Þvinguðu ungt par í bíltúr og rændu með ógnandi tilburðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2022 16:11 Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur mönnunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán sem hófst fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Þeim er gefið að sök að hafa hótað karli og konu með hníf, og látið fólkið keyra með sig um Reykjavík. Auk þess hafi þeir haft af fólkinu peninga, síma og bíllykla. Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er málavöxtum lýst þannig að mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafi aðfaranótt 16. apríl 2020 svipt karl og konu frelsi sínu í um það bil klukkustund. Þeir hafi sest í aftursæti bifreiðar fólksins fyrir utan Hagkaup í Skeifunni, þar sem fólkið sat í framsætinu. Þeir hafi þá lagt hníf að hálsi fólksins, kýlt það í gagnaugun og gefið olnbogaskot. Eins hafi þeir hótað að stinga fólkið með sprautunál, auk þess að hafa haft í lífláts og líkamsmeiðingarhótunum við það. Því næst hafi ákærðu skipað karlmanninum, sem sat í ökumannssæti bílsins, að keyra af stað og stöðva við Glæsibæ. Þar hafi annar ákæru tekið við akstri bílsins og keyrt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þegar þangað hafi verið komið hafi ákærðu þvingað manninn til að millifæra 780.000 krónur inn á reikning annars þeirra. Næst hafi þeir skipað manninum að keyra inn á bílaplan Metro við Suðurlandsbraut, þar sem þeir hafi tekið snjallsíma karlsins og konunnar, auk þess sem þeir hafi tekið kveikjuláslykla bílsins áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið vægan heilahristing þegar mennirnir slógu hana og gáfu olnbogaskot. Ákært fyrir frelsissviptingu í ávinningsskyni Samkvæmt ákærunni telst háttsemin varða við 1. samanber 2. málsgrein 226. grein og 252. grein almennra hegningarlaga. Í fyrra ákvæðinu er fjallað um frelsissviptingu í ávinningsskyni, en þar segir að refsing fyrir verknaðinn sé að lágmarki eins árs fangelsi, en geti verið allt að 16 ár eða ævilangt. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess er gerð krafa um að þeir sæti upptöku á vasahníf sem haldlagður var við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur karlmannsins sem fjallað er um í ákærunni hljóða upp á 1.480.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, og beinist krafan að báðum mönnunum. Einkaréttarkröfur konunnar, sem einnig beinast að báðum ákærðu, hljóðar upp á 700.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta. Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er málavöxtum lýst þannig að mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafi aðfaranótt 16. apríl 2020 svipt karl og konu frelsi sínu í um það bil klukkustund. Þeir hafi sest í aftursæti bifreiðar fólksins fyrir utan Hagkaup í Skeifunni, þar sem fólkið sat í framsætinu. Þeir hafi þá lagt hníf að hálsi fólksins, kýlt það í gagnaugun og gefið olnbogaskot. Eins hafi þeir hótað að stinga fólkið með sprautunál, auk þess að hafa haft í lífláts og líkamsmeiðingarhótunum við það. Því næst hafi ákærðu skipað karlmanninum, sem sat í ökumannssæti bílsins, að keyra af stað og stöðva við Glæsibæ. Þar hafi annar ákæru tekið við akstri bílsins og keyrt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þegar þangað hafi verið komið hafi ákærðu þvingað manninn til að millifæra 780.000 krónur inn á reikning annars þeirra. Næst hafi þeir skipað manninum að keyra inn á bílaplan Metro við Suðurlandsbraut, þar sem þeir hafi tekið snjallsíma karlsins og konunnar, auk þess sem þeir hafi tekið kveikjuláslykla bílsins áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið vægan heilahristing þegar mennirnir slógu hana og gáfu olnbogaskot. Ákært fyrir frelsissviptingu í ávinningsskyni Samkvæmt ákærunni telst háttsemin varða við 1. samanber 2. málsgrein 226. grein og 252. grein almennra hegningarlaga. Í fyrra ákvæðinu er fjallað um frelsissviptingu í ávinningsskyni, en þar segir að refsing fyrir verknaðinn sé að lágmarki eins árs fangelsi, en geti verið allt að 16 ár eða ævilangt. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess er gerð krafa um að þeir sæti upptöku á vasahníf sem haldlagður var við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur karlmannsins sem fjallað er um í ákærunni hljóða upp á 1.480.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, og beinist krafan að báðum mönnunum. Einkaréttarkröfur konunnar, sem einnig beinast að báðum ákærðu, hljóðar upp á 700.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta.
Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira