Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 13:07 Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. Frá þessu greinir Morgunblaðið í morgun, en ákvörðun ráðherrans er sögð byggja ekki síst á greiningu Byggðarstofnunar. Jón hyggst leggja fram nýtt frumvarp um sameininguna í haust, en samkvæmt því verða sýslumannsembættin níu sameinuð í eitt. Níu skrifstofur eigi þó áfram að verða starfræktar, svokallaðir „sýslumenn í héraði“. Þá kemur fram að skrifstofurnar séu í heild 24 og sagði Jón síðasta vor að með frumvarpinu sé verið að festa þær skrifstofur í lög. Ætli einhver sér að loka einhverri skrifstofunni þá þurfi það að fara í gegnum þingið. Ekki heppilegt Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, telur staðarvalið ekki vera heppilegt. „Það kemur á óvart að staðarval ráðherra skuli vera Húsavík. Það er rétt að benda á að rúmlega 65 prósent landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er langstærsta embættið með tæplega helming af starfsfólki embættanna.“ 32 umsagnir Drög að frumvarpinu hafa legið fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda um tíma og hafa 32 umsagnir borist um það. Sýslumannafélag Íslands sendi inn umsögn í sumar. „Þar kom fram að við teldum þetta frumvarp of snemma framkomið. Embættin eru rétt að ná vopnum sínum eftir aðskilnað frá lögreglunni 2015. Svo segir Byggðastofnun í sinni umsögn þar að þeir telji að áform í byggðaáætlun verði ekki náð með þessu frumvarpi,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. Frá þessu greinir Morgunblaðið í morgun, en ákvörðun ráðherrans er sögð byggja ekki síst á greiningu Byggðarstofnunar. Jón hyggst leggja fram nýtt frumvarp um sameininguna í haust, en samkvæmt því verða sýslumannsembættin níu sameinuð í eitt. Níu skrifstofur eigi þó áfram að verða starfræktar, svokallaðir „sýslumenn í héraði“. Þá kemur fram að skrifstofurnar séu í heild 24 og sagði Jón síðasta vor að með frumvarpinu sé verið að festa þær skrifstofur í lög. Ætli einhver sér að loka einhverri skrifstofunni þá þurfi það að fara í gegnum þingið. Ekki heppilegt Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, telur staðarvalið ekki vera heppilegt. „Það kemur á óvart að staðarval ráðherra skuli vera Húsavík. Það er rétt að benda á að rúmlega 65 prósent landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er langstærsta embættið með tæplega helming af starfsfólki embættanna.“ 32 umsagnir Drög að frumvarpinu hafa legið fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda um tíma og hafa 32 umsagnir borist um það. Sýslumannafélag Íslands sendi inn umsögn í sumar. „Þar kom fram að við teldum þetta frumvarp of snemma framkomið. Embættin eru rétt að ná vopnum sínum eftir aðskilnað frá lögreglunni 2015. Svo segir Byggðastofnun í sinni umsögn þar að þeir telji að áform í byggðaáætlun verði ekki náð með þessu frumvarpi,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10