Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin er Víkingum tókst næstum því að losna við metið slæma

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar skoruðu níu mörk gegn Leikni Reykjavík í gærkvöld.
Víkingar skoruðu níu mörk gegn Leikni Reykjavík í gærkvöld. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk POLAND OUT

Íslandsmeistarar Víkings unnu 9-0 stórsigur á Leikni Reykjavík er liðin mættust í Bestu deild karla í gærkvöld. Víkingar voru þar með einu marki frá því að losna við met sem hefur fylgt þeim frá árinu 1993.

Sigur gærdagsins er jöfnun á meti yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar karla. Danijel Dejan Djuric skoraði níunda mark Víkinga þegar enn var stundarfjórðungur til leiksloka. Þá var ljóst að metið gæti fallið en allt kom fyrir ekki og „aðeins“ erum jöfnun að ræða.

Víkingar hefðu viljað bæta metið þar sem árið 1993 voru þeir í sömu stöðu og Leiknir Reykjavík. Þeir mættu þá ógnarsterku liði ÍA og töpuðu örugglega 10-1. Þar var ÍA að jafna eigið met sem félagið setti upprunalega árið 1959 með því að vinna Keflavík 9-0. Árið 1973 unnu Skagamenn svo Breiðablik 10-1.  

Víkingar voru því einu marki frá því að vinna stærsta sigur í sögu efstu deildar karla í fótbolta. Allt kom þó fyrir ekk en félagið hefur nú leikið bæði hlutverk er kemur að þessum stærstu sigrum, unnið með níu marka mun og tapað með níu marka mun. Mörkin má sjá hér að neðan.

Klippa: Markasúpan í Víkinni

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni

Víkingar rótburstuðu Leikni úr Breiðholti í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0. Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×