Þetta staðfesti Björn í samtali við Handbolti.is fyrr í dag, en þessi reynslumikli markvörður hefur leikið með liðinu frá því snemma árs 2019. Hann hafði þá áður lagt skóna á hilluna, en tók þá fram á nýjan leik eftir skyndilegt andlát Kolbeins Arons Arnarsonar, þáverandi markvarðar ÍBV.
Björn Viðar hefur því verið annar af tveimur markvörðum ÍBV í rúm þrjú ár og varð bikarmeistari með liðinu árið 2020.
Hann lék með Haukum upp yngri flokkana og upp í meistaraflokk, en skipti svo yfir til Fram þar sem hann varð meðal annars Íslandsmeistari árið 2013. Markvörðurinn flutti svo út og lék með liðum í neðri deildum Noregs og Svíþjóðar áður en hann kom aftur heim til Íslands árið 2018.