Efnahagsleg áhætta virkjanastefnunnar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 12. september 2022 12:30 Landsvirkjun hefur vegnað vel á síðustu misserum, ekki síst vegna mikilla verðhækkana á álmörkuðum á liðnu ári og fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Fram hefur komið að rekstrartekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins hafi verið hærri en nokkru sinni. Það er því sannarlega ástæða til að gleðjast yfir þeirri stöðu sem Landsvirkjun er í þessa stundina ‒ er á meðan er. En verandi reynslunni ríkari eftir hrun alþjóðlegra fjármálamarkaða 2008 þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika að veður skipist fljótt í lofti. Samkvæmt S&P er Landsvirkjun með lánshæfismatið BBB+. Í BBB flokk falla fyrirtæki sem eru talin hafa burði til að standa við skuldbindingar sínar í núverandi ástandi en kunna að lenda í vandræðum ef halla tekur undan fæti í hagkerfi heimsins. Það ætti því að hringja varúðarbjöllum í höfuðstöðvum Landsvirkjunar að heimsmarkaðsverð á áli hefur fallið um 39% á síðustu sex mánuðum, hagvöxtur í Evrópu fer hratt minnkandi og vextir fara hratt hækkandi á þeim mörkuðum sem Landsvirkjun sækir lán. Hér á landi er síðan brýnasta hagstjórnarverkefnið að ná niður verðbólgu í umhverfi þar sem við sjáum fram á mikla fjárfestingarþörf á húsnæðismarkaði og stjórnvöld boða mikla fjárfestingar, t.d á samgönguinnviðum. Þá lítur út fyrir að hagvöxtur verði hár á næstu árum og frá atvinnulífinu berast þau tíðindi að útlán til fyrirtækja fari ört vaxandi og að sjaldan eða aldrei hafi fyrirtæki skort starfsfólk eins og nú. Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að herða þurfi taumhaldið og ákvarðanir í atvinnulífi muni skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara. Það er því ekkert í hagkerfinu, hvorki hér á landi né á heimsvísu, sem gefur til kynna að nú sé rétt að hefja stórfelldar virkjanaframkvæmdir í þeim anda sem stjórnvöld og forysta Landsvirkjunar hafa boðað. Þvert á móti. Undir þessum kringumstæðum þarf að koma í veg fyrir að Landsvirkjun hefji vegferð lánadrifinnar virkjanastefnu sem myndi að líkindum kosta almenning og þorra íslenskra fyrirtækja milljarða vegna vaxtahækkana. Ráðlegra væri að nýta næstu ár til að lækka áfram skuldir Landsvirkjunar svo fyrirtækið geti stuðlað að stöðugleika í hagkerfinu, skilað samfélaginu arðgreiðslum og byggt sig upp fjárhagslega til að takast á við þann ólgusjó sem mun skekja efnahagskerfi heimsins næstu árin. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Landsvirkjun Umhverfismál Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur vegnað vel á síðustu misserum, ekki síst vegna mikilla verðhækkana á álmörkuðum á liðnu ári og fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Fram hefur komið að rekstrartekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins hafi verið hærri en nokkru sinni. Það er því sannarlega ástæða til að gleðjast yfir þeirri stöðu sem Landsvirkjun er í þessa stundina ‒ er á meðan er. En verandi reynslunni ríkari eftir hrun alþjóðlegra fjármálamarkaða 2008 þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika að veður skipist fljótt í lofti. Samkvæmt S&P er Landsvirkjun með lánshæfismatið BBB+. Í BBB flokk falla fyrirtæki sem eru talin hafa burði til að standa við skuldbindingar sínar í núverandi ástandi en kunna að lenda í vandræðum ef halla tekur undan fæti í hagkerfi heimsins. Það ætti því að hringja varúðarbjöllum í höfuðstöðvum Landsvirkjunar að heimsmarkaðsverð á áli hefur fallið um 39% á síðustu sex mánuðum, hagvöxtur í Evrópu fer hratt minnkandi og vextir fara hratt hækkandi á þeim mörkuðum sem Landsvirkjun sækir lán. Hér á landi er síðan brýnasta hagstjórnarverkefnið að ná niður verðbólgu í umhverfi þar sem við sjáum fram á mikla fjárfestingarþörf á húsnæðismarkaði og stjórnvöld boða mikla fjárfestingar, t.d á samgönguinnviðum. Þá lítur út fyrir að hagvöxtur verði hár á næstu árum og frá atvinnulífinu berast þau tíðindi að útlán til fyrirtækja fari ört vaxandi og að sjaldan eða aldrei hafi fyrirtæki skort starfsfólk eins og nú. Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að herða þurfi taumhaldið og ákvarðanir í atvinnulífi muni skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara. Það er því ekkert í hagkerfinu, hvorki hér á landi né á heimsvísu, sem gefur til kynna að nú sé rétt að hefja stórfelldar virkjanaframkvæmdir í þeim anda sem stjórnvöld og forysta Landsvirkjunar hafa boðað. Þvert á móti. Undir þessum kringumstæðum þarf að koma í veg fyrir að Landsvirkjun hefji vegferð lánadrifinnar virkjanastefnu sem myndi að líkindum kosta almenning og þorra íslenskra fyrirtækja milljarða vegna vaxtahækkana. Ráðlegra væri að nýta næstu ár til að lækka áfram skuldir Landsvirkjunar svo fyrirtækið geti stuðlað að stöðugleika í hagkerfinu, skilað samfélaginu arðgreiðslum og byggt sig upp fjárhagslega til að takast á við þann ólgusjó sem mun skekja efnahagskerfi heimsins næstu árin. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun