Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2022 10:36 Sólin skín ekki í Grímsey í dag en þar er þó fallegt og stillt veður, í svarta þoku. Getty Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. Stóri skjálftinn reið yfir klukkan eina mínútu yfir fjögur. Upptök hans voru tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey og fannst vel víða á Norðurlandi. „Ég var sofandi og vaknaði við drunurnar. Svo fann ég víbringinn sem kom á húsið,“ segir Anna María Sigvaldadóttir. Hún rekur gistiheimilið Gullsól í Grímsey ásamt vinkonum sínum. „Ég bý í timburhúsi svo það er ekki eins mikið högg og í steyptu húsunum.“ Skjálftinn varð á Tjörnesbrotabeltinu en fjölmargir minni skjálftar hafa verið á svæðinu í nótt og í morgun. Grímseyingar eru vanir skjálftum. Anna María Sigvaldadóttir hvetur fólk til að leggja leið sína í Grímsey þegar nýja kirkjan verður forvígð. „En auðvitað venst maður þessu aldrei hundrað prósent,“ segir Anna María. Henni bregði kannski ekki mjög mikið, svo framarlega sem þeir séu undir fimm að stærð. Ferðamenn gistu í Gullsól í nótt. Anna María hafði ekki hitt þá það sem af var degi en þeir voru farnir í morgungöngu þegar fréttastofa sló á þráðinn norður. „Þeir voru allavega ekki stressaðri en svo að þeir eru farnir út,“ segir Anna María. Hún mætti aftur á móti bandarískum ferðamönnum frá Wisconsin í sinni næturgöngu en þeir höfðu næturstað í Básum, öðrum gistiheimili í eyjunni. Þar er byggt úr steypu. „Þeim fannst þetta mögnuð upplifun, að geta krossað þetta út af „bucket-listanum“. Þau þekkja ekki til jarðskjálfta í Wisconsin,“ segir Anna María. Fyrir þá sem ekki þekkja er „bucket-listi“ orð yfir hluti sem fólk langar að gera áður en það geispar golunni. Fyrir vikið hafa einhverjir stungið upp á þýðingunni golulisti. Gistiheimilið Gullsól í Grímsey. Svartaþoka er í Grímsey í dag en fallegt og stillt veður. Anna María segir hug í Grímseyingum enda ný kirkja í byggingu eftir að sú gamla varð eldi að bráð í september í fyrra. „Það er allt að komast á full-swing. Það verður hittingur í Grímsey 21. september þar sem við forvígjum kirkjuna. Friðrik Ómar kemur og syngur auk þess sem kvenfélagið býður upp á léttar veitingar og kaffi,“ segir Anna María. „Við ætlum að gera þetta að góðum degi, sléttu ári eftir brunann.“ Grímsey Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Stóri skjálftinn reið yfir klukkan eina mínútu yfir fjögur. Upptök hans voru tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey og fannst vel víða á Norðurlandi. „Ég var sofandi og vaknaði við drunurnar. Svo fann ég víbringinn sem kom á húsið,“ segir Anna María Sigvaldadóttir. Hún rekur gistiheimilið Gullsól í Grímsey ásamt vinkonum sínum. „Ég bý í timburhúsi svo það er ekki eins mikið högg og í steyptu húsunum.“ Skjálftinn varð á Tjörnesbrotabeltinu en fjölmargir minni skjálftar hafa verið á svæðinu í nótt og í morgun. Grímseyingar eru vanir skjálftum. Anna María Sigvaldadóttir hvetur fólk til að leggja leið sína í Grímsey þegar nýja kirkjan verður forvígð. „En auðvitað venst maður þessu aldrei hundrað prósent,“ segir Anna María. Henni bregði kannski ekki mjög mikið, svo framarlega sem þeir séu undir fimm að stærð. Ferðamenn gistu í Gullsól í nótt. Anna María hafði ekki hitt þá það sem af var degi en þeir voru farnir í morgungöngu þegar fréttastofa sló á þráðinn norður. „Þeir voru allavega ekki stressaðri en svo að þeir eru farnir út,“ segir Anna María. Hún mætti aftur á móti bandarískum ferðamönnum frá Wisconsin í sinni næturgöngu en þeir höfðu næturstað í Básum, öðrum gistiheimili í eyjunni. Þar er byggt úr steypu. „Þeim fannst þetta mögnuð upplifun, að geta krossað þetta út af „bucket-listanum“. Þau þekkja ekki til jarðskjálfta í Wisconsin,“ segir Anna María. Fyrir þá sem ekki þekkja er „bucket-listi“ orð yfir hluti sem fólk langar að gera áður en það geispar golunni. Fyrir vikið hafa einhverjir stungið upp á þýðingunni golulisti. Gistiheimilið Gullsól í Grímsey. Svartaþoka er í Grímsey í dag en fallegt og stillt veður. Anna María segir hug í Grímseyingum enda ný kirkja í byggingu eftir að sú gamla varð eldi að bráð í september í fyrra. „Það er allt að komast á full-swing. Það verður hittingur í Grímsey 21. september þar sem við forvígjum kirkjuna. Friðrik Ómar kemur og syngur auk þess sem kvenfélagið býður upp á léttar veitingar og kaffi,“ segir Anna María. „Við ætlum að gera þetta að góðum degi, sléttu ári eftir brunann.“
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira