Jörð skelfur fyrir norðan og virðist ekkert lát vera á skjálftahrinunni. Alls hafa 6.800 skjálftar mælst á þessu svæði. Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur athygli á þessu en á dögunum var óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna skjálftanna.
Varðskipið Þór verður á svæðinu til morguns en þá heldur það til annarra verka að öllu óbreyttu.
Næsti stöðufundur verður síðan haldinn á fimmtudag.