vel í sínu. Við þurftum bara á þessari frammistöðu að halda og auðvitað langar mig að eiga met,“ sagði Arnar að endingu.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00